það sem er helst að frétta!

 

Já það er víst komin tími til að koma með smá fréttir héðan úr Svíaríki, eins og kom fram í síðustu færslu átti Elli afmæli á sunnudaginn og áttum við bara fínan dag, við mæðgur bökuðum köku fyrir hann meðan hann var að blaðra í síman, svo fékk hann pakka en Kristín var nú alveg jafn spennt að hjálpa mér að pakka inn eins og að hjálpa pabba sínum að rífa upp, haha gaman af því.  Svo fórum við út að borða um kvöldið.

Svo kom loksins að því að svar kom frá Alfa kassanum (atvinnuleysisbæturnar hér úti) virkaði greinilega að blóta þeim þarna um daginn en allavega er ég komin inn og er skrifuð inn mánaðmótin oktober/november sem er reyndar mánuði eftir að ég hætti að fá borgað frá Íslandi en það er víst ekkert hægt að breyta eða gera í því, og eins það að ég er bara á einnhverju grunnbótum, miklu lærri en ég fékk þessa 3 mánuði frá Íslandi en er samt sem áður í raun og veru bara fenginn að vera komin inn þó svo að ég sé engan veginn sátt við allt þetta rugl sem búið er að vera en well well, en held að þessi nýja ríkisstjórn spili eitthvað inni, því hennar fyrsta verk var að taka allt verulega á atvinnulausum og sjúkraskrifuðum, þeir þurfa sko að bæta sig mikið til að fá mitt atkvæði, en vonandi fæ ég bara vinnu sem allra fyrst svo ég losni við þetta rugl en það er svo sem ekki mikið að frétta er búinn að vera sækja um fullt en mikið að gerast en sem komið er en kem til með að setja allt á fullt strax eftir próf sem eru einmitt að bresta á núna.

Svo þurftum við að láta svæfa kisuna okkar í dag, tókum þá ákvörðun því það er búið að vera basl á henni var farin að pissa hér út um allt, hún sem alltaf hefur notað kassan sinn og svo var hún alltaf vælandi þannig að við ákváðum að gera þetta þó svo að það hafi alls ekki verið skemmtilegt að þurfa þess.

Annars er allt ágætt að frétta, hlakka bara óskaplega til að ljúka þessum prófum og fara að bíða eftir jólunum og baka og svoleiðis, já er búinn að kaupa alla jólapakka nema 2, en eins og margir vita fyrst mer jolin og desember alveg einstaklega skemmtilegur tími.  Erum ekki búinn að fá neinn nasaþef af vetri hér er bara nokkra stiga hitu (5-10 gráður) en reyndar pinu oft rigning Reykjavik hvað?

Já og svo svona eitt í lokin sem ekki er svo skemmtilegt, en eins og eflaust einnhverjir sem lesa þetta vita  eru veikindi í gangi í fjölskyldunni,finnst reyndar búið að vera alveg nóg að undanförnu en það er víst ekkert sem maður ræður við því miður, en pabbi minn er á sjúkrahúsi núna og bið ég þess bara að það fari að lagast, en það sem slæmt er að kjaftasögurnar eru fljótar að breiðast út og vill ég bara senda þau skilaboð út að biðja fólk ekki að vera bulla eitthvað sem það veit ekkert um það gerir engum gott heldur bara í hina áttina, það er hægt að fara réttu leiðina og fá upplýsingar hjá þeim sem kemur málið eitthvað við.  Það er alveg hægt að hafa samband ekki gripa bara eitthvað á lofti og bruna með það allt, takið til ykkar sem eigið þó ég efist nú um að þeir sem lesa þetta eigi hluta að máli og hagi ser svona en endilega hjálpið til og kennið folki sem gerir svona mannasiði.

En bið annars að heilsa öllum i bili  Bestur kveðjur Lulla

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

leitt þetta með kisuna

Ólafur fannberg, 5.12.2006 kl. 23:55

2 identicon

Farðu að blogga mansveskaja er búin að lesa þetta blogg pottþétt 3X hahahaha...

ingiríður (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 11:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband