23.1.2007 | 21:11
Halló halló!
Það er alveg ótrulegt hvað tíminn líður hratt, þorrinn byrjaður og enn ein vikan byrjuð og janúar bara að vera búinn, annars átti ég bara rólega og afslappaða helgi, á föstudaginn var ég bara að snúast hér heima og fór svo og náði í Kristínu í leikskólan, við röltum svo í búðina og keyptum blóm handa Ella í tilefni bóndadagsins, svo vorum við bara í rólegheitunum heima, á laugardagsmorgunin þegar við vöknuðum var bara allt hvítt úti já mesti snjór sem við höfum bara séð hér, við skruppum aðeins í mollið og svo um kvöldið fylgtist ég með lögunum í söngvakeppninni en var nú ekki yfir mig hrifin, fannst kanski besta spekin koma frá Sylvíu Nótt þegar hún sagði að við ættum bara að velja leiðinlegasta lagið já það var ekki erfitt en vonandi verða næstu 16 lög betri. En svo á laugardagskvöldið kom þessa massa mikla rigning og snjórinn fór og rétt fyrir miðnætti var allt orðið autt en svo var allt orðið hvítt morgunin eftir og sá snjór er ennþá. Svo það er bara komin smá vetur í Svíaríki. Elli fór aðeins og kíkti á bæjarlífið um kvöldið en ég var bara heima í róleigheitunum og kveikti á kertum og átti smá minningarstund því að Binni föðurbróðir minn hefði orðið 70 ára þennan dag (20 januar) ef hann hefði lifað en hann lést snögglega í nóvember á síðasta ári. En minningin um góðan föðurbróðir lifir.
Vikan líður svo áfram og byggist upp á að mæta i skólan,sækja um vinnur og láta svo heimilisstörfin koma inn á milli, en ég er alltaf að sjá það betur og betur hvað sumt fólk er fyndið, já í alvöru talað á ég stundum bara bágt með mig í tímum, td í dag var ég í skólanum frá 12:30 til 15:30 þar að segja í 2 fögum og þetta er mikið til sama fólkið í þessum fögum og það er einn strákur í hópnum sem byrjar seinni tíman alltaf á því að gramsa og gramsa í töskunni sinni og þetta truflar kennaran svo ótrulega mikið, þetta er búið að vera svona alla tímana síðan ég byrjaði þannig að í dag spurði kennarinn gaurinn hvað hann væri að leita að og já þá var hann bara að leita að blöðum sem kennarinn hafði dreift í tímanum á undan, en við græddum á þessum því að kennarinn skrapp fram í pasunni og kom tilbaka með svona pappamöppur og gaf öllum eitt stykki og sagði svo við gaurinn að í næsta tíma þyrfti hann bara að kippa rauðu möppunni upp.
Annars er skólinn bara ágætur, reyndar finnst með sænsku tímarnir skemmtilegri en samhallskunskab tímarnir en það gæti svo sem breyst þegar við komumst yfir þennan politik kafla.
Annars styttist bara í að maður fari að koma á klakkan og er mér bara farið að hlakka til að hitta alla,skella sér á þorrablótið og halda upp á afmælið
Annars læt ég þetta nægja í bili knus og kossar frá Svíaríki Lulla
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2009
- Desember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
vinir mínir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (19.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.