Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2007
27.1.2007 | 19:49
Söngvakeppnin!!!
Já það var smá pása eftir handboltan en svo er bara söngvakeppnin næst á dagskrá, og næstu 8 lög að fara skella á, vonandi verða þau 8 sem koma i kvöld og næstu 8 næsta laugardag betri heldur en síðasta laugardag því að mér fannst nú ekki mikið varið í þau lög.
En hlakka allavega til heyra í strákunum í Von enda skagfirskt band þar á ferð og það er sko alltaf brjálað fjör á böllum hjá þeim skal ég segja ykkur.
Nú svo ef að framlag Íslendinga verður eitthvað skemmtilegt þá er allt opið fyrir að skreppa til Finnlands í vor.
Söngvakeppniskveðjur Lulla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2007 | 19:43
Spannandi HM
Já leikurinn áðan var svo sannarlega spennandi en samt erfiður og var ég hreinlega að missa mig síðustu mínoturnar en góð úrslit að lokum og ég gat horft á hann því að hún Ingiríður snillingur var með kveikt á vefmyndavélini fyrir framan imbann heima hjá sér, enginn brjáluð gæði en samt miklu betra heldur en að hlusta bara en svo hlustaði ég á rás 2 með til að fá hljóðið. Reyndar var það svolítið fyndið og smá ruglandi að útsendingin á rás 2 var aðeins á eftir hehe en bara gaman af því.
TAKK FYRIR INGIRÍÐUR, ÞÚ ERT SKO BEST.
Þórunn mákona,Steinar,Einar og Emmi voru á leiknum og ég get nú bara ýmyndað mér stuðið og stemminguna sem hefur verið hjá þeim, það er jú alltaf best að fá þetta svona beint í æð en Þórunn sagði einmitt eftir tapið á pólverjum að hún væri sko lukkudýr og þeir mynda vinna á laugardag (í dag ) og það bara gekk eftir , Steinar var aftur á móti líka á leiknum gegn pólverjum þannig að hann er nú bara 50 % lukkudýr hehe
Svo er bara að berjast áfram.
Svo er ég líka búinn að vera skoða á netinu í sambandi við evrópumótið sem er í jan 2008 i Noregi og það er aldrei að vita nema að maður renni bara til Noregs, ja allavega skoða það ef að 'Island kemst þangað en til þess verða þeir að vinna Serba i sumar en það er best að leyfa þeim að klára HM og vonandi gengur þeim bara áfram vel og vinna á morgun.
Áfram Ísland!!!!!!!
allavega verð ég límt við tölvuna og í tæknilegu sambandi við hana INGIRÍÐI MÍNA og Rás 2
Handbolta kveðjur Lulla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
24.1.2007 | 18:04
HM i handbolta
Jæja þá er fyrsti leikurinn í milliriðli búinn og fór hann vel að lokum þó svo að mér hafi nú ekki litist vel á stöðuna í fyrri hálfleik, ég sem sagt hlustaði á leikinn á netinu í gegnum rás 2 en reyndar var útsendingin alltaf að detta út en þetta hafðist nú allt að lokum, en ég verð nú samt að senda sérstakar þakkir til Óskar,Ingiríðar og Tobíasar fyrir að msn gang mála til mín þegar ég datt út.
En vona að utsendingin verði betri á morgun, reyndar var að koma inn á netið nuna að maður geti keypt hvern leik á 3 ervur inn á einnhverju videosport rás þannig að ég ætla að skoða það, en ef einnhver hefur prófað það má sá hin sami endilega láta mig vita hvernig það virkar.
HM kveðjur úr Svíaríki Lulla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.1.2007 | 09:14
Stjörnuspáaspeki!!!
Vatnsberinn
Árstími Vatnsberans er miðja vetrarins. Dagarnir lengjast en enn er langt í vorið og sumarið. Ákveðin biðstaða ríkir í náttúrunni. Segja má að froststillur vetrarins, þeir dagar í janúar og febrúar þegar veður er kalt en algert logn ríkir og sjá má langt og víða, lýsi eðli Vatnsberans. Hann er iðulega svalur, heiðríkur og yfirvegaður eins og lygn og fallegur vetrardagur.
Yfirvegun
Hinn dæmigerði Vatnsberi er yfirleitt rólegur, vingjarnlegur og þægilegur í framkomu. Hann er yfirvegaður og viðræðugóður en hleypir fólki samt sem áður ekki of nálægt sér. Hann er oft á tíðum heldur dularfullur eða a.m.k. fjarlægur. Að minnsta kosti finnst öðrum oft erfitt að átta sig á honum. Ein ástæða fyrir þessu er sú að hann er frekar ópersónulegur og lítið fyrir að ræða um sjálfan sig og bera tilfinningar sínar á torg.
Hugsun og skynsemi
Vatnsberinn er hugmyndamerki og vill láta hugsun og skynsemi stjórna gerðum sínum og tilfinningum. Hann hefur þann hæfileika að geta verið hlutlaus, jafnvel þegar um erfið mál er að ræða. Svo virðist sem hann fari þá 'útfyrir' sjálfan sig eða geti horft ópersónulegum augum á það sem er að gerast. Vatnsberinn er rökfastur og hefur því hæfileika og getu til að taka skynsamlega afstöðu til mála. Hann hefur einnig orð á sér fyrir að hafa skýra og yfirvegaða hugsun.
Stöðugleiki
Vatnsberinn er eitt af stöðugu merkjunum. Hann er því fastur fyrir og á til að vera þrjóskur og stífur. Hann heldur fast í hugmyndir sínar og hefur sérstök viðhorf til lífsins. Hann á einnig til að vera frekur og stjórnsamur, en fer oft fínt með þann eiginleika. Kannski má frekar segja að stjórnsemi hans varði fyrst og fremst hann sjálfan og birtist í því að honum er illa við afskiptasemi annarra. Hann vill því ekki endilega stjórna öðru fólki, því slíku fylgir iðulega ábyrgð og persónulegt ófrelsi.
Félagslyndi
Vatnsberinn er félagslyndur og þarf á fólki að halda, en félagslyndi hans birtist oft þannig að hann vill hafa margt fólk í kringum sig en samt sem áður ekki vera bundinn ákveðnum einstaklingum.
Á undan samtímanum
Það er einkennandi fyrir Vatnsbera að leitast eftir því að skapa sér sérstöðu. Það hver sérstaðan er er mismunandi frá einum Vatnsbera til annars. Sumir leggja áherslu á sérstakan klæðaburð og stíl (og eru alltaf einu skrefi á undan tískunni). Aðrir hafa ákveðnar og stundum óvenjulegar hugmyndir sem valda því að þeir skera sig úr fjöldanum. Hver sem aðferðin er nákvæmlega þá er Vatnsberinn oft uppfinningasamur og frumlegur.
Pælingar
Til að viðhalda lífsorku sinni og endurnýja hana þarf Vatnsberinn að hafa fólk í kringum sig og hafa úr nógu að moða hvað varðar hugmyndir og pælingar. Hann verður daufur og orkulítill ef hann er í félagslegri einangrun og hefur fátt til að örva hugann. Hann þarf að hafa ákveðna yfirsýn yfir lífið og tilveruna og ef sjóndeildarhringurinn er of þröngur þrífst hann illa.
Frelsi
Að lokum má geta þess að sterk frelsisþörf er eitt helsta einkenni Vatnsberans. Það hvernig hann sækir frelsi sitt er mismunandi frá einum til annars, en oftast notar hann sambland af hlutleysi, yfirvegun og því að leitast við að vera óháður öðrum. Vatnsberi sem vinnur á stórum vinnustað, svo dæmi sé tekið, leggur oft áherslu á að vera hlutlaus gagnvart vinnufélögum sínum og þá sérstaklega þeim sem eru ráðríkir og tilætlunarsamir. Hann kemur yfirleitt fram af yfirvegun. Hlutleysi og yfirvegun gera það að verkum að hann stuðar aðra ekki, sem fyrir vikið 'hafa ekkert á hann'. Hann heldur því frelsi sínu. Og með því að vera óháður, þ.e.a.s. að taka ekki afstöðu með einni klíku gegn annarri, þá gerist það sama. Hann er frjáls að umgangast hvern sem er og halda þeirri yfirsýn sem hann vill halda. Sumir Vatnsberar auglýsa sérstöðu sína, en yfirvegun og hlutleysi annarra er þess eðlis að fólk tekur ekki eftir því hversu sjálfstæðir og sérstakir þeir eru í raun. Þar fyrir utan er sérstaða Vatnsberans oft fólgin í hugsun hans og hugmyndaheimi, frekar en athöfnum, enda Vatnsberinn pælari og hugsuður
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.1.2007 | 21:24
Hvað er málið með Rúv!!
Gleymdi alveg að koma einu að áðan sko, eins og ég nefndi þá fylgist ég með lögunum í söngvakeppninni á netinu sem mér finsnt bara gaman að geta horft á þetta beint á netinu og einnig kíkji ég oft á fréttirnar á netinu líka en svo ætlaði ég nú líklega að fara horfa á handboltan, það er ekkert sýnt hérna i imbanum svo ég viti,er allavega ekki búinn að finna það, reyndar er ein stöð sem auglýsir hm frá 4 feb, svíar eru kanski bara svona fúlir yfir að vera ekki með.
En allavega ætlaði ég bara að horfa á leikina í tölvunni þar sem að þetta er sýnt beint ætti þetta nú að vera á netinu og jú jú það er það en bara fyrir þá sem eru innanlands halló hvað er málið
Orðrétt af vefnum er þetta svona:
RÚV hefur eingöngu rétt til þess að sýna frá leikjum HM á Íslandi. Bein útsending á leikjum frá HM í handbolta er því aðeins aðgengileg innanlands. Búast má við miklu álagi á streymivef Sjónvarpsins á meðan á sýningu HM stendur
Er engan veginn ánægð með þetta því að þeir sem eru á 'Islandi er jú með þetta í sjónvarpinu en einmitt íslendingar í útlöndum vildu geta nýtt sér þetta að sjá leikina á netinu.
Ef einnhver veit af hverju þetta er svona vitlaust endilega tjaíð ykkur í athugasemdum
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.1.2007 | 21:11
Halló halló!
Það er alveg ótrulegt hvað tíminn líður hratt, þorrinn byrjaður og enn ein vikan byrjuð og janúar bara að vera búinn, annars átti ég bara rólega og afslappaða helgi, á föstudaginn var ég bara að snúast hér heima og fór svo og náði í Kristínu í leikskólan, við röltum svo í búðina og keyptum blóm handa Ella í tilefni bóndadagsins, svo vorum við bara í rólegheitunum heima, á laugardagsmorgunin þegar við vöknuðum var bara allt hvítt úti já mesti snjór sem við höfum bara séð hér, við skruppum aðeins í mollið og svo um kvöldið fylgtist ég með lögunum í söngvakeppninni en var nú ekki yfir mig hrifin, fannst kanski besta spekin koma frá Sylvíu Nótt þegar hún sagði að við ættum bara að velja leiðinlegasta lagið já það var ekki erfitt en vonandi verða næstu 16 lög betri. En svo á laugardagskvöldið kom þessa massa mikla rigning og snjórinn fór og rétt fyrir miðnætti var allt orðið autt en svo var allt orðið hvítt morgunin eftir og sá snjór er ennþá. Svo það er bara komin smá vetur í Svíaríki. Elli fór aðeins og kíkti á bæjarlífið um kvöldið en ég var bara heima í róleigheitunum og kveikti á kertum og átti smá minningarstund því að Binni föðurbróðir minn hefði orðið 70 ára þennan dag (20 januar) ef hann hefði lifað en hann lést snögglega í nóvember á síðasta ári. En minningin um góðan föðurbróðir lifir.
Vikan líður svo áfram og byggist upp á að mæta i skólan,sækja um vinnur og láta svo heimilisstörfin koma inn á milli, en ég er alltaf að sjá það betur og betur hvað sumt fólk er fyndið, já í alvöru talað á ég stundum bara bágt með mig í tímum, td í dag var ég í skólanum frá 12:30 til 15:30 þar að segja í 2 fögum og þetta er mikið til sama fólkið í þessum fögum og það er einn strákur í hópnum sem byrjar seinni tíman alltaf á því að gramsa og gramsa í töskunni sinni og þetta truflar kennaran svo ótrulega mikið, þetta er búið að vera svona alla tímana síðan ég byrjaði þannig að í dag spurði kennarinn gaurinn hvað hann væri að leita að og já þá var hann bara að leita að blöðum sem kennarinn hafði dreift í tímanum á undan, en við græddum á þessum því að kennarinn skrapp fram í pasunni og kom tilbaka með svona pappamöppur og gaf öllum eitt stykki og sagði svo við gaurinn að í næsta tíma þyrfti hann bara að kippa rauðu möppunni upp.
Annars er skólinn bara ágætur, reyndar finnst með sænsku tímarnir skemmtilegri en samhallskunskab tímarnir en það gæti svo sem breyst þegar við komumst yfir þennan politik kafla.
Annars styttist bara í að maður fari að koma á klakkan og er mér bara farið að hlakka til að hitta alla,skella sér á þorrablótið og halda upp á afmælið
Annars læt ég þetta nægja í bili knus og kossar frá Svíaríki Lulla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2007 | 16:21
Held ég myndi mygla!!!
Já hreint út sagt held ég að ég myndi mygla í tíma í skólanum í dag, við vorum sem sagt að tala um politík, hver er munurinn á demokrati og diktatur(lýðræði og einræði) og politík hefur nú aldrei verið í uppáhaldi hjá mér en ég gat þó sagt frá hvernig þessu er háttað með forsetan,alþingið og flokkana en vona innilega að kennarinn hlaupi hratt yfir þetta efni, annars fansnt honum nú merkilegast að við hefðum verið með kvenkynsforseta já hún Vigga kellingin stóð sko fyrir sínu.
Annað sem kennaranum finnst afar merkilegt er að hann skilur ekki hvers vegna íslendingar skilja meira í sænsku en svíar í íslensku. Það er nú einfalt við erum bara sko klár á fróni haha.
Hann sagðist hafa lært i Lundi og honum fannst þetta mjög merkilegt að íslendingar og danir virtust skilja sænskuna en svíarnir skilja hvorki íslensku eða dönsku vel. En svona er þetta nú oft skrýtinn heimur.
Bið að heisa i bili Lulla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.1.2007 | 23:38
um mig!!!
Fann þetta á bloggi hja Evu frænlu og fannst þetta bara sniðugt og læt það því flakka hér.
Fullt nafn: Sigurlaug Dóra IngimundardóttirGælunafn:Lullaáhugamál: Leiklist,motorsport,gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni og vinum, ferðalög og fleira.
Fæðingardagur og ár:18 febrúar 1977
Stjörnumerki:VatnsberiErtu smámælt:Nebbs
Uppáhaldsmatur:Sunnudagssteikin með öllu meðlæti ala mamma og pabbi og margt annað reyndar.Uppáhaldslitur: veit ekki margir td rautt,blatt og gult
Vinir: á marga og góða vina og þeir eru akkurat það sem vinir eiga að vera, vinur er manneskja sem er hægt að leita til við allar aðstæður.
Í hverju sefurðu: misjafnt allt frá evukl´ðunum til nattfataHvernig tónlist fílarðu: nánast alætaMinn stærsti ótti: að eitthvað slæmt hendi mína nánustu td i veikindum.Hefurðu fengið hlaupabóluna? jáHelstu gallar: margir (læta aðra um að svara þessara haha)
Helstu kostir:sama svar og hér fyrir ofan
Áttu gemsa: já og númerin eru(0046)738305099 og á Islandi 8625571kærasta: já eða unnusta réttara sagtUppáhaldsstaður á landinu: Skagafjörðurinn kemur sterkur inn ásamt td Ásbyrgi og fleiri stöðum
Hvert langar þig mest að ferðast:ÁstralíuErtu hrifin af eitthverjum í augnablikinu: já honum Ella mínum
Hefurðu einhvertíman.. Strokið að heiman: nei held ekki Valdið einhverjum ástarsorg: jáVerið ástfangin: jáGrátið þegar einhver deyr: já
Langað í einhvern sem þú getur ekki fengið: já já hendir það ekki alla einnhvern tíman á lífsleiðinni.Brotið bein: JáLogið: já gera það ekki allir einnhverntíman
Trúirðu á..Ást við fyrstu sýn Já
Guð: jáSkrímsli: neiStjörnuspár nei en finnst gaman að lesa þær samt
GeimverurDrauga: Hvort er betra..Coke eða Pepsi: coce og pepsi max fá jafnmörg atkvæði
Blóm eða nammi nammi er betra á bragðið en alltaf gaman að fá blóm
Hávaði eða næði: fer eftir aðstæðumSundlaugar eða heitir pottar: sundlaugarDökkhærðir eða ljóshærðir strákar haha ég valdi rauðhærðan en háralitur fer bara eftir persónunni.
Buxur eða stuttbuxur: fer eftir veðri
Hitt kynið.. Hverju tekurðu fyrst eftir: augunum og svo brosinuSítt eða stutt hár: misjafnt eftir persónu Hver..Fær þig til að hlæja mest:margir
Fær þig til að brosa margirHvern elskarðu ? Ella og Kristínu Björgu og svo fjölskyldu mína og vini
Er skotinn í þér: já Hefurðu einhvern tíma.. Setið við símann og beðið eftir símtali alla nóttina: Held ekkiÓskað þess að þú sért annar en þú ert: neiÓskað þess að líta öðruvísi út: já já Grátið vegna einhvers sem var vondur við þig:nei held ekki Hér er meira..=) Myndirðu giftast vegna peninga: neiHver er uppáhaldsávöxturinn þinn: jarðaber,appelsína og nektarínurDreymir þig í lit eða svarthvítt:va´bæði held égManstu fæðinguna þína: neiFinnst þér gaman í grunnskóla: það var oft stuðHvort finnst þér betra að hafa kveikt eða slökkt á ljósunum þegar þú horfir á sjónvarpið: oftast slökkt
Færðu martraðir: nei Hlustarðu á tónlist daglega: jaErtu með gleraugu:jáHvort myndirðu vilja eiga púðluhund eða Rottweiler:Frekar Rottweiler alls ekku púðlu Ertu hamingjusöm manneskja: jáTekurðu einhver lyf: neiTalarðu mikið: já Rólega eða ruglaðatýpan:haha sú ruglaða
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.1.2007 | 22:47
Jólafríið búið
Já lífið er að komast í rútínu aftur bara búið að vera ræs klukkan 07:00 alla vikuna svolítið erfitt en þetta hefst nú allt saman,en ég er sem sagt byrjuð í skólanum og er í 2 fögum sem dreifist á 3 daga annað er svas (sænska sem annað tungumál) og hitt er samhullskunskab sem er nokkur skonar samfélagsfræði um hvernig allt virkar hér í landi´.
Kennarinn minn í sænskunni er mjög fín, reyndar held ég að ég hafi aldrei haft kennara sem brosir svona mikið eins og hún en bara gaman af því hemmi leiðist þá ekki, hinn kennarinn virkaði reyndar pínu furðulega á mig í fyrsta timanum en hann er örugglega ágætur.
Hópurinn samanstendur af fólki sem er frá hinum ýmsu löndum og virðist vera ágætur, þekki 4 en þau voru öll með mér í hóp fyrir jól en við söknum nú svolítið hennar Önnu okkar sem bar kennarinn okkar fyrir jól.
Svo er ég bara búinn að vera sækja um fullt af vinnum og vona bara að það fari eitthvað að gerast í þeim málum, svo er bara rétt mánuður í að ég komi i viku heimsókn til Íslands og hlakka ég mikið til að hitta alla.
Svo vona ég bara að þið sem fenguð email frá mér verðið dugleg að svara emailinu sem fyrst, vantar reyndar örfá ennþá en þeir aðilar fengu sms sem óskast svarað sem fyrst.
Knus og kossar Lulla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.1.2007 | 19:11
Við erum ekki fokin um koll!!
Hæ hæ!
Vildi bara rétta svona kvitta og láta ykkur vita að við erum ekki fokin um koll, erum búinn að fá símhringingar og msn en hér hjá okkur er bara fínasta veður 5 stiga hiti og allt autt en reyndar búið að vera svolítið hvass í nótt og dag en ekkert brjálað. Það er reyndar búinn að vera einnhver læti í kringum okkur en vonandi kemur það ekkert hingað.
Annars er bara allt ágætt að frétta, Kristín er orðin góð af hlaupabólunni og fer á leikskólan í fyrramálið eftir langt jóalfrí eða 3 vikur. Henni er bara farið að hlakka til að hitta alla krakana aftur. Svo byrja ég í skólanum á morgun (hann byrjaði reyndar fyrir viku en ég boðaði hlaupabólu aföll ) og svo fer mestur hluti af vikunni svo líklega í atvinnuleit. En ég ætla allavega að lesa sænsku í skólanum og það skeður þá aldrei neitt nema ég verði að hætta ef ég fæ þannig vinnu sem passar ekki með og já svo á nú elsku legur alfakassin eftir að samþykkja að ég lesi án þess að missa atvinnuleysisbæturnar en hann er svo lengi að vinna úr umsókninni sem ég sendi fyrir jól að þau sögðu að ég ætti bara að byrja í skólanum og yrði þá bara að hætta ef þeir samþykkja þetta ekki, frekar faranlegt en svona er þetta bara.
Annars læt ég þetta nægja í bili knus og kossar ur svíaríki Lulla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2009
- Desember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
vinir mínir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar