Tíminn líður hratt...

Já tíminn hann hreinlega æðir áfram þessa daganna.  Sem er svo sem ágætt manni leiðist allavega ekk á meðan.  En ég þyrfti samt að fá örfáa aukatíma í sólahringinn núna er það ekki alveg hægt?

En það er sem sagt allt á fullu í verkefnavinnu í skólanum og svo eru prófin bara alveg að koma, þannig að ekki veitir af að nota tíman sem er stundum erfitt, kemur fyrir að maður dettur aðeins niður í kæruleysið og leyfir sér að gera nákvamlega ekki neitt.  Nú svo þarf maður að mæta í vinnuna og sinna múslinni en hún var einmitt heima í dag þar sem hún náði sér í einnhverja hita pest.

Á föstudagskvöldið var afmæli hjá Lindu sem er að vinna með mér, þar var svaka fínt, vorum fyrst heima hjá foreldrum hennar í mat og rauðvín og hvítvín veislu.  Svo færðum við okkur heim til hennar og enduðum á barnum.  Þar voru Sorin og Ellert að spila og svo tók við diskó, ekki var nú mikið af fólki í bænum en það var bara fámennt og góðmennt.

Á laugardagsmorgun var Kristín svo á sundnámskeiði og svo var ég á næturvöktum næstu 2 nætur.

Fyrir utan lærdóm og vinnu er svo margt að gerast á næstunni, planið er að fara að sjá Dubbeldush hjá Leikfélagi Akureyrar á sunnudagskvöldið.  Svo helgina eftir er bara komið að frumsýningu hjá okkur í Leikfélagi Sauðárkróks ALLIR AÐ KOMA 'I LEIKHÚS

Þá er bara kominn sæluviku og þá hefst svo bara próflestur fyrsta prófið er 2 maí og svo er lokadjamm í sæluviku, bandalagsþing íslenskra leikfélaga verður haldið hér þessa helgi og er stefnan sett á að mæta allavega á laugardagskvöldið og í mat og ball á eftir, svo verður maður bara í einangrun fram til 9 maí en þá eru prófin búinn.

OG þá er komið vor og maður getur farið að gefa sér tíma ´til að sinna ljósmóðurstörfum í sveitinni, svo planast óðum inn á sumarið, útskrifarveislur, ættarmót og fl og fl.

En þar til næst Wink


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já það myndi ég halda að það væri kominn tími á einangrun eftir allt þetta djamm!!

Gunna Stína (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 11:07

2 identicon

Hæ Gunna Stína !

já segðu!!! heldur að það veiti nokkuð af því eftir allt þetta

Annars er ég ánægð með þig hvað þú stendur þig vel sem athugasemdari á mörgum síðum en á ekki að mæta í Árgarð 3 maí???

Lulla (IP-tala skráð) 17.4.2008 kl. 11:02

3 identicon

Tja sko þú segir nokkuð!!! Það er próf 5.maí og ég veit ekki hvað kallinn verður duglegur að drífa sig með en.............sef á þessu þar til síðar :)

Gunna Stína (IP-tala skráð) 18.4.2008 kl. 22:17

4 identicon

Það eru alltaf sömu sukkplönin í sveitinni, annað en hérna í þurrkinum fyrir sunnan

Sóley (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 12:05

5 identicon

Jabbs Klói minn endalaus sukkplön haha en hvernig er það er ekki planið að skella sér bara úr þurrkinum og í sukkið í sveitinni??? Við Siva verðum í bana stuði í steinstaðahverfinu 3 maí

Lulla (IP-tala skráð) 22.4.2008 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband