Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008

Gleðilegt Sumar!!!

Já sumardagurinn fyrsti er runninn upp, held meiri segja að það verði bara sól í firðinum fagra, allavega núna séð út um vinnugluggan kl:06:30.

Allavega GLEÐILEGT SUMAR OG TAKK FYRIR VETURINN!!!!

Frá því síðast er það helst í fréttum að Kristín Björg fékk  þessa leiðindaflensu, rauk upp í hita mánudagskvöldið 14 og var bara með háan hita og ljótan hósta alveg þangað til á sunnudagsmorgunin 20  þá var hún  loksins hitalaus.  Þannig að þessi sú vika fór bara í þetta og svo lærdóm á milli sem var svo sem ágætt, gat allavega skilað öllum verkefnum fyrir próf. 

Jabbs prófin eru að fara skella á bráðum og ekki er laust við að það sé komið smá magaverkur og hjartaflökt en ekkert svona til að hafa áhyggjur af.  Þetta hefst allt vonandi.

Nú svo er frumsýningin á Viltu finna Milljón hjá Leikfélaginu og það er að koma smá fiðrildi í magan fyrir það, ótrulegt alveg sama hvað maður er mikið eða lítið með þá fær maður alltaf þennan spenning sem er svo sem gott því það þýðir að þetta er gaman.  En miðasölu síminn er 8499434 eða fara bara í Kompuna og kaupa miða.  ALLIR 'Í LEIKHÚS!!! Ég hlakka allavega mikið til að skella mér á sunnudagskvöldið.  Fór einmitt síðasta sunnudag á Dubbeldusch á Akureyri og það er alveg meiriháttar skemmtileg sýning. 

Nú svo er bara að skella á sæluvika og bandalag íslenskra leikfélaga verður með þing hér 2-4 maí og stefni ég á að skella mér á hátíðarkvöldverð með stjórninni og svo verður bara próflestur eftir það.

En þangað til næst Wink


Tíminn líður hratt...

Já tíminn hann hreinlega æðir áfram þessa daganna.  Sem er svo sem ágætt manni leiðist allavega ekk á meðan.  En ég þyrfti samt að fá örfáa aukatíma í sólahringinn núna er það ekki alveg hægt?

En það er sem sagt allt á fullu í verkefnavinnu í skólanum og svo eru prófin bara alveg að koma, þannig að ekki veitir af að nota tíman sem er stundum erfitt, kemur fyrir að maður dettur aðeins niður í kæruleysið og leyfir sér að gera nákvamlega ekki neitt.  Nú svo þarf maður að mæta í vinnuna og sinna múslinni en hún var einmitt heima í dag þar sem hún náði sér í einnhverja hita pest.

Á föstudagskvöldið var afmæli hjá Lindu sem er að vinna með mér, þar var svaka fínt, vorum fyrst heima hjá foreldrum hennar í mat og rauðvín og hvítvín veislu.  Svo færðum við okkur heim til hennar og enduðum á barnum.  Þar voru Sorin og Ellert að spila og svo tók við diskó, ekki var nú mikið af fólki í bænum en það var bara fámennt og góðmennt.

Á laugardagsmorgun var Kristín svo á sundnámskeiði og svo var ég á næturvöktum næstu 2 nætur.

Fyrir utan lærdóm og vinnu er svo margt að gerast á næstunni, planið er að fara að sjá Dubbeldush hjá Leikfélagi Akureyrar á sunnudagskvöldið.  Svo helgina eftir er bara komið að frumsýningu hjá okkur í Leikfélagi Sauðárkróks ALLIR AÐ KOMA 'I LEIKHÚS

Þá er bara kominn sæluviku og þá hefst svo bara próflestur fyrsta prófið er 2 maí og svo er lokadjamm í sæluviku, bandalagsþing íslenskra leikfélaga verður haldið hér þessa helgi og er stefnan sett á að mæta allavega á laugardagskvöldið og í mat og ball á eftir, svo verður maður bara í einangrun fram til 9 maí en þá eru prófin búinn.

OG þá er komið vor og maður getur farið að gefa sér tíma ´til að sinna ljósmóðurstörfum í sveitinni, svo planast óðum inn á sumarið, útskrifarveislur, ættarmót og fl og fl.

En þar til næst Wink


1 apríl!

Já það er 1 apríl og eflast margir búnir að hlaupa 1 apríl en ekk ég LoL.

Ég náði hins vegar að láta eina samstarfskonu mína gera það, bara gaman af því.

En ýmislegt sem ég er búin að afreka síðustu daga og ekkert samt april gabb  t.d þetta:

  • Það eru komnar nýjar myndir á barnaland síðuna.
  • Skila skattaskýrslunni.
  • Selja gamla bílinn minn.
  • Kaupa nýrri bíl.
  • Skila ritgerðinni minni.
  • Koma mér á stað með næstu ritgerð.
  • Undirbúa ættarmót og bandalagsþings.
  • Taka annarpróf í Hjú 203.
  • Senda matið í VIN.

 Þannig að lífið er bara dásamlegt.

  það er  þétt skipaður mánuður framundan, vinna og svo er víst bara mánuður í að prófin byrjiWoundering. 4 daga helgarfrí framundan bara rétt bráðum eftir svona 2 vaktir.  Styttist í sauðburð í sveitinni, komin  3 lömb og Kristín Björg bíður spennt eftir að Kjamma sín komi með allavega 2 lömb.

En læt þetta nægja í bili þar til næstWink


    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband