17.8.2007 | 04:23
vinnudjamm og Dalvík!!
Já við skelltum okkur nokkur úr vinnunni út borða svona til að hittast aðeins utan vinnu þar sem að sumarafleysingin er óðum að hverfa burtu þessa daganna. Niðurstaða skemmtilegs kvöld er að hvítvín gerir mann kolruglaðan en við sem voru þarna vorum ég,Hrafnhildur,IngaRósa,Gróa,Sunna,Sirrý og Pétur. Við fengum alveg super góðan humar að borða og drukkum hvítvín með, umræðurnar voru ansi skrautlegar og verður ekki farið nánar út í það, en þið sem ekki komuð misstuð sko af miklu. Við fórum svo heim til Ingu Rósu á eftir.
Síðustu helgi fórum við Kristín Björg á fiskidaginn mikla, fórum á föstudagskvöldi og komum tilbaka á sunnudeginum, á föstudeginum röltum við aðeins í bænum með Inga,Öllu og Fríðu Björg, á laugardeginum vorum við mest á höfninni, Kristín skemmti ser hið besta fór á hestbak og í svala kastalan og kiktum svo á róluvöll með Fríðu Björgu svona til að hvíla okkur aðeins á allri mannþrönginni, fórum svo aftur niður á höfn fengum okkur meira að borða og fórum svo í útileikhús á Dýrunum í Hálsaskógi, fórum svo upp í húsbíl til mömmu og pabba og svo aftur á röltið kíktum á tjaldstæðið þar sem Gummi og Marsy og dætur og þeiira fjölskyldur voru og fórum svo á bryggjusönginn og flugeldasýninguna. Á sunnudeginum fórum við snemma á stað heim, fórum með Óskar,Öllu og Þorgrími í sund í Varmahlíð.
Svo styttist i 4 ára afmælið hjá skvísunni og það er komin talsverður spenningur.
Annars stefnir bara í rólega helgi enda næturvinnu helgi framundan.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2009
- Desember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
vinir mínir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
humarinn var snilld!
vildi bara að ég hefði ekki verið að vinna og í prófum og allt þetta bull svo ég hefði getað hrunið í það með ykkur. er enn ekki alveg að ná þessu með smjörið samt... inga undarlega.
bestu kveðjur af síðustu vaktinni minni í sumar! :)
sirrý (IP-tala skráð) 26.8.2007 kl. 03:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.