Og það fannst tími til að blogga!!!

Já það fannst tími til að blogga en ástæða fyrir bloggleysi er fyrst og fremst tíma leysi því nóg hefur verið að gera.

Það sem nátturlega stóð upp úr í maí mánuði var að múslan mín Kristín Björg kom heim, ég var sko búin að vera þokkalega vængbrotin að hafa hana ekki hjá mér.

Svo hitti ég Þórunni og co en þau voru í heimsókn á klakanum en þau búa í Baunalandinu.

Maí mánuður fór fyrst og fremst í vinnu, er búinn að vera í 100 % vinnu á sjúkrahúsinu  að hugsa um dollanna mína  þar og svo var ég bóndi og ljósmóðir í hluta starfi.   Þannig að það er búið að vera nóg að gera.  Kristín Björg er búin að vera feikna dugleg í fjárhúsunum og finnst bara alveg frábært að fá að vera þar.  Gullkornin hafa runnið upp úr henni þar meðal annars þegar ein kindin var að fara að bera, rétt farið að sjást í snoppu kom hún á fullri ferð og bað mig um að koma strax að bjarga því að lambið væri bara fast í rassinum.  Nú svo var hún komin með alveg sérstakt kerfi á því hvernig hún kæmist framhjá þeim rollunum sem stanga.

Svo erum við búin að skella okkur í nokkrar sundferðir, fórum meðal annars í dag með Öllu,Þorgrími og Fríðu Björgu.

Kristín Björg er svo byrjuð á leikskóla, var að klára aðlögun í dag sem er búin að ganga rosa vel, en leikskólinn hennar heitir Furukot.  Hún er alveg himinsæl að vera komin á leikskóla aftur og sérstaklega með að vera bæði á sama leikskóla og Þorgrímur og sömu deild líka sem heitir Undraland.

Nú svo voru kosningar og eurovison á maí  en ég verð nú að segja að úrslitin þar fóru nú ekki alveg nógu vel, hefði viljað sjá bæði annað lag vinna í eurovision og sjá Eirik komast lengra, því að mér fannst þetta bara hið fínasta lag og flott hjá kauða, finnst lagið reyndar skemmtilegra á íslensku en ensku en svona er þetta bara en það var líka bara fúlt hvað var mikið austurlanda .....lykt af þessu.

Ragna Rós var með smá vinnu djamm partý því að hún er að hætta og flytja í mosó, þannig að við fórum nokkrar í sveitina til hennar á kosningar eurovison kvöldið, við Linda kiktum svo á djammið aðeins fórum í framsóknarhúsið,kaffi krók,jarlstofu og barinn og þar sem ég var búin að gefa loforð um segja engum frá einu bara blogga um það verð ég bara að láta flagga hér:

Að sjálfur  Björninn ( betur þekktur sem B..s.. T... lét sjá sig í Framóknarhúsinu en hann tengir sig víst ekki við þann flokk haha.

Til að vita meira verðið þig bara að spyrjast fyrir hjá mér haha.

Nú kosningar fóru bara svona eins og þær fóru, hefði viljað sjá margt annað þar, hefði fyrst og fremst viljað sjá fleira af norðurlandsvestra fólki fara inn,  því að mér finnst þetta svæði alveg fáranlega stórt, eigum voða lítið sameiginlegt með vestfjörðum og Akranesi.  En það verður gaman að sjá hvort og hvað verður staðið við af öllum kosningalofunum.

Smá könnun!!!!!

HELDUR ÞÚ AÐ RÍKISSTJÓRNI HALDI NÆSTU 4 ÁR EÐA PUMM SPRINGI??

Endilega svarið í athugasemd.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband