Nýtt blogg

Já ég ætlaði víst bara að vera í bloggverkfalli meðan ég væri í prófum en það er víst orðin smá tími síðan þau kláruðust.  En sem sagt skólinn búinn og það gekk bara vel í prófunum.  Náði öllu og er bara sátt við þær tölur sem komu í höfn.  Skólapásan verður reyndar ekki löng þar sem ég ætla að taka etthvað í sumarskólanum til að flýta fyrir.  Annars var Eva mágkona að útskrifast í dag, innilega til hamingju með það.

En það er búið að vera nóg að gera frá síðasta bloggi til að mynda í byrjun maí var haldið hér bandalagsþingið (Félag íslenskra leikfélaga)  og það var sko svakalegt stuð.

Ætla fljótlega að setja inn myndir og blogga smá um það.

Svo var nóg vinna í kringum leikritið okkar hjá LS og svo erum við mægður búnar að vera í sveitinni.

Svo er bara búið að vera vinna og meiri vinni og er einmitt að fara heim úr vinnunni núna er búin að vera hér síðan klukkan 18 i gær þannig að það er orðið alveg ágætt.

Fylgtist með júruvison í vinnunni og verð að segja að ég var nú ekki glöð með sigurvegaran en svona er það bara en enga síður fannst mér þetta rosa flott hjá íslenska hópnum og er mjög glöð að við vorum yfir bæði svíum og pólverjum sem að mér fannst frekar slappt en sjónræningarnir voru flottir sem og Danirnir og fleiri.

En þar til næst Lulla

pS verið nú dugleg að kvitta í gestabókina og comenta


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Loksins voru prófin búin hihi

Alltaf gaman að fylgjast með júróvision, margar ástæður í vikunni að hafa partý

Komdu svo fljótt aftur með blogg....Sóley er nefnilega að slappast í því

Gunna Stína (IP-tala skráð) 25.5.2008 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband