GSM símar bjarga manni stundum!

Tók eftir því að ég var ekki búinn að setja þetta inn og verð einfaldlega að deila þessu með ykkur þetta var svo fyndið, veit samt að það verður ekki eins fyndið að lesa þetta eins og ef þið hefuð orðið vitni af þessu en enga síður, veit líka að það eru ekki allir með svona skrýtin humor og ég en vonandi einnhverjir.

 Allavega var þetta einn dag eftir skóla að ég ákvað að rölta aðeins í bæinn þar sem það var svo gott veður og settist á kaffihús (sat úti)og sat þar í mestu makindum og var að fylgjast með mannlífinu og sötra kaffið mitt.(Þeir sem þekkja mig vita að ég hreinlega dýrka að sitja bara og fylgjast með fólki) en svo tók ég eftir því að 2 ungir menn komu gangandi eftir götunni sem er svo sem ekkert merkilegt nema að þeir voru greinilega par sem er svo sem ekkert til að spá neitt sérstaklega í en klæðnaðurinn var ansi spes þeir voru sem sagt eins klæddir í glans jakkafötum og támjóum skóm annar í hvítu og hin í silfruðu (hafa kanski verið að láta pússa sig saman) en svo byrjaði gamanið þeir voru grenilega mjög ástfangnir og þurftu að vera í mikilli snertingu hvor við annan sem var aðeins og mikil þar sem sá silfraði steig með támjóna skónum sínum á þann hvítklædda sem gjörsamlega tókst á loft og lendi nánast hliðin á borðinni sem ég sat, svo kom sá silfurklæddi hljóðandi oh my god og kraup hjá honum og spurði hvort að það væri í lagi með hann og hvort fötin hefðu sloppið og fleira og ég fann að ég var gjörsamlega að springa úr hlátri og þegar ég leit á fólkið i kringum mig voru allir grafalvarlegir og þá fann ég nátturlega fyrir ennþá meiri þörf að hlægja og vissi að ég væri engan vegin við hæfi en ég var smt alveg að springa og kunni ekki við að standa upp þar sem þeir litlu turtildufurnar voru í vegi fyrir mér.  Þannig á þa datt mer í hug að taka upp síman og hringdi (bara til öryggis svo simin myndi nu ekki hringja ég er ekki ljóska)reyndar bara í þjónuver bankans og babblaði smá á íslensku og leyfði svo smá af hlátrinum að koma, heyrði svoáð konan á næsta borði spurði vinkonu sina hvort ég væri vrkilega að hlægja af þeim en hun svaraði nai auðvitað ekki hun er bara að tala í síman.Þannig að þarna bjargaði síminn mer alveg!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband