Ertu fullorðinn ellar hur?

Ég hef oft verið að pæla í því hvenær maður verður fullorðin. Mér finnst ég ekki hafa náð þeim þroska að vera "fullorðin"...kannski er það frekar spurningin um að vilja það...hver veit... En hérna eru 25 atriði sem "styðjast" við það að maður sé orðin fullorðin...hmmm

1.  Pottaplönturnar þínar eru á lífi og þú getur ekki reykt eina einustu.
2.  Þú gefur þér tíma til þess að taka af þér úrið áður en þú ferð að stunda kynlíf.
3.  Þú geymir meiri mat en bjór í ísskápnum.
4.  Klukkan 6 að morgni er fótaferðatími en ekki háttatími.
5.  Þú heyrir uppáhaldslagið þitt í matvörudeildinni í Hagkaupum.
6.  Þú fylgist með veðurfregnum.
7.  Vinir þínir giftast og skilja í staðinn fyrir að byrja og hætta saman.
8.  Sumarfríið þitt styttist úr þrem mánuðum í þrjár vikur.
9.  Bolur og gallabuxur eru ekki lengur spariklæðnaður.
10. Það ert þú sem hringir á lögregluna og kvartar yfir hávaða í nágrönnunum.
11. Eldri ættingjar hætta að segja kynlífsbrandara nálægt þér.
12. Þú hefur ekki hugmynd um hvenær pizzustaðir loka á nóttunni.
13. Bílatryggingarnar lækka en afborganir af bílaláni hækka.
14. Þú ert farin að borða salöt sem aðalrétt.
15. Þú færð bakverk ef þú sefur í sófanum.
16. Þú vaknar kl 9 á sunnudögum af því að "það er svo hressandi"
17. Út að borða og bíó er að fara út að skemmta sér en ekki bara byrjun á góðu kvöldi.
18. Þú verður slæmur í maganum, ekki saddur/södd ef þú færð þér heila pizzu kl 3 að nóttu.
19. Þú ferð í apótekið til þess að fá þér íbúfen,ekki til þess að kaupa smokka eða þungunarpróf.
20. Vín undir níuhundruð kalli eru ekki lengur ágætiskaup.
21. Þú borðar morgunverð á morgunverðartíma.
22. Ég get ekki drukkið eins og ég er vanur kemur í staðinn fyrir "Ég ætla aldrei að drekka aftur svona mikið"
23. 90% af tíma þínum framan við tölvuna fer í raunverulega vinnu.
24. Þú drekkur ekki lengur heima fyrir til þess að spara pening áður en þú ferð á bari.
25. Þú lest allan þennan lista og leitar í örvæntingu að einhverju sem á ekki við þig

Þetta er nu bara svolítið sniðugt en miðað við þetta er ég ennþá bara svona hálf fullorðinn hahaha

Veit ekki hvort það er gott eða slæmt!!! Hvað segið þið um það lesendur góðir???


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

fullorðinn hvað er það?

Ólafur fannberg, 24.11.2006 kl. 23:41

2 Smámynd: Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir

haha  er ennþá að komast að þvi

Sigurlaug Dóra Ingimundardóttir, 25.11.2006 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband