19.10.2006 | 17:39
Heimsókn frá Íslandi!!!
Óskar, Alla og Þorgrímur Svavar skelltu sér hingað til okkar helgina 4-8 október, það var nátturlega bara frábært að fá þau og vonum bara að þau komi sem fyrst aftur. Þau flugu sem sagt til Köben á miðvikudegi og komu yfir með rútu inn í Gautaborg og þangað náðum við Kristín svo í þau en auðvitað þurfti snillingurinn ég að villtast inn í Gautaborg og voru þau sem sagt löngu mætt þegar ég loksins mætti ég, en ég sem stoppaði í Ikea og það er aðeins krókur útaf vegi 45 sem liggur annars beint í Gautaborg og tók sem sagt E6 frá Ikea til Gautaborg og lendi í umferðateppu og var því ansi tæp á tíma og svo alltof tæp eftir að ég villtist líka þar sem ég kom inn í Gautaborg á einnhverjum allt öðrum stað en ég er vön en ég hringdi bara heim og Elli bjargaði okkur með því að opna kort inn í tölvunni og lesa okkur inn á réttan stað en allt er gott sem endar vel og var voða gaman að hitta þau loksins og gaman að sjá viðbrögðin hjá púkunum, Kristín var orðin mikið spennt á leiðinni og svo þegar hún sá Þorgrím skrækti hún bara Þorgrímur Þorgrímur, svo þóttust þau vera pínu feimin en urðu svo bara sömu samlokurnar eins og vanalega. Svo var bara spjallað þegar heim var komið.
Á fimmtudeginum vorum við bara í rólegheitum, kíktum smá útsýnisrúnt og kíktum í heimsókn á leikskólan Kristínar en það var eitt að því sem Kristín var alveg með á hreinu að fara með Þorgrím á leikskólan sinn. Á föstudaginn förum við svo inn í Gautaborg og ætluðum að fara i tívoli en þá var það lokað argg ruglaði planið okkar alveg, en við röltum bara um í borginni í staðinn og fengum okkur að borða og fórum svo heim að spila og auðvitað var nokkrum góðum drykkjum gerð skil með.
Á laugardaginn tókum við Alla daginn snemma og fórum í mollið ég meina allar konur verða nú að versla öðru hverju en við vorum nú bara furðu stilltar hehe. En svo tókum við bílaleigurútu sem sagt 9 manna bílaleigubíl og brunuðum aftur inn í Gautaborg og fórum í tivoli og það var alveg feikilegt stuð nú svo var brunað heim og fórum svo út að borða á einn af uppáhöldstöðunum okkar þar sem þetta var síðasta kvöldið. Elli ætlaði svo að keyra þeim um morgunin en rútan fór frá Gautaborg klukkan 7 og því var ræs um fimmleytið en Kristín glaðvaknaði ætlaði sko að fara með að keyra Þorgrími sínum þannig að við fórum öll. En helgin í allastaði skemmtileg og frábært að fá þau.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2009
- Desember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
vinir mínir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.