Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Myndir

Já ég er búin að vera setja inn myndir bæði frá Köben og Laufskálaréttarhelginni en svo eru líka myndir inn á síðunni Krístinar Bjargar.

En nú fer næturvaktin að klárast og þá fer maður bara út í snjóinn, já er ekki alveg að skilja hvað er málið hjá þessum veðurguði er ekki alveg að nenna að fá þetta hvíta strax þó það sé nú ekki mikið sem kom.


Nýtt blogg!

Já það er víst þónokkuð síðan eitthvað hefur komið hingað inn en það hefur nátturlega alveg heillingur gerst síðan þá sem verður svo sem ekki rakið hérna nema að einnhverjum hluta en bara næstum heilir 2 mánuðir síðan.

En "litla" barnið mitt er orðið 4 ára varð það 29 ágúst síðast liðin og var haldið upp á herleg heitin með pomp og prakt á sunnudeginum fyrirafmælisdaginn og svo á afmælisdaginn komu nokkrir krakkar af leikskólanum í heimsókn þannig að það var mikið að gerast.

Um miðjan september lögðum við mæðgur svo land undir fót og héldum til Köben en ég var að fara í vinnuferð og Kristín Björg fór til pabba síns á meðan.  Ferðin var í alla staði mjög vel heppnuð og gaman að fá að sjá hvernig elliheimili eru rekin í öðru landi en það er margt líkt en líka margt sem er mjög ólíkt.  Svo var nóg brallað á milli heimsókna, fórum í skoðunarferð um Íslendingaslóðir sem var mjög skemmtileg og sá þar mér til mikilla gleði að ég hef bara þónokkuð mikið tekið eftir í tímum í skóla því að það var bara ótrúlega mikið sem rifjaðist upp úr kennslunni þegar við vorum í þessari ferð.  Svo var auðvitað kíkt á strikið, í mollin og tívoli og fleira skemmtilegt, hittum ljónin alltaf öðru hverju en það er alltaf flókið að fara útskýra þann humor hér.  En mikið gleði og grín var í ferðinni enda kom það á daginn að ég fékk bara strengi í magan af hlátri. 

Svo kíktum við mæðgur í Laufskálarétt í þvílikri blíðu og hittum alveg heilling að fólki og marga sem maður hefur ekki hitt lengi og svo var ball um kvöldið með Geira, Von og Bo Hall, það er samt ótrulega fyndið að það er alltaf svo mikið að fólki bæði í réttinni og á ballinu að það er alltaf heillingur sem maður missir af, við  hittumst fyrir ball heima hjá Þórey og Gísla en Gísli hafði boðið í partý þetta kvöld í rútunni á leiðinni heim eftir Árgarðs verslunarmannahelgarballið, hann ætlaði nú eitthvað að beila á þessu en vegna þrýsting þá ákvað hann að standa við gefin loforð.  Ballið var hin besta skemmtun, reyndar fannst mér nú að Bo hefði alveg mátt vera heima hjá sér en hann slapp svo sem og ég komst að því að hann áttu dyggan stuðningsmann sem missti sig aðeins þegar hún var sem sagt að hlusta á mig segja mína skoðun á honum og sagði mér alveg hreint í óspurðum fréttum  að hann var bara frábær og bla bla og kramdi á mér hendina þar til ég bendi henni nú á að ég mundi nú bara láta grýta henni út ef hún sleppti mér ekki undireins, en gott að vita að einnhverjum fannst hann skemmtilegur.

Annars er bara fínt að frétta, nóg að gera í vinnu og skóla og svo eru bara nokkrir dagar í loðnuferðina miklu og þar verður sko pottþétt mikið stuð.

En læt þetta nægja í bili, vonandi verður aðeins styttra í næsta blogg

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband