Gleðileg jól

Halló halló!!

Já nú eru jólin bara að skella á eftir nokkra tíma, jólasteikin byrjuð að malla og bara verið að bíða eftir að herleg heitin skelli á.  Netið tilbúið til að hlusta á íslensku jólaklukkurnar hringja, því ég er ekki viss um að það sé svoleiðis hér og allavega verð ég hvort sem er að heyra þær íslensku hringja, já það er bara svona eitt af því sem má ekki klikka, jólin eru endanlega komin þegar ég heyri í þeim.  Annars er bara allt fínt að frétta, litla skottið situr fyrir framan sjónvarpið og er spenningurinn orðinn ansi mikill, ég ákvað að fara aðeins á rúntinn áðan til að gá hvort hún næði smá kríu til að hafa meiri orku fyrir kvöldið en það var nú bara smá kría og það er búið að spyrja ansi oft jólin komin núna, við opna pakkana núna en svona er þetta nú bara og ég veit nákvamlega hvað þetta er erfiður timi höfum við ekki öllum þótt það???

Svo verðum við með matarboð á morgun, bróðir Ella og hans fjölskylda ætla að koma og verðum þeim boðið í íslenskt hangikjöt og íslenskt lambalæri.  Hlökkum bara til að gæða okkur á  því.

Annars látum við þetta nægja í bili og óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og hafiði það nú rosa gott yfir hátíðarnar.

 Jólaknús úr Svíaríki  Lulla,Elli og Kristín Björg


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband