Jólin eru að koma

Ho ho ho!!

Já já jólin eru bara alveg að koma og ég er komin í jólafrí og er sko þokkalega að njóta þess skal ég segja ykkur, prófin búin en niðurstöðu enn beðið en læt það sko ekkert trufla jólafíling minn.  Get nú ekki sagt að mér hafi gengið vel í öllum prófunum en þetta kemur allt í ljós hvort að lukkan var með manni eða ekki.

Fyrst á dagskrá er að fara til klipparans og láta lita og klippa og gera sig fína fyrir jólin, svo ætla ég bara að klára skreyta og baka. 

Annars er bara fínt að frétta, veðurguðinn fékk sér bala eða tók sig allavega saman í andlitinu og hætti að gráta þannig að það er bara búið að vera þurrt.  Í morgun var reyndar ansi kallt eða           -4gráður og það þurfti bara að skafa uss uss.  En já við keyptum okkur bara nýjan gamlan bíll, rákumst á gamlan volvo á netinu sem var hérna í bænum og skelltum okkur á hann fyrir 8500 SEK. (85000 íslenskar) Þetta virðist bara vera hið fínasta eintak og erum við bara ánægð með nýja kaggan.  Á  meðan hann fer í gang og virkar er hann vinur minn.

Svo var Lucciu hátíð á leikskólanum Kristinar í siðustu viku og það var bara rosa flott hjá þeim, litla skottið var jólasveinn og stóð sig með prýði, söng og dansaði með og kallaði svo hátt og snjallt ´hæ mamma ég er her að syngja þegar hún sá mig í hópnum, bara sætt en það eru myndir og video af þvi inn á barnalandi.

Svo er ég bara á fullu í að leita mér að vinnu, setti það aðeins í pásu í próflestrinum en nú verður skundað á stað aftur, fer reyndar líklega í eitt viðtal núna í lok vikunar kemur betur í ljós líklega á fimmtudaginn en svo er vikan svo sem ágætlega planeruð þarf að hitta kennaran minn á morgun, svo er kaffi í skólanum á miðvikudag og fer þá að hitta sjúkraþjálfaran aftur en er buin að fara 1 sinni eftir að ég tognaði í hálsinum þarna í nóvember en þetta er allt að koma.

Svo er bara að baka meira og skreyta meira og biða eftir jólunum og eigum svo eftir að far í innkaupaleiðangur til að versla aðfangadagsmatinn en hangikjötið fyrir jóladag er klárt í frystinum og svo er okkur boðið í áramotamat til bróðir Ella.

En nú verð ég að bruna í klippingu

Jólaknús Lulla

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eva Sigurrós Maríudóttir

Já og alveg hjartanlega velkomin á annann til okkar  

Eva Sigurrós Maríudóttir, 19.12.2006 kl. 12:49

2 Smámynd: Eva Sigurrós Maríudóttir

Já og alveg hjartanlega velkomin á annann til okkar  

Eva Sigurrós Maríudóttir, 19.12.2006 kl. 12:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband