13.6.2007 | 09:16
Austfirðir!!
Já síðustu helgi skelltum við Kristín Björg okkur í smá ferðalag á austfirðina, ástaða ferðalagsins var reyndar ekki alveg sú skemmtlegasta en ég var að fara á jarðaför afa. Við urðum samferða Gróu sem ég er að vinna með þar sem hún var einnig að fara á jarðaför austur. Við brunuðum á stað og keyrðum í einum rykk til Egilstaða, tókum stopp þar til að teygja úr okkur og ákváðum að kaupa ís sem gekk reyndar pínu brösulega sökum frekar tregs starfsfólkið sem fól í sér punkta eins og þessa
- þegar viðskiptavinur kemur að afgreiðsluborði óskar hann eftir afgreiðslu.
- það er stærðar munur á barnaís og ungbarnaís
- stærð ísar á líka að fara eftir verði.
- Feikilegt mál og þurfti alveg 3 starfsmenn til að redda kúlu ís því Kristin vildi frekar svoleiðis en vélar ís. Því þau kunnu ekki á svoleiðis ís sem var samt þarna til sölu.
- Ef viðskiptavinur spyr um eitthvað í þessu tilfelli hvort það sé blómabúð á staðnum þá er skemmtilegra að afgreiðslumaður geti svarað en samtali var á þessa leið
- Ég: Veistu hvar blómabúðin er hér á Egilsstöðum
- Starfsmaður: ég veit það ekki
- Ég : Helduru að það sé einnhver að vinna hér sem veit það
- Starfsmaður ; Já 0rugglega
- Ég: Gæturu athugað það
- Starfsmaður : já já
Sami starfsmaður fór svo beint til annars starfsmann en fór líka beint í það að tala um hvað ætti að gera eftir vinnu. En þetta bjargaðist samt þar sem að einn viðskiptavinur kom til okkar og sagði okkur hvar blómabúð væri að finna.
Leiðin lá svo áfram á Eskifjörð og fór ég þá beint til ömmuog svo á kistulagninguna, Kristín skemmti sér hið besta heima hjá ömmu á meðan en tendaforeldrar Njólu frænku pössuðu hana og 2 frænkur til viðbótar á meðan. Við hittumst svo öll heima hjá Andresi og Svönu i pizzuveislu en svo fórum við systkinabörnin til Guðlaugar frænku og co en partur af okkur gisti hja henni og partur í húsinu hliðin á henni, á laugardeginum fórum ég,Sindri,Alla og Guðlaug í smá göngu með börnin og svo var farið að gera sig klárt fyrir jarðaförina, Aftur tóktengdamamma Njólu að sér barnabarnabörnin en þau komu svo í kaffið. Athöfnin var mjög falleg og fór fram í blíðskapaveðri. Það var mikið stuð hjá krökkunum að geta hlaupið úti og svona rétt að það væri tími til að koma inn að drekka, þegar við vorum rétt að koma að borðinu stoppaði mig einnhver til að spjalla en Kristin hafði sko ekki tíma í að bíða heldur pikkaði bara í konu við borðið og sagði ég vil bara svona og svona köku og bendi á ákveðnar tegundir, konan svaraði já á eg að hjálpa þér, já takk svaraði Kristin, hvar er diskurinn þinn sagði konan, Kristín; hann er sko bara þarna og bendi á staflan við enda borðsins.Já hún bjargar sér sko þessi elska.
Eftir kaffið fórum við svo heim til ömmu og svo fórum eg,Kristin Björg, Alla,Egill,Teitur,Sólrún,Kristin,Eiki og Andres í smá siglingu á nýja hraðbátnum Andrésar og fórum yfir á Reyðarfjörð en þar var mikið alvershátið, settumst á kaffi hús þarna og manni hrinlega brá bara ef maður heyrði íslensku. Svo um kvöldið vorum við bara í roleg heitum heima hjá Guðlaugu og co.
Sunnudagurinn fór svo í að koma sér heim. Við Gróa fengum mýsjokk hjá Reykjahlíð, við erum að tala um að það eru heilu skýstrokarnir af þessu ógeð, við höfðum allavega ekki lýst á að borða nestið okkar þarna sökum hættu á að fá of marga aukabita.
Svo er bara vinna og aftur vinna framundan en vonandi heldur góða veðrið áfram að vera hérna.
Það var rjómablíða hér í gær sem við misstum hreinlega af þar sem Kristin tók upp á því að fá gubbupest en það er sem betur fer búið og hún fór spræk á leikskólan í morgun.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2009
- Desember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
vinir mínir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gott að gubbupestin er liðin hjá ! Verst að þið misstuð af frábærri sundferð, en þið eruð kannski ekki eins rauðar fyrir vikið - en það erum við ;0)
Þórey (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 22:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.