Já sæll!

Eigum við að ræða þetta bloggleysi eitthvað??? Já endilega hef allavega ekki þá afsökun að ég hafi ekkert skemmtilegt að blogga um því það er búið að vera meira en nóg að skemmtilegum hlutum að gerast.

En ef við stiklum á stóru (segir maður ekki annars svoleiðis) frá síðasta bloggi þar sem ég var á leiðinna á Húnavöku.

Húnavaka 2008

Ég renndi yfir fjallið um 2 á laugardeginum og ótrúlegt en satt var engin ísbjarnarumferð á leiðinni hvorki á leið á Húnavöku eða í fjörðinn fagra.  Ég brunaði svo beint til Eddu og við ásamt Jónu skelltum okkur í miðbæinn og komum mátulega til að sjá vöðvabúntinn dilla sér við heyhey hóhó.  Einnig kíktum við á markaðinn.  Ég´keyrði Eddu og Steina svo á bekkjarmótskvöldverð hjá Steina og kíkti svo til Kýddyar frænku og co og sá litlu frænku Emilíu Kístínu í fyrsta skipti einnig voru Marsý og Gummi og Gugga og co líka á staðnum.  Edda og Steini komu svo þangað og við brunuðum upp á brekkuna í hvítvínsdrykkju mikla fyrir ball svo misstum við okkur svo í spjalli að við misstum af kvöldvökunni en það gerði nú ekkert til en svo var lagt á stað á ballið en þar voru Sálin og Mercedes club að spila.  Óli sem er maðurinn hennar Auðar systir Steina var svo góður að skutla okkur enda rigning og við frænkurnar erum nú ekkert að missa okkur í gleðinni yfir að láta rigningu rugla hárinu.

En ballið var mjög skemmtilegt verð nú að viðurkenna að mér finnst nú gömlu Sálarlögin mun  skemmtilegri en þau nýju allavega svona á balli þegar maður er í tjútt gírnum þannig að þegar voru búin að koma nokkur ný lög í röð þá ákvað ég að skella mér fremst að sviðinu kippti í buxna skálmina á Stebba og bað hann hvort að hann gæti ekki farið nokkur ár aftur í lagavali og sett svolitla Central Park stemmingu í húsið (Miðgarðsböll fyrir þá sem ekki skildu) og ég fékk bros og eftir smá stund var talið í sódóma, hey kanína og fleiri eðalsmelli.  Hitti fullt að fólki sem ég hef ekki hitt mjög lengi á þessu balli sem var mjög gaman.  Svo i hléi mættu vöðvabuntinn á svið og það var nú frekar fyndið.  Edda sagði við mig að við yrðum að fara fremt þegar þeir spiluðu hey hey hóhó sem við gerðum og ég fór í það að ryðja leiðina að sviðinu og fékk mér svo bara sæti þar og fylgtist með liðinu og það var frekar eða bara mjög áhugavert en sumir voru nú ekki alveg að höndla þessa stemmingu sem myndaðist þótt að áhuginn hefði verið mikil í upphafi. En heimferðin var afar skondin í gleði sinni yfir að fá far á ballið gleymdi Edda alveg að taka annan skófatnað með og fljótlega var ún komin úr skónum trítlandi á milli gæsaskítsklessna, ekki leist Steina vel á þetta og lét hana hafa sína skó og tók að valhoppa yfir gæsaskítin en við komumst þó heil heim þó svo að við værum ansi blaut því ekki virkaði nú  " leigubílaþjónustan" sem ég ´sló á þráðinn til.  Hann var reyndar veiðimörgæs en ekki leigubílstjóri.  Við snæddum svo eðalsamloku þegar heim til Eddu og Steina var komið og sunnudagurinn fór í eðal slökunar dag hjá okkur frænkum.  (Það var samt engin þynnka)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband