12.7.2008 | 01:20
Blogg
Þar kom að því að ég kom því í verk að blogga. Það hefur margt og mikið á daga mína drifið síðan síðasta blogg var enda var það í byrjun júni.
Skellti mér m.a í borgina eina helgi og fór á Grímuna í Þjóðleikhúsinu með Elfu. Þar var byrjað í veislu með hvítvíni og alskonar snittum og pinnamat. Svo hófst dagskráin sem var mjög fín. Við vorum með sæti upp á svölum. Já við vorum í svala liðinu sem fékk 2 merkingar þetta kvöld þar að segja vera upp á svölum og svo með svala liðinu (þotuliðinu). Komumst líka að því að það er HRÆÐILEGT fyrir fólk að vera lofthrædd og fá sæti á svölunum. Það kom líka snilldar gullmoli um ljóta liðið en það komu 2 stelpur og voru að hvíslast á um að þær væru bara með sæti hjá ljóta liðinu og Elfa snýr sér við til þeirra og segir takk og það varð smá brandari um það. En þetta var hin bersta skemmtun og kynnar kvöldsins þeir Gói og Jói voru algjörir snillingar. Fórum svo á pöbbarölt í bænum og það var bara fínt. 'A laugardagskvöldið fórum við svo í útskriftarpartý hjá Þuríði og Gjen og það var mjög fínt.
Síðustu vikuna í júni byrjuðum við Kristín Björg í sumarfríi og mikið var það nú yndislegt, nutum þess að sofa út, hjóla og fara í sund og hafa það náðugt. Síðustu helgina í júni fórum við svo á ættarmót sem var að þessu sinni haldið á Dæli í Húnavatnssýslu. Það var bara ljómandi gaman hefði reyndar mátt vera betra veður en maður ræður víst því ekki. Á laugardeginum fór svo Kristin Björg til pabba síns og verður þar til mánaðarmóta águst/sept. Sakna litlu múslunar minnar.
Ég byrjaði svo að vinna í síðustu viku, tók þá 3 vaktir á sjúkradeildinni sem var fín tilbreyting og fór svo í helgarfrí og stefnan er tekin á Húnavöku á morgun.
Ég,Kristín Hanna og Tobías skelltum okkur á hestbak svo á hestbak í kvöld en það er svona ca ár síðan ég gerði það síðast og það var mjög fínt já fyrir utan svona smá atriði eins og að það er ÓGEÐSLA vond þegar herra Ljúfur (hesturinn ) steig fantalega ofan á fótinn á mér, táslurnar ennþá aumar. Byrjun reiðtúrsins var reyndar frekar kostulegur þar sem að herra´Ljúfur hafði þann miskilng að ég hefði komið til að æfa kúreka atriði en það var alls ekki ætlunin en ég datt samt ekki af baki. En hann átti svo góðan sprett eftir að hann ákvað að láta alla 4 fæturnar nema bara við jörðina en kúrekaleikurinn hans sem sagt fólst í alskonar hoppum ýmist með fram eða afturendan upp í loft. Fórum svo í ís í KS varmó. Ég og Eva tókum líka góðan göngutúr í morgun og ég gerði og skilaði fullt að verkefnum fyrir skólan en það er nóg að gera í honum næstu daga.
Er komin á facebook og fann þar meðal annars Will og Dylan sem eru strákarnir sem ég var að passa í USA og ég fékk pínu kjánahroll að komast að því að Will er komin með aðdáenda klúbb og ég er sko búin að skrá mig en hann er bara orðinn ansi þekktur leikari í USA. Gaman að því og ég er geggjað stolt af USA grísunum mínum.
En næst er Húnavaka sjaumst þar á Sálarballi.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.6.2008 | 21:23
Svíarnir bara tapsárir!!
Jább eitthvað fer það fyrir brjóstið á svíagrílunni að hafa tapað fyrir íslendingum. En að láta sér detta það í hug að kæra útaf einu marki þegar það skiptir engu máli komast hvort sem er ekki lönd né strönd. Mikið að Svíar vilji ekki bara renna eurovison í gegn aftur þar sem þeir skít töpuðu þar líka en ætluðu að vinna. Fannst sú sænska þar reyndar hörmung minnti mig helst á grán kött sem hafði farið í strekkingu. Finnst samt bara snilld að hafa unnið þá í báðum þessum keppnum þó ég hafi alls ekkert á móti svíum svona almennt. Kynntist fullt af ágætis svíum bæði þegar ég bjó úti og eins þegar ég hef farið í heimsókn í svíaríki.
Annars er bara allt gott að frétta, átti gott og langþráð helgarfrí sem ég notaði meðal annars til að slá garðinn minn og það tekur slatta tíma en garðurinn utan um litla húsið sem ég bý í er frekar stór. En þetta gekk nú bara ágætlega hjá okkur mæðgum. Það mætti samt gjarnan einnhver kíkja í heimsókn með orf til að taka kantinn og litla frumskógarsvæðið. En orf er af einnhverjum ástæðum eitthvað tæki sem mér er meinilla við að nota veit samt ekkert af hverju.
Svo kíkti ég aðeins út á laugrdagskvöldið, byrjuðum hjá Óskari og Öllu og fórum svo í bæinn og það var bara mjög fínt, mikið dansað en er á því að hljomsveitin hefði átt að byrja á því að taka pásu þar sem hún var miklu betri eftir pásu. Svo er Klói minn á leiðinni á norðurlandið og við ætlum að gera eitthvað sniðugt.
Þar til næst
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
3.6.2008 | 20:54
Á allra vörum
er auðvitað frétt dagsins, ísbjarnar greyið sem að álpaðist óvart til byggða. Hverki friður orðið nú til dags til að spóka sig í sólinni. Skil nú ekkert í lögreglunni að eiga ekki hvítbjarnargildru í geymslunni hjá sér. Hefði gjarnan viljað að björninn hefði nú fengið að lifa. Hefði nú alveg verið hægt að gefa honum smá að borða meðan beðið var eftir deyfibyssunni enda dónalegt að bjóða ekki gestum sem koma í heimsókn í fjörðinn eitthvað æti en þá á ég auðvitað við að hægt hefði verið að skutla einnhverjum hræmat til hans en ekki eitthvað að forvitna fólkinu sem að var þarna. Fyndið samt commentin um að ´það hefði átt að loka veginum því það á nú ekki að þurfa við svona aðstæður enda lét björninn þá sem voru á rúntinum alveg í friði, fór ekki að láta heyra í sér fyrr en liðið fór að fylgja honum eftir hefur örugglega haldið að þetta væri móttökunefndin.
Fannst reyndar frekar fyndið líka að ég heyrði fyrst af þessu í útvarpinu frá manni sem sá hann fyrstur og byrjaði á því að hringja í útvarpið, held að löggan hefði verið fyrst á símalistanum mínum. Það fannst hinsvegar einum vinnufélaga mínum undarlega og nefndi umhvefisráðuneytið verð að játa að mér hefði ekki dottið það einu sinni í hug held ég allavega.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.5.2008 | 03:19
Nyjar myndir!
Setti inn nýjar myndir af bandalagsdjamminu. Þetta var ótrúlega skemmtilegt djamm. Við fórum nokkur frá okkar Leikfélaginu en við höfðum aldrei komist á bandalagsþing þvi það hefur alltaf verið allt brjálað að gera í sæluvikustykki og engin haft tíma að fara í burtu. En þetta árið kom það bara til okkar. Ég,Siva og Guðrún gistum framfrá og byrjupum á að hafa okkur til að drekka smá fordrykk. Svo fórum við á Bakkaflöt og fengum alveg rosalega gott að borða og svo var skemtidagskrá. Kristján sparisjóðsstjori var veislustjóri og svo var Leikfélags Kópavogs og Leikfélag Hafnafjarðar með skemmtiariði, bæði mjög skemmtileg. Ármann og Toggi úr Ljótu hálfvitunum náði svo upp góðri stemmingu og í lok dagskrá var svo komið að leyngesti kvöldsins en það var sveiflukóngurinn Geirmundur og náði hann eins og honum er einum lagið svakalegri stemmingu og voru þarna konur á besta aldri sem voru hreinlega að missa sig yfir þessu. Við LS fólkið höfðum gaman af því að verða vitni að að einnhverjir úr hópnum voru að hringja til að láta vita að Geirmundur hefði sko komið og spilað. Gaman að þessu.
Svo var farið á ball í Árgarði á eftir með hljómsveit Geirmundar, svakalegt stuð þar. En það var líka svakalega gott að þurfa bara að trítla nokkur skref og geta farið að sofa. Við stöllur lendum reyndar í smá ævintýri þegar ein úr hópnum þurfti að finna herbergið okkar en ekki verður farið nánar út í það ævintýri hér. En eins og sést á myndunum var svakalegt stuð.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.5.2008 | 07:43
Nýtt blogg
Já ég ætlaði víst bara að vera í bloggverkfalli meðan ég væri í prófum en það er víst orðin smá tími síðan þau kláruðust. En sem sagt skólinn búinn og það gekk bara vel í prófunum. Náði öllu og er bara sátt við þær tölur sem komu í höfn. Skólapásan verður reyndar ekki löng þar sem ég ætla að taka etthvað í sumarskólanum til að flýta fyrir. Annars var Eva mágkona að útskrifast í dag, innilega til hamingju með það.
En það er búið að vera nóg að gera frá síðasta bloggi til að mynda í byrjun maí var haldið hér bandalagsþingið (Félag íslenskra leikfélaga) og það var sko svakalegt stuð.
Ætla fljótlega að setja inn myndir og blogga smá um það.
Svo var nóg vinna í kringum leikritið okkar hjá LS og svo erum við mægður búnar að vera í sveitinni.
Svo er bara búið að vera vinna og meiri vinni og er einmitt að fara heim úr vinnunni núna er búin að vera hér síðan klukkan 18 i gær þannig að það er orðið alveg ágætt.
Fylgtist með júruvison í vinnunni og verð að segja að ég var nú ekki glöð með sigurvegaran en svona er það bara en enga síður fannst mér þetta rosa flott hjá íslenska hópnum og er mjög glöð að við vorum yfir bæði svíum og pólverjum sem að mér fannst frekar slappt en sjónræningarnir voru flottir sem og Danirnir og fleiri.
En þar til næst Lulla
pS verið nú dugleg að kvitta í gestabókina og comenta
Bloggar | Breytt 26.5.2008 kl. 01:52 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2008 | 06:32
Gleðilegt Sumar!!!
Já sumardagurinn fyrsti er runninn upp, held meiri segja að það verði bara sól í firðinum fagra, allavega núna séð út um vinnugluggan kl:06:30.
Allavega GLEÐILEGT SUMAR OG TAKK FYRIR VETURINN!!!!
Frá því síðast er það helst í fréttum að Kristín Björg fékk þessa leiðindaflensu, rauk upp í hita mánudagskvöldið 14 og var bara með háan hita og ljótan hósta alveg þangað til á sunnudagsmorgunin 20 þá var hún loksins hitalaus. Þannig að þessi sú vika fór bara í þetta og svo lærdóm á milli sem var svo sem ágætt, gat allavega skilað öllum verkefnum fyrir próf.
Jabbs prófin eru að fara skella á bráðum og ekki er laust við að það sé komið smá magaverkur og hjartaflökt en ekkert svona til að hafa áhyggjur af. Þetta hefst allt vonandi.
Nú svo er frumsýningin á Viltu finna Milljón hjá Leikfélaginu og það er að koma smá fiðrildi í magan fyrir það, ótrulegt alveg sama hvað maður er mikið eða lítið með þá fær maður alltaf þennan spenning sem er svo sem gott því það þýðir að þetta er gaman. En miðasölu síminn er 8499434 eða fara bara í Kompuna og kaupa miða. ALLIR 'Í LEIKHÚS!!! Ég hlakka allavega mikið til að skella mér á sunnudagskvöldið. Fór einmitt síðasta sunnudag á Dubbeldusch á Akureyri og það er alveg meiriháttar skemmtileg sýning.
Nú svo er bara að skella á sæluvika og bandalag íslenskra leikfélaga verður með þing hér 2-4 maí og stefni ég á að skella mér á hátíðarkvöldverð með stjórninni og svo verður bara próflestur eftir það.
En þangað til næst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
15.4.2008 | 18:30
Tíminn líður hratt...
Já tíminn hann hreinlega æðir áfram þessa daganna. Sem er svo sem ágætt manni leiðist allavega ekk á meðan. En ég þyrfti samt að fá örfáa aukatíma í sólahringinn núna er það ekki alveg hægt?
En það er sem sagt allt á fullu í verkefnavinnu í skólanum og svo eru prófin bara alveg að koma, þannig að ekki veitir af að nota tíman sem er stundum erfitt, kemur fyrir að maður dettur aðeins niður í kæruleysið og leyfir sér að gera nákvamlega ekki neitt. Nú svo þarf maður að mæta í vinnuna og sinna múslinni en hún var einmitt heima í dag þar sem hún náði sér í einnhverja hita pest.
Á föstudagskvöldið var afmæli hjá Lindu sem er að vinna með mér, þar var svaka fínt, vorum fyrst heima hjá foreldrum hennar í mat og rauðvín og hvítvín veislu. Svo færðum við okkur heim til hennar og enduðum á barnum. Þar voru Sorin og Ellert að spila og svo tók við diskó, ekki var nú mikið af fólki í bænum en það var bara fámennt og góðmennt.
Á laugardagsmorgun var Kristín svo á sundnámskeiði og svo var ég á næturvöktum næstu 2 nætur.
Fyrir utan lærdóm og vinnu er svo margt að gerast á næstunni, planið er að fara að sjá Dubbeldush hjá Leikfélagi Akureyrar á sunnudagskvöldið. Svo helgina eftir er bara komið að frumsýningu hjá okkur í Leikfélagi Sauðárkróks ALLIR AÐ KOMA 'I LEIKHÚS
Þá er bara kominn sæluviku og þá hefst svo bara próflestur fyrsta prófið er 2 maí og svo er lokadjamm í sæluviku, bandalagsþing íslenskra leikfélaga verður haldið hér þessa helgi og er stefnan sett á að mæta allavega á laugardagskvöldið og í mat og ball á eftir, svo verður maður bara í einangrun fram til 9 maí en þá eru prófin búinn.
OG þá er komið vor og maður getur farið að gefa sér tíma ´til að sinna ljósmóðurstörfum í sveitinni, svo planast óðum inn á sumarið, útskrifarveislur, ættarmót og fl og fl.
En þar til næst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
1.4.2008 | 22:26
1 apríl!
Já það er 1 apríl og eflast margir búnir að hlaupa 1 apríl en ekk ég .
Ég náði hins vegar að láta eina samstarfskonu mína gera það, bara gaman af því.
En ýmislegt sem ég er búin að afreka síðustu daga og ekkert samt april gabb t.d þetta:
- Það eru komnar nýjar myndir á barnaland síðuna.
- Skila skattaskýrslunni.
- Selja gamla bílinn minn.
- Kaupa nýrri bíl.
- Skila ritgerðinni minni.
- Koma mér á stað með næstu ritgerð.
- Undirbúa ættarmót og bandalagsþings.
- Taka annarpróf í Hjú 203.
- Senda matið í VIN.
Þannig að lífið er bara dásamlegt.
það er þétt skipaður mánuður framundan, vinna og svo er víst bara mánuður í að prófin byrji. 4 daga helgarfrí framundan bara rétt bráðum eftir svona 2 vaktir. Styttist í sauðburð í sveitinni, komin 3 lömb og Kristín Björg bíður spennt eftir að Kjamma sín komi með allavega 2 lömb.
En læt þetta nægja í bili þar til næst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.3.2008 | 03:17
Á næturvakt og þá er bloggað!
Já það er eins og blogg andinn vakni bara á næturvöktum, kanski bara besti tíminn þá. Enda sofa allir dollarnir mínir vært og rótt
En það er nú liðið eitthvað eins og c.a 2 vikur frá síðasta bloggi og ýmislegt gerst síðan þá þó svo að ég ætí nú ekki að fara rekja það í smáatriðum.
En páskarnir eru nýbúnir og voru bara fínir. Á skírdag var ég á morgunvakt og síðan borðuðum við mæðgur hjá Lillu frænku. Þar voru líka Fríða Björg og afmælisbarnið Kiddi frændi. Kristín Björg var hjá Lillu og Fríðu meðan ég var að vinna og Lilla sagði að það hefði verið skondið að hún hefði nú ekki viljað leggja sig þó að hún hefði verið pínu þreytt og fór að horfa á barnatíman svo var henni litið inn í herbergjið Lillu og kom furðlostinn til Lillu og sagði Lilla komdu og sjáðu það er sko kona sofandi í rúminu þínu, já ég veit það er Fríða Björg sagði Lilla nei hei það er sko fullorðin kona svaraði Kristín þá. Lilla sagði að svipurinn á henni hafi verið alveg óborganlegur.
Á föstudaginn sváfum við svo út, úff hvað það var notalegt en brunuðum svo rétt um hádegi til Akureyrar og hittum Bllu frænku og co og fórum svo í heimsókn til Deddu frænku en það var á páska planinu að ná að renna norður til hennar. Þegar við komum til baka fórum við svo á Ólafshús og hittum Ásdísi,Guðrúnu,Stínu,Guðnýju og svo voru allir krakkagemlingarnir líka. Hittum Eddu og Steina þar og kíktum svo til þeirra. Laugardagsmorgunin fór svo í ritgerð, síðan rétt fyrir 2 fórum við út í kirkju en það var verið að skíra litla prinsinn Öllu og Óskars og fékk hann nafnir Steinn Gunnar, Alla átti líka 30 ára afmæli þann dag. Til hamingju með daginn öll sömul. Það var svo skírnar og afmælisveisla.
Laugardagskvöldið var svo bara rólegt heima og vann í ritgerðinni ,já ég veit að ég sagði í síðasta bloggi að ég ætlaði ekki að ´gera ritgerð alla páskanna enda gerði það heldur ekki. En var í henni fram á miðjan sunnudag og fór svo í sveitina. Fékk góðan frið þar sem prinsessan lék sér og var hæstánægð maulandi páskaegg.
Á sunnudagskvöldið borðuðum við svo hjá mömmu og pabba og Jói Og Eva komu líka og fengum þetta fyrirtaks svínakjöt að borða. Svo var bara vinna á mánudag en skelltum okkur svo í sund með Öllu,Þorgrími, Guðbjörgu og Hrafnhildi.
Annars er ekkert fréttnæmt, nóg að gera í vinnunni og skólanum, er að halda áfram með næstu ritgerð sem er reyndar aðeins styttri en svo er annarpróf í hjúkrunarfræðinni núna um helgina þannig að það er nóg að gera.
Þar til næst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.3.2008 | 06:25
Næturvaktarblogg!
Já fékk skot um daginn að ég hefði verið á næturvakt og ekkert bloggað, best að láta það ekki gerast aftur. En ef við höldum áfram frá síðasta bloggi hefur prófið líklega bara verið stóra áskorunin allavega sigraðist ég á því og náði því og komst alveg sæmilega heil á geðsmunum frá því og ótrulega góð tilhugsun að þurfa ekki að lesa þetta efni til prófs í vor. Dóttir mín var reyndar svo elskuleg að gefa mér hjartalagaðan perludúk rétt áður en ég fór í prófið og sagði mér að taka hann með inn í prófið og þá mundi mér ganga rosa vel svona lukkugripur kanski hann hafi bara virkað.
En ritgerðasmíðin gengur ekkert hratt og verð ég að fara spýta í lófana því ég ætla helst ekki að eyða öllu páskafríinu í þetta en páskarnir nálgast vist ansi hratt. Vísindaferðin í borgina gekk bara vel og skoðuðum við heilan heilling fórum á Landakot, bráðamótttökuna í Fossvogi, barnaspítalan, Reykjalund, Eirberg og Hrafnistu. Þannig að það var nóg að gera.
Þetta var samt mjög fróðleg og skemmtileg ferð og gaman að hitta loksins kennara og nemendur sem maður er búin að vera með í faginu en sjá aldrei.
Eftir skoðunarferðina á miðvikudeginum fór ég svo að sækja Kristínu en hún var hjá Dagnýju,Guðmanni,Viktoríu og Antoni Orra á meðan, og var mikið stuð á skvísunum. við fórum svo í sund með Eddu og Elfu og þar var alveg snilldartæki sem ætti að vera til í öllum sundlaugum en þetta tæki vindur sundboli algjör snilld. Okkur var svo boðið í mat hjá Eddu og var Steini búin að elda þennan fína kjúlla. Á fimmtudeginum var Krístín Hjá Hafrúnu og hennar prinsum og ég hitti þau svo í smaralindinni þegar ég var búin þar sem Bent og Kristín höfðu fengið að fara í ævintýraland og þar var mikil gleði. Hittum avo Ásdísi og Sunnu og Elfu. Ég, Kristín Björg og Elfa fórum svo til Stínu og Önju og þar var líka Hafdís sem sínar stelpur þannig að þap var mikið stuð.
Á föstudeginum skrapp ég svo í Ikea og í kringluna með Sóleyju Stínu og Önju og var meðal annars að skoða rúm þar sem ég þarf virkilega að fara kaupa mér nýtt rúm já eða allavea nýja dýnu en ég komst nú samt ekki að neinni niðurstöðu hvað ég vill fyrir utanað vita að maður vill gott rúm fyir sem minnstan penning. Laugardagurinn fór í slæping sváfum út og vorum að slæpast hjá Þorleifi og Guðnýju, fórum svo aðeins i bæjarstúss og enduðum svo að taka´dót hjá Eddu sem átti að fara norður og fengum vöfflur og kakó, fór seinna á stað en ég ætlaði sem var svo sem ágætt þar sem að þá var hríðin á Holtavörðuheiðinni hætt og bara blíða en það haf'i verið hríð fyrr um daginn.
maður komst nátturlega ekki yfir að hitta alla já bara eins og ég var búin að spá fyrir um.
Í dag fór ég svo á Skilaboðaskjóðuna með Kristinu, Þorgrími og Öllu og var bara mjög gaman.
Kriatín lifði sig mikið inn í verkið á parti og var ansi gaman að fylgjast með henni.
Svo er nátturlega allt komið á fullan skrið hjá Leikfélaginu í villtu finna miljón?? þannig að nú er um að gera fyrir alla að drífa dig í leikhús í sæluvikunni.
En læt þetta nægja í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2009
- Desember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
vinir mínir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar