5.6.2007 | 01:02
Sjómannadagstjútt!!!
Já á laugardagskvöldið var sjómannahófið og þar var sko aldeilis fjör, bara sorglegt fyrir ykkur sem fóruð ekki að hafa misst af þessu.
Við fórum 10 saman ég,Elfa, Óskar,Alla, Þórey,Gísli, Sigurlaug,Kjartan,Tobbi og Adda. Hittumst heima hjá Þórey og Gísla í smá upphitun og var von kvöldsins að veislustjórinn þessa hófs myndi standa sig betur en hófsins í fyrra og það klikkaði svo ekki því að Björgvin Frans var sko bara snillingur jafn góður og sá í fyrra var ekki að standa sig. Borð haldið var mjög fjörugt, góður matur og góð skemmtiatriði bæði á sviðinu og innan borðs.
Punktar frá skemmtiatriði á sviði:
Björgvin Frans fór á kostum og skemmti þrælvel, var með góða stjórn á salnum, var bara mjög fyndin og fór hreinlega á kostum í lokaatriði þar sem hann sýndi miki tilþrif í eftirhermum á Jónsa,Birgittu,Geir Ólafs, Eivör og fleirum.
X faktor keppni þar sem voru hvað 4 lið eða 5, úrslitin gleymtust reyndar en það er sko alveg klárt að ship og hoj hópurinn vann eða hvað????já ekki spurningin.
Raggi Bjarna og Óskar Páll voru góðir og í stuði og ég og Alla tókum nú líklegast lagið með Ragga Bjarna. Það var nú bara fínasta fjör að tjútta með kallinum enda er Raggi bara töffari og þetta var nú bara fyndið erum meiri segja búnar að fá comment frá gestum bæði á ballinu og eftir það.
Meðal annars að þetta hefði nú bara verið svo flott hjá okkur að það hefði bara verið eins og við værum vanar hahaha, flott atriði, flott skemmtun, hvort við værum systur og fl þetta var sko ekki æft og það er sko eiginlega Gísla Konn að kenna að mér datt þetta í hug, Alla vissi nú ekkert hvað var um að vera fyrr en á leiðinni upp á svið en ég átti nú von á að restin af stelpunum myndu koma okkur hmmmm Elfa,Þórey,Sigurlaug,Adda hvar voruð þið??? veit reyndar hvar þið voruð en hvað átti það að þýða að koma ekki með???
En svona smá nánari útskýring var innanborðs humor i gangi með að ég var að reyna vinna í því að koma Gísla Konn á svið því honum fannst það svo gaman þegar hann fékk kaðal verlaunin i fyrra, sérstaklega þar sem við Alla stóðum okkur fegna vel i salnum sem stuðningslið, hann sagði að Kjartan ætti að fara því hann ætlaði ekki að fara upp á svið að syngja, svo var þetta komið út í það að Kjartan myndi syngja gætum við fengið að heyra eitthvað íslenkst og Gísli að dansa með og ég kallaði meðal annars á Björgvin veislustjóra og sagði honum frá að þessum 2 langaði svolítið að koma með atriði já ég veit ég er smá púki ekki mikill, en þeir þorðu ekki.
Svo bað Raggi 3 stelpur um að koma og Gisli kom með einnhver comment á að ég ætti að drífa mig þannig að ég sá að það borgaði sig frekar að lata sig vaða heldur en að klikka þannig að staðan er 1-0 fyrir okkur Öllu.
Svo var frábært ball með Von á eftir og verð ég að segja að Ingiríður þú ert nú bara apaköttur haha.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2009
- Desember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
vinir mínir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hva barinn um helgina HAHA
ingiríður (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 19:29
En ekki draga úr því, Kjartan fór sko sannarlega upp á svið að syngja - en það var á ballinu.
Elfa (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 20:16
Djöfullinn að missa af þessu, hefur greinilega verið feiknalegt stuð!
Sóley (IP-tala skráð) 5.6.2007 kl. 22:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.