Jólin alveg að koma!!!

Halló halló!

Já það er best að kíkja aðeins upp frá skólabókunum og blogga svo Ingiríður fái eitthvað nýtt að lesa (ertu vissum að þú viljir ekki lesa síðasta blogg einu sinni til viðbótar?  Þú hefur allavega gaman að bullinu í mér fyrst þú ert búin að lesa það 3 eða hvað?) og svo auðvitað allir hinir sem eru að fylgjast með bullinu í mér en muna bara að kvitta í gestabókina sem er uppáhaldsbókin mín eða skrifa athugasemd mér finnst líka gaman að lesa frá ykkur.

En lífið hér gengur bara sinn vanagang, maður reynir að vera duglegur að læra í dag og á morgun og svo eru bara 2 síðustu prófin á fimmtudaginn og þá er maður bara komin í jólafrí sem er bara frábært.  En sökum jólafíling er svolítið erfitt að sitja kyrr yfir bókunum en maður reynir sitt besta.

Þannig að um helgina verður sko bakað, Elli er farin að hafa miklar áhyggjur af því hvort ég ætli ekki að fara baka haha en ósk hans rætist þá sennilega um helgina, ekki er nú hægt að láta hann bíða mikið lengur og fá magasár.

Haldiði ekki svo að litla kagginn okkar hafi ekki tekið upp á því að deyja á laugardaginn og er ennþá í endurlífgun sem er sérstaklega sorglegt af því að: (nú verða margir hneykslaðir en svona er þetta nú bara ) þá þarf ég að taka strætó í skólan, þarf reyndar að byrja á því að labba með Kristinu á leikskólan sem er reyndar ekki langt en samt alveg í hina átttina miðað við skólan minn en allt í lagi með það en þetta strætodæmi er sko ekki eins gaman það er td bara 1 stræto sem gengur beint inn  í bæinn sem skólinn minn er í og hann gengur bara á hálfa og heila tímanum en má nú eiga það að hann stoppar beint fyrir utan skólan,þannig að nuna 2 siðustu daga hef eg rétt misst af átta vagninum og verð þvi að bíða í 30 MÍN og þá er ég komin akkurat þegar tíminn er að byrja sem er bara pirrandi því mér finnst betra að vera í fyrra fallinu, get reyndar tekið annan vagn sem kemur 08:15 en hann er ekki komin neitt fyrr því að hann fer alskonar úturkróga og stoppar heldur ekki fyrir fram skólan mig heldur lengra í burtu sem og þegar ég fer heim verð ég að labbaínn i miðbæinn sem er í öfuga átt heim til að ná strætó sem að fer svo alskonar krókaleiðir þvi að strætoin sem keyrir beint á milli er í pásu á milli 11 og 14 og svo til að toppa þetta allt er búið að vera grenjandi rigning og vindur og t.d á mánudaginn var bara of hvasst fyrir regnhlíf, við mæðgur stormuðum nú á stað í morgun með regnhlíf en það var nú alveg á mörkunum að það væri hægt en sagði Kristín líka alla leiðina þú amma mús því það lá við að maður feyktist bara upp.  En rigning og rok hefur reyndar alltaf verið mjög neðarlaga á uppáhaldveðralistanum vil frekar hafa þurran kulda og hef aldrei verið hrifin að þurfa leyfa öðrum að stjórna ferðum mínum (strætó) og vonandi læknast bílinn eða við kaupum nýjan sem fyrst svo geðheilsan mín haldist og þú herra veðurguð fáðu þer bara bala eða eitthvað til að gráta í.

En að öðru skemmtilegra þá er pabbi komin heim og er allur að ná sér og svo eru jólin að koma og ég bara tel niður þar til ég er búinn með seinna prófið á fimmtudag til að geta farið að jólafílingast.

Svo eru pakkar og kort farin að streyma til okkar bara gaman af því og dóttir mín er greinilega sama jólabarnið og mamma sín því það kemur alltaf í hvert sinn sem hún sér pakka koma jú hú pakki ahnda mér bara skemmtilegt.

Svo á morgun er svona Luciu hátið og þá er okkur boðið á söngskemmtun i leikskólan þar sem börnin syngja og klæðast  sem luciur,stjörnugosar, jólasveinar og piparkökukarlar, .þau mega velja við fórum um daginn til að versla inn og vorum vissum að Kristín vildi vera Luccia en nei nei ekki nú aldeilis bara jólasveinn sem er bara sjálfsagt.

Já og svona í lokin óskum við Vikingi Atla og hans fjöslskyldu til hamingju með skírnina og eins fá afmælisbörn síðustu daga afmæliskveðjur en Sigurjón frændi átti afmæli 08 des, Guðný tengdamamma 9 des og svo varð átti Hjördís frænka stóræfmæli þann 10 og varð 50 ára. Til hamingju öll saman

En læt þetta nægja í bili

Bestu kveðjur úr Svíaríki Lulla í jólaskapi


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

jæja loksins hahaha...;) marr þarf aldeilis að bíða eftir þvi að þú tjáir þig HAHAHAHAHAHA Grínast;)

ingiríður (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 16:04

2 identicon

Vil að það væri hægt að deila þessum jólafíling á milli, ég ekki með neinn og þú alveg að springa...en það er víst ekki hægt.  ´
Fór samt áðan i bakaríið og KEYPTI smákökur (ég er sko ekki með ofn og sem mér finnst ansi góð afsökun þegar fólk spyr mig um jólabaksturinn)....byrjuð að japla á þeim og vona að það komi mér í jólaskap um leið og ég horfi á jólakortin og vonast til að þau séu "sjálfskrifandi...."

Próflestur heldur áfram, hætt að bulla....

Inga Margrét (IP-tala skráð) 12.12.2006 kl. 17:12

3 Smámynd: Ólafur fannberg

jólakvitt

Ólafur fannberg, 12.12.2006 kl. 22:24

4 Smámynd: Eva Sigurrós Maríudóttir

Lulla... Þú ert bara með munnræpu LOL Hvar er jólakortið mitt

Og já, til hamingju með nýja bílinn, við sjáumst þá um jólin, geri rúmið tilbúið fyrir ykkur :)

Eva Sigurrós Maríudóttir, 14.12.2006 kl. 00:09

5 identicon

Takk fyrir kveðjurnar.

Bakaðu nú eitthvað fyrir hann Ella ( hann gæti auðvitað líka bakað sjálfur ).

Ég er búin að búa til smá konfekt en baksturinn er eftir.

Kv. Inger Rós og Víkingur Atli 

Inger Rós og Víkingur Atli (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 13:24

6 identicon

Hafðu það gott dúlla og til lukku , farðu bara varlega í umferðinni, alltaf gott þegar ástvinum okkar batnar. Kv Sólrún

Sólrún Ósk (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 23:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband