27.3.2008 | 03:17
Á næturvakt og þá er bloggað!
Já það er eins og blogg andinn vakni bara á næturvöktum, kanski bara besti tíminn þá. Enda sofa allir dollarnir mínir vært og rótt
En það er nú liðið eitthvað eins og c.a 2 vikur frá síðasta bloggi og ýmislegt gerst síðan þá þó svo að ég ætí nú ekki að fara rekja það í smáatriðum.
En páskarnir eru nýbúnir og voru bara fínir. Á skírdag var ég á morgunvakt og síðan borðuðum við mæðgur hjá Lillu frænku. Þar voru líka Fríða Björg og afmælisbarnið Kiddi frændi. Kristín Björg var hjá Lillu og Fríðu meðan ég var að vinna og Lilla sagði að það hefði verið skondið að hún hefði nú ekki viljað leggja sig þó að hún hefði verið pínu þreytt og fór að horfa á barnatíman svo var henni litið inn í herbergjið Lillu og kom furðlostinn til Lillu og sagði Lilla komdu og sjáðu það er sko kona sofandi í rúminu þínu, já ég veit það er Fríða Björg sagði Lilla nei hei það er sko fullorðin kona svaraði Kristín þá. Lilla sagði að svipurinn á henni hafi verið alveg óborganlegur.
Á föstudaginn sváfum við svo út, úff hvað það var notalegt en brunuðum svo rétt um hádegi til Akureyrar og hittum Bllu frænku og co og fórum svo í heimsókn til Deddu frænku en það var á páska planinu að ná að renna norður til hennar. Þegar við komum til baka fórum við svo á Ólafshús og hittum Ásdísi,Guðrúnu,Stínu,Guðnýju og svo voru allir krakkagemlingarnir líka. Hittum Eddu og Steina þar og kíktum svo til þeirra. Laugardagsmorgunin fór svo í ritgerð, síðan rétt fyrir 2 fórum við út í kirkju en það var verið að skíra litla prinsinn Öllu og Óskars og fékk hann nafnir Steinn Gunnar, Alla átti líka 30 ára afmæli þann dag. Til hamingju með daginn öll sömul. Það var svo skírnar og afmælisveisla.
Laugardagskvöldið var svo bara rólegt heima og vann í ritgerðinni ,já ég veit að ég sagði í síðasta bloggi að ég ætlaði ekki að ´gera ritgerð alla páskanna enda gerði það heldur ekki. En var í henni fram á miðjan sunnudag og fór svo í sveitina. Fékk góðan frið þar sem prinsessan lék sér og var hæstánægð maulandi páskaegg.
Á sunnudagskvöldið borðuðum við svo hjá mömmu og pabba og Jói Og Eva komu líka og fengum þetta fyrirtaks svínakjöt að borða. Svo var bara vinna á mánudag en skelltum okkur svo í sund með Öllu,Þorgrími, Guðbjörgu og Hrafnhildi.
Annars er ekkert fréttnæmt, nóg að gera í vinnunni og skólanum, er að halda áfram með næstu ritgerð sem er reyndar aðeins styttri en svo er annarpróf í hjúkrunarfræðinni núna um helgina þannig að það er nóg að gera.
Þar til næst
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2009
- Desember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
vinir mínir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Um að gera að blogga oftar og koma með smáatriðin
Gunna Stína (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 12:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.