26.5.2008 | 03:19
Nyjar myndir!
Setti inn nýjar myndir af bandalagsdjamminu. Þetta var ótrúlega skemmtilegt djamm. Við fórum nokkur frá okkar Leikfélaginu en við höfðum aldrei komist á bandalagsþing þvi það hefur alltaf verið allt brjálað að gera í sæluvikustykki og engin haft tíma að fara í burtu. En þetta árið kom það bara til okkar. Ég,Siva og Guðrún gistum framfrá og byrjupum á að hafa okkur til að drekka smá fordrykk. Svo fórum við á Bakkaflöt og fengum alveg rosalega gott að borða og svo var skemtidagskrá. Kristján sparisjóðsstjori var veislustjóri og svo var Leikfélags Kópavogs og Leikfélag Hafnafjarðar með skemmtiariði, bæði mjög skemmtileg. Ármann og Toggi úr Ljótu hálfvitunum náði svo upp góðri stemmingu og í lok dagskrá var svo komið að leyngesti kvöldsins en það var sveiflukóngurinn Geirmundur og náði hann eins og honum er einum lagið svakalegri stemmingu og voru þarna konur á besta aldri sem voru hreinlega að missa sig yfir þessu. Við LS fólkið höfðum gaman af því að verða vitni að að einnhverjir úr hópnum voru að hringja til að láta vita að Geirmundur hefði sko komið og spilað. Gaman að þessu.
Svo var farið á ball í Árgarði á eftir með hljómsveit Geirmundar, svakalegt stuð þar. En það var líka svakalega gott að þurfa bara að trítla nokkur skref og geta farið að sofa. Við stöllur lendum reyndar í smá ævintýri þegar ein úr hópnum þurfti að finna herbergið okkar en ekki verður farið nánar út í það ævintýri hér. En eins og sést á myndunum var svakalegt stuð.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2009
- Desember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
vinir mínir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Greinilega dúndurstuð á bandalagsdjamminu sterkur leikur að fá hluta úr Ljótu hálvitunum mér finnst þeir BARA ÆÐI!! En Geirmundur sem leynigestur í Skagafirði er það ekki svolítið fyrirsjánlegt hehehe
Edda (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 14:27
Bara strax komið annað :D Það hefur verið svaka stuð hjá ykkur, kannski ekki furða svo skemmtilegt lið
Gunna Stína (IP-tala skráð) 26.5.2008 kl. 21:28
Hæ, hæ
Nú er ég að slæpast í vinnunni og komin á bloggrúnt. Þ.e.a.s. að lesa. Ég blogga bara þegar ég er heima hjá mér. Sem hefur ekki gerst neitt að ráði upp á síðkastið, svo ég þarf að fara að ná mér á strik við það...
Elfa (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 12:18
Halló!
Elfa drífa í því að vera heima hjá sér svo við fáum blogg. Edda ljótu hálfvtarnir eru snillingar er þeir voru svo sem ekki pantaðir heldur sátu þingið og það að fá Geirmund virkaði nefnilega, kanski verið of fyrirsjáanlegt til að fólki dytti það í hug því það svinvirkaði og kellurnar hreinlega misstu sig hehe
Lulla (IP-tala skráð) 30.5.2008 kl. 00:51
Geirmundur alltaf sami kvennaljóminn tíhí. Ég heimta söguna af herberginu þegar ég kem um helgina.
Sóley (IP-tala skráð) 3.6.2008 kl. 17:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.