Smá blogg!!

Jæja það er víst komin tími til að blogga smá en ekki nema rétt 2 mánuðir síðan síðast.

En allavega ætla ég svo sem ekkert að fara rekja það í löngu máli allt sem hefur skeð frá síðasta bloggi sem var frábært afmæli og þorrablót.

En síðan þá hefur margt gerst það helsta er flutningur til Íslands og að ég er farin að vinna aftur á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki. 

Ég er svona nánast búinn að vera vinna síðan ég kom heim, fékk reyndar páskafrí og á föstudaginn langa hittist vinarhópurinn og við borðuðum saman og fórum svo á djammið á barinn þar sem Herramenn og Spútnik spiluðu og var þetta vel heppnað kvöld í alla staði.

Svo er nátturlega mikið búið að vera gerast í sæluviku en maður komstnú ekki yfir að gera allt í henni frekar en fyrri daginn en skellti mér að sjálfsögðu á leiksýninguna sex i sveit hjá Leikfélagi Sauðárkróks sem er snilldin ener reyndar buinn að vera vinna í miðasölunni líka.

Svo fór ég á dægurlagahátiðina sem var líka snilldin ein  og ball á eftir með Von og Geira.

Laugardaginn 5 maí var svo biðin loks á enda en þá brunaði ég í bæinn til að sækja músluna mína Kristínu Björgu en ég flaug heim 23 mars þannig að þetta var orðin ansi langur tími.

En allavega læt ég þetta nægja i bili alla skella mér í sveitina í að gefa og kíkja á sauðburðinn.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

BÍDDU BÍDDU  ertu flutt heim aftur....?

endilega láttu heyra í þér.. Kv. Bauninn Heiða

heidagella (IP-tala skráð) 13.5.2007 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband