Næturvaktarblogg!

Já fékk skot um daginn að ég hefði verið á næturvakt og ekkert bloggað, best að láta það ekki gerast aftur.  En ef við höldum áfram frá síðasta bloggi hefur prófið líklega bara verið stóra áskorunin allavega sigraðist ég á því og náði því og komst alveg sæmilega heil á geðsmunum frá því og ótrulega góð tilhugsun að þurfa ekki að lesa þetta efni til prófs í vor.  Dóttir mín var reyndar svo elskuleg að gefa mér hjartalagaðan perludúk rétt áður en ég fór í prófið og sagði mér að taka hann með inn í prófið og þá mundi mér ganga rosa vel svona lukkugripur kanski hann hafi bara virkað.

En ritgerðasmíðin gengur ekkert hratt og verð ég að fara spýta í lófana því ég ætla helst ekki að eyða öllu páskafríinu í þetta en páskarnir nálgast vist ansi hratt.  Vísindaferðin í borgina gekk bara vel og skoðuðum við heilan heilling fórum á Landakot, bráðamótttökuna í Fossvogi, barnaspítalan, Reykjalund, Eirberg og Hrafnistu.  Þannig að það var nóg að gera. 

Þetta var samt mjög fróðleg og skemmtileg ferð og gaman að hitta loksins kennara og nemendur  sem maður er búin að vera með í faginu en sjá aldrei.

Eftir skoðunarferðina á miðvikudeginum fór ég svo að sækja Kristínu en hún var hjá Dagnýju,Guðmanni,Viktoríu og Antoni Orra á meðan, og var mikið stuð á skvísunum.  við  fórum svo í sund með Eddu og Elfu og þar var alveg snilldartæki sem ætti að vera til í öllum sundlaugum en þetta tæki vindur sundboli algjör snilld.  Okkur var svo boðið í mat hjá Eddu og var Steini búin að elda þennan fína kjúlla.  Á fimmtudeginum var Krístín Hjá Hafrúnu og hennar prinsum og ég hitti þau svo í smaralindinni þegar ég var búin þar sem Bent og Kristín höfðu fengið að fara í ævintýraland og þar var mikil gleði.  Hittum avo Ásdísi og Sunnu og Elfu.  Ég, Kristín Björg og Elfa fórum svo til Stínu og Önju og þar var líka Hafdís sem sínar stelpur þannig að þap var mikið stuð. 

Á föstudeginum skrapp ég svo í Ikea og í kringluna með Sóleyju Stínu og Önju og var meðal annars að skoða rúm þar sem ég þarf virkilega að fara kaupa mér nýtt rúm já eða allavea nýja dýnu en ég komst nú samt ekki að neinni niðurstöðu hvað ég vill fyrir utanað vita að maður vill gott rúm fyir sem minnstan penning.  Laugardagurinn fór í slæping sváfum út og vorum að slæpast hjá Þorleifi og Guðnýju, fórum svo aðeins i bæjarstúss og enduðum svo að taka´dót hjá  Eddu sem átti að fara norður og fengum vöfflur og kakó, fór seinna á stað en ég ætlaði sem var svo sem ágætt þar sem að þá var hríðin á Holtavörðuheiðinni hætt og bara blíða en það haf'i verið hríð fyrr um daginn.

maður komst nátturlega ekki yfir að hitta alla já bara eins og ég var búin að spá fyrir um.

Í dag fór ég svo á Skilaboðaskjóðuna með Kristinu, Þorgrími og Öllu og var bara mjög gaman. 

Kriatín lifði sig mikið inn í verkið á parti og var ansi gaman að fylgjast með henni. 

 Svo er nátturlega allt komið á fullan skrið hjá Leikfélaginu í villtu finna miljón?? þannig að nú er um að gera fyrir alla að drífa dig í leikhús í sæluvikunni.

En læt þetta nægja í bili

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú gott að einhver hlustar á mann og drífur í því að blogga ;0) Og já er líka búin að fara á skilaboðaskjóðuna og fannst mjög gaman, þið þessi vönu megið bara hafa ykkur öll við til að standa ykkur betur með ykkar stykki.  Mér fannst krakkarnir bara mjög flottir og sviðsmyndin þrælflott.

Þórey (IP-tala skráð) 13.3.2008 kl. 23:35

2 Smámynd: Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir

Það er alveg rétt það var mjög flott leikmynd og fullt að skemmtilegum leikurunum.  Við þessum vönu bjóðum þennan hóp bara velkomin til okkar og þá verður okkar hóður ennþá betri  ekki satt?

Kv Lulla

Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, 14.3.2008 kl. 02:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband