Loksins blogg!!!!

Jæja það eru víst kominn svolítill langur tími frá síðasta bloggi. 

En allavega vorum við mæðgur sem sagt á Íslandi fórum þangað sem sagt 11 febrúar og komum tilbaka síðasta föstudag.

Sunnudagurinn fór nú bara eins og hann lagði sig í ferðalag við lögðum á stað með rútu til Stokkhólms klukkan 00:50 aðfaranótt sunnudags og komum inn til Stokkhólm um hálf 7 um morgunin, við sváfum nú  nánast alla leiðinna en vöknuðum rétt um 6, þá var skipt yfir i flugvallarútunna og vorum komnar á völlinn um 8, byrjaði þá að losa mig við töskunar og fórum svo bara í gegnum tollinn og hengum svo á vellinum þangað til kom að flugi en það var um 13:20, finnst samt ótrúlega merkilegt hvað það er ótrúlega léleg aðstaða fyrir börn á vellinum, það er nákvamlega ekkert um að vera ekki einu sinni kubbaborð eða videoherbergji en þetta eru hlutir sem eru komnir inn á annanhvorn veitingastað og verslanir, en við dunduðum okkur bara þarna, svo datt Kristinu nú í hug að skjótast í gegnum hurð sem var ætluð komufarþegum sem varð til þess að við mattum storma í gegnum tollinn aftur sem er nú bara orðinn heljar vinna týna upp síma, dvd spilarn og svo setja varasalv og tilheyrandi dót i pæastpoka. Síðan var flogið til Keflavíkur og þar tóku Þorleifur og Guðný á móti okkur og við brunuðum í bæinn og beint á Reykjavíkur flugvöll, þar hittum við pabba en hann var að útskrifafast af spítala og flugum við með honum norður, það var þvílík ókyrrð í loftinu og Kristinu fannst það afar skemmtilegt að litla flugvélin skyldi sko kunna að bomsa. Svo var brunað í sveitinna og skríðið fljótlega í háttinn þegar daman var búinn að taka einn sprett á Grána (sem er leikfanga hestur) gera Snældu kisu pínu æsta og renna niður kókómjólk.

Mánudagur:

Fór nú bara mest í leti, renndum í smá verslunar leiðangur í krókinn og kíktum í heimsókn til Öllu og Þorgríms en það var nú orðin mikil spenningur að hitta Þorgrím, þau voru voða glöð að hitta hvort annað og svo var bara farið í sveitina og Ingiríður kíkti á okkur og Tobías líka, hann var reyndar með okkur á króknum.

Þriðjudagur:

Skelltum við mæðgur okkur á Akureyri ásamt mömmu og var byrjað í Bónus og svo kíktum við á Billu og co og síðan fórum við að heimsækja Deddu ömmu systir á Kristnes.  Þannig að dagurinn leið hratt á Akureyrinni.

Miðvikudagur:

Var bara í róleg heitum í sveitinni, skrubbum aðeins í kaffi til Lillu frænsku og síðan var kíkt á búskapinn, Kristín þurfti svo að kíkja í fjárhúsin til að kíkja á Kjömmu sína ásamt öllum hinum kindunum og gaf þeim smá hey að borða.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og eg naði ekki að kveðja ikkur:(:( var bráluð :(

Ingiríður (IP-tala skráð) 1.3.2007 kl. 20:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband