28.10.2006 | 16:58
Komin tími til að blogga!!
Já það er víst komin tími til að blogga smá, annars gengur lífið hér sinn vana gang.
Vinna hjá Ella og Kristín á leikskólanum og ég í skólanum.
Frítíminn minn hefur svo aðalega farið í að vesenast og fylla út pappíra sem merktir eru Alfakassinn því að eitthvað virðist hafa klikkað á Klakanum þannig að það sem átti ekki að vera neitt mál er bara heilmikið mál pappírs og tíma vinna.
Ef ég byrja aðeins frá byrjun þá er málið svoleiðis að ég sagði upp vinnunni heima vegna þess að ég var að flytja út,vegna þess að Elli fékk vinnu hér og þar að leiðandi fékk ég atvinnuleysisbætur í 3 mánuði frá Íslandi. Svo eftir þessa 3 mánuði átti Svíþjóð að taka við og eftir því sem ég var búin að fá upplýsingar bæði á Íslandi og hér átti það ekki að vera neitt mál að skipta þar sm að þetta var innan norðanlanda og einnhvert samningur á milli landanna og framvegis en nú er mánuður síðan þessir 3 mánuðir líðu og ég ekki ekki ennþá komin inn í Alfakassan en það er nafnið á kerfinu hér og ekki komin með vinnu (annars væri ég nú ekki að þessu) En það virðist vera sem að eitthvað hafi klikkað með það að Ísland sendi pappíra hingað út í sambandi við það að ég er að flytja réttinn minn og þar að leiðandi er ég búinn að þurfa að senda inn fullt af pappírum og fá mákonu Ella til að tala við þá í síma því að ég er nú ekki alveg orðin svo sleip í sænskunni og var að senda inn vonandi síðustu pappíranna í siðustu viku og fæ vonandi jákvætt svar að komast inn í þennan Alfakassa í næstu viku, nú ef ekki þá verð ég líka alveg endanlega brjáluð.
Annars er ég að fara á fullt í atvinnuleit, pantaði viðtal og er búin í því hjá einnhverji konu sem á að vera minn aðstoðarmaður í atvinnuleit og fékk góðar upplýsingar hjá henni en ég var oft búin að spyrja á skrifstofunni og fékk alltaf það svar að það væri betra að klára skólan fyrst og fara svo að finna vinnu því að maður verður jú að hafa kunnáttu í sænskuu, sem er svo sem allt í lagi ef ég fæ atvinnuleysisbætur á meðan en hér á maður að fá þær þó svo að ég sé að lesa sænsku því ég er að læra hana jú til að geta fengið vinnu. En hef ekki fengið neinar atvinnuleysisbætur síðan að þessir 3 manuðir kláruðust og Ísland hætti að borga.
En núna er ég komin í C grubbu í sænskunám og þegar ég sagði konunni það í viðtalinu á atvinnuleysisskrifstofunni sagði hún að þá væri í lagi að fara setja mig inn hér og finna vinnu.
En grubburnar skiptast í a b c og d og er a fyrir byrjendur en ég var flutt strax í b og er nú komin í c og fæ þar að leiðandi góðkennt frá kennarnum að mega taka lokapróf í desember, en reglurnar eru þannig að kennarinn þarf að góðkenna það að maður megi fara i prófið og nemandi þarf að sína vissan árangur og ef maður nær svo lokaprófinu fær maður skjal frá skólanum sem er gott að hafa til með í atvinnuviðtöl en ég ætla nú reyndar að fara að byrja og fara bara sjálf ef ekki mjög mikla trú á þessari atvinnuleysirskrifstofu eftir samskipti mín við þau síðustu 3 mánuði en þó voru þó nokkur í sambandi við allt þetta pappírsflóð sem fylgir því að fá atvinnuleysis bætur frá Íslandi og svo að færast yfir sem er nú ekki ennþá komið eins og áður hefur komið fram. Sé eftir að hafa hlustast á þá og vera ekki löngu farin að leita að fullun krafti hef svo sem verið að skoða.
En þett kemur nú allt í ljós fljótlega allavega er ég búin að semja bréf og ferilskrá á sænsku þannig að nú er bara að skunda á stað er að bíða eftir meðmælendabréfi frá Olis og pappir frá námskeiðum sem ég tók heima.
Bestu kveðjur í bili Lulla
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2009
- Desember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
vinir mínir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.