Á allra vörum

er auðvitað frétt dagsins, ísbjarnar greyið sem að álpaðist óvart til byggða.  Hverki friður orðið nú til dags til að spóka sig í sólinni.  Skil nú ekkert í lögreglunni að eiga ekki hvítbjarnargildru í geymslunni hjá sér.  Hefði gjarnan viljað að björninn hefði nú fengið að lifa.  Hefði nú alveg verið hægt að gefa honum smá að borða meðan beðið var eftir deyfibyssunni enda dónalegt að bjóða ekki gestum sem koma í heimsókn í fjörðinn eitthvað æti en þá á ég auðvitað við að hægt hefði verið að skutla einnhverjum hræmat til hans en ekki eitthvað að forvitna fólkinu sem að var þarna.  Fyndið samt commentin um að ´það hefði átt að loka veginum því það á nú ekki að þurfa við svona aðstæður enda lét björninn þá sem voru á rúntinum alveg í friði, fór ekki að láta heyra í sér fyrr en liðið fór að fylgja honum eftir hefur örugglega haldið að þetta væri móttökunefndin.   

Fannst reyndar frekar fyndið líka að ég heyrði fyrst af þessu í útvarpinu frá manni sem sá hann fyrstur og byrjaði á því að hringja í útvarpið, held að löggan hefði verið fyrst á símalistanum mínum.  Það fannst hinsvegar einum vinnufélaga mínum undarlega og nefndi umhvefisráðuneytið verð að játa að mér hefði ekki dottið það einu sinni í hug held ég allavega.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband