Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Loksins myndir úr loðnuferðinni!!

Já loksins eru allar myndirnar komnar inn úr loðnuferðinni, sérstaklega gert fyrir loðnurnar mínar þeim til skemmtunar sem og öðrum sem hafa gagn og gaman að.

Annars verð ég að koma afmæliskveðju á framfæri því hún Ingiríður er 18 ára í dag og þarf nú ekki að bíða lengur, er orðin lögleg á barnum.  TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN!!!!

Annars er bara nóg að gera í vinnu og skóla og hlakka bara til að komast í jólafrí frá skólanum, það er víst ekki mikið svoleiðis í vinnunni þósvo að þau komi ekki sem verst út á skýrslunni.

Endilega verið svo dugleg að commenta og skrifa í gestabókina það er svo gaman.

knús Lulla


Hvað er hægt að vera heppinn??

Já ég spyr, lendi í því um daginn að ég var að koma heim og komst að því að ég var sem sagt læst úti, málið var ekki að ég væri lyklalaus nei nei auk þess að inni voru Snæbjörg og Kristín en ég var sem sagt læst úti og þær inni.  Eitthvað hafði klikkað í læsingunni og hvorgi var hægt að opna að innan né utan, sem sagt frekar mikið klúður en eftir ca klukkutíma tókst okkur með aðstoð Kötu nú að komast inn og þegar ég var svo búin að kaupa nýjan lás kom Kiddi frændi og skipti og kom þá í ljós á gamli lásinn var vægast sagt í klessu.  Kristínu var nú alveg hætt að lýtast á þetta og kallaði alltaf út til mín reglulega mamma mín ég elska þig svo mikið þessi litla rófa.

Annars er bara allt gott að frétta, nóg að gera í vinnu og skóla og styttist allt of hratt í próf, en svo er maður þá líka komin í jólafrí frá skólanum og desember er alltaf skemmtilegur fyrir jólabarnið mig.

Fórum að sjá Alínu á laugardaginn sem var rosa skemmtilegt stykki, var að vinna í miðasölunni en hef því miður ekki haft tíma til að vera mikið með í þessu stykki en það er víst bara svoleiðis.

Læt þetta nægja  í bili


Ferðalag loðnanna

Já hinni miklu loðnuferð er lokið og heppnaðist hún í alla staði vel, fyrir utan það að ein loðnan komst ekki með.  En svona til útskýringar fyrir þá sem ekki skilja loðnumál er þetta sem sagt ferðalag sem við vinkonurnar ég,Adda,Sóley,Ásdís og María fórum í til Stokkhólms. (vantaði Guðrúnu) en við höfum verið vinkonur síðan í grunnskóla og tilefnið ferðarinnar var að við klifruðum allar yfir þrítugs múrin á árinu. 

En ferðalagið hófst þriðjudaginn 16 okt og ég tók Ásdísi með mér til Keflavíkur þar sem við ætluðum að gista hjá Maríu sem býr á vellinum á Keilissvæðinu og strax byrjaði loðnu skapurinn, Ásdís var búin að fá götu heiti og númer og við vorum komnar á staðinn og Ásdís bankaði og bankaði en enginn svaraði þá hringdi hún í Maríu og spurðu af hverju hún svaraði ekki en þá kom í ljós að við vorum nú bara fyrir utan geymsluna sem er hliðin á íbúinni og sem sagt með merki íbúðarinnar.

Við 3 lögðum svo í hann á miðvikudagsmorgunin og vorum lendar um 13 að staðartíma og tókum þá rútu inn í miðbæinn og þá strax var Ásdís farin að leita að HM og sá það reyndar mjög fljótlega, við komum dótinu svo fyrir á hótelinu og ætluðum að rölta í bæinn meðan við vorum að bíða eftir að Sóley og  Adda kæmu en þær voru að koma frá Köben og London, þetta rölt fór reyndar í hálfgert maraþonstruns í leit að HM fyrir Ásdísi sem var farin að örvænta hvort hún gæti komist tilbaka þangað sem hún sá HM á leiðinni en svo fannst HM og Ásdís tók gleði  sína og róaðist.  Setning augnabliksins var Lulla viltu spyrja þessa/þennan hvar HM er ???

Um kvöldið borðuðum við svo saman eftir að allar voru búnar að skila sér, næsta dag var ákveðið að hafa frjalsan verslunardag og héldu María og Ásdís í mollið með stóra myndalega ferðatösku og hún var sko fyllt og betur til þær voru sko aðlveg að missa sig.  Við borðuðum á ítölskum stað og fengum við Sóley geggjað stóra og geggjað góða pizzu. Setning dagsins var Sóley passaðu þig á banananum!!! (við vorum að labba í mollinu og allt í einu tók ég eftir að það var risa banana biti ekki í híði á gólfinu beint fyrir framan Sóley sem hún tók ekki eftir fyrr en ég greip í hana, hún hélt að ég væri bara eitthvað að grínast en nei nei bara að forða frá slysi)

 

Á föstudeginum var túrista dagur, keyptum okkur Stokkhólmskort og byrjuðum á að fara í siglingu, fórum svo á Skansen safnið,Vasa safnið og Astrid Lingrid safnið, öll þessi söfn voru mjög skemmtileg og við hefðum alveg vilja hafa miklu meiri tíma, en á Skansen safninu tókst mér loksins að hitta elg í eigin persónu en ég reyndi mikið að leita þá uppi þessa 9 mánuði sem ég bjó úti en tókst ekki. 

Við byrjuðum svo laugardaginn á að fara á 1 safn til viðbótar og eyddum deginum svo í Gamla Stan sem er ótrulega flott og skemmtilegt svæði, um kvöldið fórum við svo á belgískan stað og fengum rosa góðan mat já og drykki.  Ætluðum svo að kíkja á lífið en það var nú frekar skrautleg allt saman, byrjuðum á að kíkja inn á stað sem var fullt að fólki inn á og virtist séð af götunni voða mikið stuð en reyndist svo vera hin furðulegasti staður sem lýsti sér í því að okkur fannst við fara svona cirka 15 ár aftur í tíma, músikin sem var spiluð var af þeim diskum sem ég var að kaupa mér þegar ég var 15 ára, flest allir inni voru einnhverjir rokktöffarar með sitt hár og hljómsveitabolum fyrir utan svo einn og einn sem hafði greinilega álpast þarna óvart inn eins og við.  Adda og Ásdís ákváðu svo að rölta heim á hótel, María ákvað að vera áfram með Sigfúsi frænda sínum en við Sóley ákváðum að rölta og kíkja´a írskan bar, þegar við vorum á röltinu fyrsta dagin sá ég nefnilega írska bari út um allt en eitthvað gekk nú illa að hafa upp á þeim, svo hittum við voða virðulegan kall öruglega frá Kúbu eða eitthvað sem vildi endilega sýna okkur írskan bar sem átti að vera rétt hjá þetta rétt hjá var mjög teygjanlegt hugtak en svo þegar við komum þangað var nákvamlega ekki sú stemming sem maður er vanur á írskum börum heldur bara voða voða rólegt og örfáar mannverur, 2 drengir sem´ætluðu bara að éta okkur lifandi en við ákváðum nú að fá okkur einn drykk en forðuðum okkur svo bara eftir hann.  Sunnudagurinn fór svo bara í heimferð sem gekk bara vel.

En ferðin var í alla staði vel heppnuð og áttum við gærurnar skemmtilega helgi þar sem margt og mikið var rifjað upp sem ekki verður farið nánar út í hér enda allt alls ekki prenthæft haha.

En ef einnhver veit hvernig maður setur heilt albúm inn hér á bloggið má sá hin sami endilega hafa smaband við mig, svo ég geti sett allar myndirnar inn, nenni ekki að setja allar inn bara eina í einu.

 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband