Bloggfærslur mánaðarins, október 2006

Hrakkfallasnillingur jabb það er ég!!!

Jæja jæja núna er ég komin heim frá doksanum og það var eins og mig grunaði eftir að doksinn sem var þessi fína kona  hafi skoðað mig og pikkað og potað í hálsinn,bakið og axlir og spurt hvernig þetta byrjaði kom niðurstaðan:  tognun í hálsi og meðferð er meiri og sterkari verkja og bólgueyðandi töflur og nota heita grjónapoka, fara í nudd og fara vel með mig,þegar ég spurði hana svo hvort hún gæti mælt með einnhverjum nuddara sagði hún bara að ég yrði að velja úr simaskranni þannig að þeir eru kanski allir jafngóðir, hvar er Helena nuddarinn minn núna???

En henni fannst það afar merkilegt að ekkert sérstakt hafi komið fyrir, því þetta byrjaði bara þegar ég vaknaði á fimmtudagsmorgunin þegar ég var að vakna en ég er nátturlega snillingur að geta tognað sofandi.  Ég sagði henni eins og satt er að ég hefði vaknað klukkan 2:30 um nóttina því þá vaknaði Kristín til að pissa og þá var allt í lagi með mig en svo þegar ég vaknaði klukkan 07:00 og fór á fætur var ekki alveg í lagi og er ég samt með háan sársaukaþröskuld sem var ekki að meika þetta og ég er búin að yfirheyra alla heimilismeðlimi þar að segja Ella,Kristínu og köttinn og þau segjast öll vera saklaus.

En enga síður þetta hlýtur að lagast eins og hin 2 skiptin sem ég hef tognað.  En það var sko alls ekki á planinu að eyða haustfriinu mínu sem var að byrja í dag(vikufrí ur sænsku skólanum) í svona vitleysu en það verður bara að hafa það.

Hrakkfallakveðjur Lulla


Heilsugæsluheimsókn!

Var þess að njótandi að þurfa að nota heilsugæsluna hér í fyrsta skipti fyrir mig í gær, hafði reyndar einu sinni notað hana fyrir Kristínu og þá hringdi ég bara og gaf upp kennitölu og ekkert mál fékk tíma sama dag og þurfti ekkert að borga en hér er öll læknis og tannlæknis þjónusta frí til 20 ára sem er bara snilld, en sem sagt á fimmtudaginn vaknaði ég með þetta svaklega tak og verk frá halsi og niður í öxl og bak, hélt í fyrstu að ég hefði bara legið svona illa og dreif mig á stað með Kristínu í leikskólan og fór svo í viðtalið sem ég var að skrifa um í fyrri færslu á atvinnuleysisskrifstofunni og þaðan í skólan og sem betur fer hafði ég haft vit á því að taka verkjatöflu með því að alltaf versnaði verkurinn, í gær þurfti ég svo að fara í apotekið sem er í sama húsi og heilsugæslan og þar sem égvar ekkert skárri ákvað ég að það væri víst best að panta tíma hjá lækni, þegar ég gaf svo upp kennitölu þá var ég ekki inni í kerfinu og konan horfði bara á mig og spurði hvort þetta væri mín heilsugæsla ég sagði að ég hélti það allavega væri hún næst minu heimili og ég hefði komið hingað einu sinni áður með dóttur mína og þá hefði hún verið inn í tölvunni en fullorðnir þurfa sem sagt að skrá sig sem ég og gerði fyllti út pappír , svo var maður að bíða þarna sem fór að skamma starfmanninn í búrinu  fyrir að fylla þetta ekki út með mér bara fyndið en ég sagði honum nú að þetta væri allt í lagi  ég gæti þetta nú alveg, svo meðan konan var að skrá mig stóð önnur yfir henni og sammaði hana fyrir að hafa fyllt út í einnhvern reit sem hún átti ekki að gera.  En allavega fékk ég að komast inn á biðherbergið og þar fór dollinn sem skammaði konuna að segja mér sjúkrasöguna sína mjög spennandi ég fékk svo að tala við hjúkku sem að sagði mér að það væri engin tími laus í dag en gaf mér tíma á mánudag og sagði mér bara að smjatta á verkjatöflum yfir helgina sem ég og er að gera  er pínu skárri í dag en fimm og föstu dag en ekki nógu góð þannig að ég fer liklega til doksa á mánudag en fékk svo að vita að það kostar "aðeins" 120 sænkar krónur (um 1200 íslenkar)að hitta hann sem mér finnst reyndar ógeðslega dýrt en þarna er grenilegalega verið að safna aðeins kanski vegna þess að börnin  fá frítt eins gott að nýta tíman og hugsa hvort maður hafi einnhverjar fleiri spurnigar. En þetta kemur allt í ljós á mánudag.

Bestu kveðjur Lulla


Komin tími til að blogga!!

Já það er víst komin tími til að blogga smá, annars gengur lífið hér sinn vana gang.

Vinna hjá Ella og Kristín á leikskólanum og ég í skólanum.

 Frítíminn minn hefur svo aðalega farið í að vesenast og fylla út pappíra sem merktir eru Alfakassinn því að eitthvað virðist hafa klikkað á Klakanum þannig að það sem átti ekki að vera neitt mál er bara heilmikið mál pappírs og tíma vinna.

Ef ég byrja aðeins frá byrjun þá er málið svoleiðis að ég sagði upp vinnunni heima vegna þess að ég var að flytja út,vegna þess að Elli fékk vinnu hér og þar að leiðandi fékk ég  atvinnuleysisbætur í 3 mánuði frá Íslandi.  Svo eftir þessa 3 mánuði átti Svíþjóð að taka við og eftir því sem ég var búin að fá upplýsingar bæði á Íslandi og hér átti það ekki að vera neitt mál að skipta þar sm að þetta var innan norðanlanda og einnhvert samningur á milli landanna og framvegis en nú er mánuður síðan þessir 3 mánuðir líðu og ég ekki ekki ennþá komin inn í Alfakassan en það er nafnið á kerfinu hér og  ekki komin með vinnu (annars væri ég nú ekki að þessu)  En það virðist vera sem að eitthvað hafi klikkað með það að Ísland sendi pappíra hingað út í sambandi við það að ég er að flytja réttinn minn og þar að leiðandi er ég búinn að þurfa að senda inn fullt af pappírum og fá mákonu Ella til að tala við þá í síma því að ég er nú ekki alveg orðin svo sleip í sænskunni og var að senda inn vonandi síðustu pappíranna í siðustu viku og fæ vonandi jákvætt svar að komast inn í þennan Alfakassa  í næstu viku, nú ef ekki þá verð ég líka alveg endanlega brjáluð.

Annars er ég að fara á fullt í atvinnuleit, pantaði viðtal og er búin í því hjá einnhverji konu sem á að vera minn aðstoðarmaður í atvinnuleit og fékk góðar upplýsingar hjá henni en ég var oft búin að spyrja á skrifstofunni og fékk alltaf það svar að það væri betra að klára skólan fyrst og fara svo að finna vinnu því að maður verður jú að hafa kunnáttu í sænskuu, sem er svo sem allt í lagi ef ég fæ atvinnuleysisbætur á meðan  en hér á maður að fá þær þó svo að ég sé að lesa sænsku því ég er að læra hana jú til að geta fengið vinnu.  En hef ekki fengið neinar atvinnuleysisbætur síðan að þessir 3 manuðir kláruðust og Ísland hætti að borga.

 En núna er ég komin í C grubbu í sænskunám og þegar ég sagði konunni það í viðtalinu á atvinnuleysisskrifstofunni sagði hún að þá væri í lagi að fara setja mig inn hér og finna vinnu.

En grubburnar skiptast í a b c og d og er a fyrir byrjendur en ég var flutt strax í b og er nú komin í c og fæ þar að leiðandi góðkennt frá kennarnum að mega taka lokapróf í desember, en reglurnar eru þannig að kennarinn þarf að góðkenna það að maður megi fara i prófið og nemandi þarf að sína vissan árangur og ef maður nær svo lokaprófinu fær maður skjal frá skólanum sem er gott að hafa til með í atvinnuviðtöl en ég ætla nú reyndar að fara að byrja og fara bara sjálf ef ekki mjög mikla trú á þessari atvinnuleysirskrifstofu eftir samskipti mín við þau síðustu 3 mánuði en þó voru þó nokkur í sambandi við allt þetta pappírsflóð sem fylgir því að fá atvinnuleysis bætur frá Íslandi og svo að færast yfir sem er nú ekki ennþá komið eins og áður hefur komið fram.  Sé eftir að hafa hlustast á þá og vera ekki löngu farin að leita að fullun krafti hef svo sem verið að skoða.

En þett kemur nú allt í ljós fljótlega allavega er ég búin að semja bréf og ferilskrá á sænsku þannig að nú er bara að skunda á stað er að bíða eftir meðmælendabréfi frá Olis og pappir frá námskeiðum sem ég tók heima.

Bestu kveðjur í bili  Lulla


Hitt og þetta!

Halló!

Leikskólinn hjá Kristínu gengur bara vel og eins skólinn hjá mér,kennarinn talar allavega um að ég útskrifust væntanlega í desember allavega miða við að árangur á skyndiprófum.

En við tókum fyrst próf sem það sem almenn orðakunátta er könnuð og var það í 43 liðum og sagði kennarinn að það væri viljandi haft mjög þungt þannig að ef við værum nálagt miðju værum við í góðum málum og ég fékk sem sagt 22 stig.

Svo kom annað próf og þar var verið að prófa úr bókinn og þar fékk ég 57 stig af 66

Að lokum var svo málfræði próf og þar fékk 37 stig af 48  þannig að þetta hefur allt saman sloppið en við þurfum að skila ágætum einkunnum fyrir veturinn til að hún mæli með að við tókum lokapróf sem að útskifar okkur.  Þá fáum við pappir sem hjálpar okkur að fá vinnu.

Ég er svo í 2 áföngum utanskóla að heiman sem gengur bara ágætlega.

Annars ætla ég að fara að sækja um vinnu fljótlega og sjá svo bara hvernig það gengur.

Annars er bara allt fínt að frétta úr Svíaríki, hér er bara fínt haustveður og nóg að gera hjá öllum.

Svo er ég bara farin að föndra jólakortin og komin langleiðina með að versla jólagjafirnar því það er nú stutt í jólin en eins og þeir sem þekkja mig vita þá finsnt mér þetta alveg yndislegur tímin, ég er  svo mikið jólabarn að baka smákökur, gera jólakort og versla jólapakka er bara skemmtilegt.

Þannig að framundan er bara aatvinnuleit, skóli og jólaundirbúningur.

 

Bestu kveðjur í bili Lulla

ps komnar fullt af myndum inn á barnalandið Kristínar

 

Svo


Heimsókn frá Íslandi!!!

Óskar, Alla og Þorgrímur Svavar skelltu sér hingað til okkar helgina 4-8 október, það var nátturlega bara frábært að fá þau og vonum bara að þau komi sem fyrst afturBrosandi.  Þau flugu sem sagt til Köben á miðvikudegi og komu yfir með rútu inn í Gautaborg og þangað náðum  við Kristín svo í þau en auðvitað þurfti snillingurinn ég að villtast inn í Gautaborg og voru þau sem sagt löngu mætt þegar ég loksins mætti ég, en ég sem stoppaði í Ikea og það er aðeins krókur útaf vegi 45 sem liggur annars beint í Gautaborg og tók sem sagt E6 frá Ikea til Gautaborg og lendi í umferðateppu og var því ansi tæp á tíma og svo alltof tæp eftir að ég villtist líka þar sem ég kom inn í Gautaborg á einnhverjum allt öðrum stað en ég er vön en ég hringdi bara heim og Elli bjargaði okkur með því að opna kort inn í tölvunni og lesa okkur inn á réttan stað en allt er gott sem endar vel og var voða gaman að hitta þau loksins og gaman að sjá viðbrögðin hjá púkunum, Kristín var orðin mikið spennt á leiðinni og svo þegar hún sá Þorgrím skrækti hún bara Þorgrímur Þorgrímur, svo þóttust þau vera pínu feimin en urðu svo bara sömu samlokurnar eins og vanalega.  Svo var bara spjallað þegar heim var komið.

Á fimmtudeginum vorum við bara í rólegheitum, kíktum smá útsýnisrúnt og kíktum í heimsókn á leikskólan Kristínar en það var eitt að því sem Kristín var alveg með á hreinu að fara með Þorgrím á leikskólan sinn.  Á föstudaginn förum við svo inn í Gautaborg og ætluðum að fara i tívoli en þá var það lokað argg ruglaði planið okkar alveg, en við röltum bara um í borginni í staðinn og fengum okkur að borða og fórum svo heim að spila og auðvitað var nokkrum góðum drykkjum gerð skil með.

Á laugardaginn tókum við Alla daginn snemma og fórum í mollið ég meina allar konur verða nú að versla öðru hverju en við vorum nú bara furðu stilltar hehe.  En svo tókum við bílaleigurútu sem sagt 9 manna bílaleigubíl og brunuðum aftur inn í Gautaborg og fórum í tivoli og það var alveg feikilegt stuð nú svo var brunað heim og fórum svo út að borða á einn af uppáhöldstöðunum okkar þar sem þetta var síðasta kvöldið.  Elli ætlaði svo að keyra þeim um morgunin en rútan fór frá Gautaborg klukkan 7 og því var ræs um fimmleytið en Kristín glaðvaknaði ætlaði sko að fara með að keyra Þorgrími sínum þannig að við fórum öll.   En helgin í allastaði skemmtileg og frábært að fá þau.


Nýjustu fréttir

Halló!

Það er líklegast komin tími til að uppfæra smá vegis, en hér gengur allt sinn vanagang.

Ikea ferð!!

Ég skellti mér í Ikea um daginn og sú ferð var nú svolítið skondin að mörgu leyti,  ég fór sem sagt fyrst og fremst til að skila gölluðu ljósi sem gekk svo sem vel, Kristínu langaði að fara í leikfangalandið og þar sem það var engin röð þá ákvað ég að það væri bara fínt, ég gæti þá farinnínn og fundið nýtt ljós og svona á meðan, þar þurfti maður að fylla út blað með nöfnum og símanúmerum og fleira og svo fékk hún limmiða á sig og svo var líka stimpill sem við fengum báðar en þann stimpill var ungfrúin nú alls ekki á því að fá en gekk samt að lokum nema hvað þegar ég kom að sækja hana kom upp smá vesen þá átti ég ekki að fá hana þar sem að stimpill á henni sást ekki því að hún hafði grenilega byrjað á því að þurrka hann af sér eftir að ég fór en þar sem að strákurinn sem var að vinna kom á vakt akkurat þegar ég kom með Kristínu þá sagði hann að þetta mundi sleppa þar sem hann mundi eftir mér og líka að hún svaraði mér á sama tungumáli sem sagt íslensku en sagði jafnframt að þetta mætti alls ekki gerast að stimpilinn færi af.

Önnur snilld í Ikea þegar ég var búinn að versla fór ég á kassan og það var sem sagt alveg röð langt langt og ég sá að ég hefði bara ekki tíma til að biða en þá sá ég 2 kassa sem að var sama sem engin röð og skilti fyrir ofan sem á stóð afgreittu þig sjálfur, þannig að ég skellti mér þangað og þetta var bara snilld þarna skannaði maður bara vörurnar inn og ýtti svo á kort og valdi kortategund sem maður vill borga með setti í poka og búið á meðan hinir allir biðu i massa röð.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband