Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2006

skólamál!!

Jæja núna eru skólamálin hjá okkur mæðgum aðeins að byrja að skýrast og þó!!!! Kristín er búinn að fá leikskólapláss frá og með 28 ágúst, erum reyndar ennþá að bíða etir viðtali til að fá meiri upplýsingar, vitum þó að aðlögun tekur allavega 2 vikur hér, vitum ekki ennþá hvernig programmið er þessar 2 vikur, en leikskólinn er allavega í 5 mínota göngufæri frá okkur og útisvæðið lítur vel út þannig að það er mikil plús, vorum heppin að fá leikskólan svona stutt frá hefðum geta lend í því að fá leikskóla langt í burtu. 

En ég sótti svo um í skóla hér í næsta bæ (10-15 mín að keyra) og sótti þar um sænskunám og er ekki ennþá búin að fá skýr svör.  Ég setti inn umsókn þegar ég kom hingað út en svo voru allir að fara í sumarfrí og svei mér þá þá er Svíþjóð óvirk í svona pappírsmálum á sumrin en eru samt með pappira á heilanum.  En allavega var búið að segja að skólinn mundi opna aftur á mánudag í síðustuviku og ég bæði fór þangað og hringdi og aldrei var neinn við, og svo var mér sagt loksins þegar svaraði að kennarinn kæmi til starfa 14 ágúst  og þá yrði hringt en síðasta föstudag hringdi svo í mig kona og sagði að það væri allt troðið en það ætti samt að reyna að koma mér inn en hún ætti eftir að fara yfir pappiranna og það yrði haft samband á mánudag eða þriðjudag og þá kæmi þetta í ljós en þá kom upp alveg nýtt að hún sagðist þurfta að spyrja hvort ég hefði einnhverntíman lært dönsku því að þeir sem hafa lært dönsku eiga ekki að eiga rétt á að læra sænku þarna, en ég sagði að ég yrði nátturlega að læra sænsku til að fara að geta sótt um vinnu hér, ekki ætla ég að fara að keyra til Danmerkur til að vinna, og þá sagði hún að hún væri alveg sammála því að þetta væri voða vitlaust en allavega spurði ég hana á hvaða tíma skólinn væri og hún sagði að ég yrði líklega í morgun hóp 07:30-11:30 3 sinnum í viku, en þegar ég sótti um fór mákona Ella með pappírana fyrir mig og talaði við skólastjóran og hann sagði að námið væri alla virka daga vikunnar og væri hálfur dagurnn.  Þannig að þetta er nú allt hálf skrýtið ennþá og vonandi koma skýr svör eftir helgi!!!!allavega kvatti konan mig með þeim orðum að hún mundi tala við mig eftir helgi til að láta mig vita hvenar ég ætti að mætta þannig að nú er bara að bíða !!!!!


Best að prófa að vera bloggari!!

Jæja hef ákveðið að prófa að vera í tískunni og vera bloggari.  Þannig að nú verða vonandi fréttir af okkur í bland hér og á síðunni Kristínar Bjargar.Brosandi

Af okkur er annars allt gott að frétta.  Á þriðjudaginn fengum við skemmtilega heimsókn en þar mæðgur Hanna og Rakel Eir komu í heimsókn ásamt Judith og syni hennar honum Ara.  Krístin Björg var svo glöð að fá að hitta krakka til að leika sér og var dagurinn vel nýttur meðal annars á leikvellinum.  Svo eru mamma og pabba að koma þann 27 ágúst þannig að það er nóg að gera, en það er nú alltaf gaman að fá gesti.Brosandi

Læt þetta nægja í bili kveðja Lulla

 


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband