Leikfélagsskrall og ættarskrall!

Já helgina eftir Húnavöku þá vorum við í stjórn Leikfélagssins búin að plana það að hittast og flýta fyrir haustvinnunni með því að mála sviðið í Bifröst og fórum við í það föstudaginn 18 júli.  Það gekk bara mjög vel og vorum við ótrúlega stolt af okkur sjálfum þegar verkinu var lokið.  Við fengum okkur svo pizzu enda búin að brenna miklu og orðin svöng og svo var farið heim í sturtu og ákveðið að hittast heima hjá Vigni þar fórum við í teiknispilið  og að sjálfsögðu var leikið en ekki teiknað(við erum samt góðir teiknarar líka).  Þetta var hin besta skemmtun og mikið drukkið að allavega drykkjum  og svo var haldið á barinn og var þetta hin besta skemmtun hjá okkur í stjórninni enda er þetta góður hópur.  Svo er bara smá sumarfrí hjá okkur núna þar til að við förum á fullt í haustverkefnið.  Sjáumst hress og kát í leikhæusi í OKT.

Kvöldið eftir hittumst ég,Elfa,Kata,Edda,Steini,Kristinn og Tobías heima hjá Kötu og fengum þennan fína grillmat og með var drukkið rauðvín og hvítvín.  Þetta kvöld var tær snilld enda mjög langt síðan þessi hópur hefur náð að hittast öll saman en þetta var hópurnn sem rak kýrnar saman í sveitinni í gamla daga eins og Kata orðaði það.  Þurfum endilega að gera þetta oftar og hafa þá líka með þá sem komust ekki með núna.  Það var mikið hlegið og margt sem rifjaðist upp alltaf gott að rifja upp hvað maður átti góð ár sem krakkagormur.  Edda og Steini brunuðu svo á Blönduós, ég,Kiddi og Tobías kíktum á barinn en þar var sveiflukóngurinn að spila og það ver mikið stuð.  Veðrið var geggjað og við vorum lengi fyrir utan barinn eftir lokun.

Þrátt fyrir að hér sé búið að stikla á stóru í samkvæmistlífinu er einnig búið að vera nóg að gera í vinnunni líka.  Tók nokkrar vaktir á deild 1 sem er sjúkradeildin sem var mjög skemmtilegt að breyta til og svo er búið að vea nóg að gera í því að njóta veðurblíðunnar og fara í sund og út að labba og hitta vini og kunningja og bara njóta þess að vera til.

Kristín Björg er búin að vera úti hjá pabba sínum núna í mánuð  og verður mánuð í viðbót.  Hlakka mikið til að fá músluna mína heim er búin að heyra reglulega í henni í símanum og hún er hress og kát að vanda og er búin að vea í miklum tónsmíðum að semja lög til að syngja fyrir mig ótrúlega krúttlegt. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband