Það er komin sýnishorn að vetri!!

Já nóvember heilsaði hér í Svíaríki þar að segja í okkar bæ frekar kaldur og með hvítri jörð. (norður Svíþjóð er á kafi í snjó)  Ég vaknaði um 9 við það að dóttir mín mætti galvösk inn í herbergi og tilkynnti mér að það væri komin dagur og hún vilti horfa á mynd, ég var svo sem alveg sátt við það  að fara að dröslast á fætur en leit svo út og prrrrr ég bara sá hvítt og vissi að það hlyti að vera kalt og allt í einu heillaði það rosa mikið að kúra aðeins lengur undir hlýrri sænginni, þannig að eg sagði Kristínu að koma með dvd ferðaspilaran og mynd og við skiltum bara horfa í mömmu og pabba holu sem við gerðum voða kósý.  Mér skilst samt að þetta eigi að standa stutt yfir.  En björgunarverk dagsins var að fara út og bjarga þvottinum inn sem var svolitið frosinn greyið.

Annars er það sem af er komið af þessu haustfríi búið að einkennast af leti, er reyndar að verða búinn að gera jólakortin, en það er smá tími eftir til að bæta úr því ekki það að smá leti er bara nauðsynleg ekki satt???

Bestu kveðjur í bili Lulla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband