Sænskuprófið!!!

Já ég fór áðan að hitta kennaran minn til að skoða prófið og fá að vita einkunn og niðurstaðan var þessi:  Ég fékk D einkunn samykkta.

Já og hvað þýðir það jú það skal ég segja ykkur, því þetta er aðeins öðruvisi en heima, hérna er það þannig að maður byrjar í A hóp sem er fyrir byrjendur, ég fór reyndar beint í B hóp sem er fyrir þá sem eru búnir að læra í smá tíma en það var út af því að ég sótti seint um og A hópurinn var fullur og kennarinn ákvað til að koma mér inn að setja mig bara í sinn hóp þar að segja B hóp því að hún heyrði þegar ég talaði við hana í september að ég kunni nú svona pínu pons í sænsku. 

Svo virkar það þannig að þegar fer að nálgast annarlok þá talar kennarinn við hvern og einn og fer yfir stöðuna hjá manni og þetta var gert í lok oktober og þá sagði hún mér að ég væri komin með einkunn C og hún gæfi grænt ljós á að ég tæki lokaprófið en kennarinn getur neitað nemanda eða allavega sagt að viðkomandi hafi ekkert að gera í lokapróf. 

Svo verður maður að ná vissum stiga fjölda í prófinu til að ná því og fá munnlegt og skriflegt próf samþykkt.  Prófið var þannig uppbyggt að það er A B C OG D hluti, allt í allt er þetta 4 klukkutímar.

A hluti var lesskilningur, B hluti var hlustun, C var lesskilningur og ritun og fyrir þessa 3 hluta var hægt að fá mest 60 stig og ég fékk 50 stig sem er bara mjög fínt en ef þú færð 0-37 stig felluru. 

Fyrir D hlutan sem er bara ritun er bara gefin IG(ekki samþykkt) eða G (samþykkt) og ég fékk G

Svo vorum við búinn að taka E hluta sem er munnlegt próf og þar er sama kerfi og í D hluta og ég fékk G þar.

En þó svo að maður nái prófinu er ekki þar með sagt að maður nái áfanganum því að vetrareinkunn kemur sterk inn og  öll vinna,próf og mæting  á önninni er tekin til skoðunar og ræður í raun og veru mestu um hvaða einkunn þú færð, ef þú færð C þá þarftu að halda áfram að læra en ef þú færð D þýðir það að þú hefur klárað og færð einkunna blað með það og það blað gefur grænt ljós á að komast inn í frekara nám hér hvort heldur sem er í þessum skóla eða öðrum framhaldsskóla eða háskóla.  Svo hjálpar það líka í sambandi við að fá vinnu því að margir kíkja ekki á umsókn frá manni nema maður geti sýnt pappir upp á D einkunn frá SFI (sænska fyrir innflytjendur)

En ég fékk D þannig að nú er bara að skoða framhaldið.

Jólakveðjur Lulla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband