Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Nyjar myndir!

Setti inn nýjar myndir af bandalagsdjamminu.  Þetta var ótrúlega skemmtilegt djamm.  Við fórum nokkur frá okkar Leikfélaginu en við höfðum aldrei komist á bandalagsþing þvi það hefur alltaf verið allt brjálað að gera í sæluvikustykki og engin haft tíma að fara í burtu.  En þetta árið kom það bara til okkar.  Ég,Siva og Guðrún gistum framfrá og byrjupum á að hafa okkur til að drekka smá fordrykk.  Svo fórum við á Bakkaflöt og fengum alveg rosalega gott að borða og svo var skemtidagskrá.  Kristján sparisjóðsstjori var veislustjóri og svo var Leikfélags Kópavogs og Leikfélag Hafnafjarðar með skemmtiariði, bæði mjög skemmtileg.  Ármann og Toggi úr Ljótu hálfvitunum náði svo upp góðri stemmingu og í lok dagskrá var svo komið að leyngesti kvöldsins en það var sveiflukóngurinn Geirmundur og náði hann eins og honum er einum lagið svakalegri stemmingu og voru þarna konur á besta aldri sem voru hreinlega að missa sig yfir þessu.  Við LS fólkið höfðum gaman af því að verða vitni að að einnhverjir úr hópnum voru að hringja til að láta vita að Geirmundur hefði sko komið og spilað.  Gaman að þessu.

Svo var farið á ball í Árgarði á eftir með hljómsveit Geirmundar, svakalegt stuð þar.  En það var líka svakalega gott að þurfa bara að trítla nokkur skref og geta farið að sofa.  Við stöllur lendum reyndar í smá ævintýri þegar ein úr hópnum þurfti að finna herbergið okkar en ekki verður farið nánar út í það ævintýri hér.  En eins og sést á myndunum var svakalegt stuð. 


Nýtt blogg

Já ég ætlaði víst bara að vera í bloggverkfalli meðan ég væri í prófum en það er víst orðin smá tími síðan þau kláruðust.  En sem sagt skólinn búinn og það gekk bara vel í prófunum.  Náði öllu og er bara sátt við þær tölur sem komu í höfn.  Skólapásan verður reyndar ekki löng þar sem ég ætla að taka etthvað í sumarskólanum til að flýta fyrir.  Annars var Eva mágkona að útskrifast í dag, innilega til hamingju með það.

En það er búið að vera nóg að gera frá síðasta bloggi til að mynda í byrjun maí var haldið hér bandalagsþingið (Félag íslenskra leikfélaga)  og það var sko svakalegt stuð.

Ætla fljótlega að setja inn myndir og blogga smá um það.

Svo var nóg vinna í kringum leikritið okkar hjá LS og svo erum við mægður búnar að vera í sveitinni.

Svo er bara búið að vera vinna og meiri vinni og er einmitt að fara heim úr vinnunni núna er búin að vera hér síðan klukkan 18 i gær þannig að það er orðið alveg ágætt.

Fylgtist með júruvison í vinnunni og verð að segja að ég var nú ekki glöð með sigurvegaran en svona er það bara en enga síður fannst mér þetta rosa flott hjá íslenska hópnum og er mjög glöð að við vorum yfir bæði svíum og pólverjum sem að mér fannst frekar slappt en sjónræningarnir voru flottir sem og Danirnir og fleiri.

En þar til næst Lulla

pS verið nú dugleg að kvitta í gestabókina og comenta


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband