Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007

helst í fréttum...

Vildi bara láta vita að það eru komnar fullt af myndum inn á síðuna hennar Kristínar Bjargar inn á barnaland.

Annars er bara allt gott að frétta, Kristin Björg er bara mjög ánægð á leikskólanum og svo þegar hún er ekki á leikskólanum hefur verið nóg að gera í að njóta veðurblíðurnar sem er búin að vera og fara í sund og út að hjóla, hún er farin að hjóla eins og herforingi en verið svolitið mikið að hanga í mér í sundinu en það er allt að koma.  Svo er alltaf gott að komast í sveitina og hlaupa frjáls þar.

Við fórum á 17 júni skrúðgöngu og tókum þátt í dagskránni sem var mjög fínt. 

Af mér er bara allt gott að frétta, alltaf nóg að gera í vinnunni, kellurnar farnar að týnast í sumarfrí en ég ætla ekki að taka mér neitt frí þetta árið bara vera í vinnunni.  Læt mér nægja að taka bara smá haustfrí því í september er ég að fara í vinnuferð til Köben og það verður sko fjör komin mikil tilhlökkun í okkur en við erum held ég 17 sem förum fjörugar kellur að deild 2.

Nú svo er líka á dagskránni loðnuferð og þar verður sko ekki minna stuð skal ég segja ykkur en su ferð er ekki komin eins langt í plönun.  Svo er nú mega afmæli hjá einni loðnunni um helgina en hann klói minn er alveg að ná því að skríða yfir 30 ára múrin, ogþar verða nú 4 af 5 loðnunum saman komnar þannig að kanski koma einnhver plön um helgina.

Annars vorum við að ræða það í vinnunni af hverju í óskopunum ódýrasta verðið +a utanlandsferðum er alltaf miðað við visitölufjölskylduna þar að segja 2 fullornir og 2 börn á aldrinum 2 til 11 ára.  En ef það eru bara 2 fullornir eða 1 fullornir með 1 barn er það alltaf dyrara, þannig að við saum það eg og ein önnur sem  á einmitt stelpu á aldur við Kristinu að það væri liklegast hagkvæmt fyrir okkur að finna okkur mann sem á 1 barn á þessum aldri þvi þá  passaði maður inn i visitölufamiluna en þetta voru nú bara svona pælingar.

Svo eru líka smá breytingar í deiglunni í húsnæðismálum, þannig að það er nóg að gera framundan. En nánar um það seinna.

 


Austfirðir!!

Já síðustu helgi skelltum við Kristín Björg okkur í smá ferðalag á austfirðina, ástaða ferðalagsins var reyndar ekki alveg sú skemmtlegasta en ég var að fara á jarðaför afa.  Við urðum samferða Gróu sem ég er að vinna með þar sem hún var einnig að fara á jarðaför austur.  Við brunuðum á stað og keyrðum í einum rykk til Egilstaða, tókum stopp þar til að teygja úr okkur og ákváðum að kaupa ís sem gekk reyndar pínu brösulega sökum frekar tregs starfsfólkið sem fól í sér punkta eins og þessa

  • þegar viðskiptavinur kemur að afgreiðsluborði óskar hann eftir afgreiðslu.
  • það er stærðar munur á barnaís og ungbarnaís
  • stærð ísar á líka að fara eftir verði.
  • Feikilegt mál og þurfti alveg 3 starfsmenn til að redda kúlu ís því Kristin vildi frekar svoleiðis en vélar ís. Því þau kunnu ekki á svoleiðis ís sem var samt þarna til sölu.
  • Ef viðskiptavinur spyr um eitthvað í þessu tilfelli hvort það sé blómabúð á staðnum þá er skemmtilegra að afgreiðslumaður geti svarað en samtali var á þessa leið
  • Ég: Veistu hvar blómabúðin er hér á Egilsstöðum
  • Starfsmaður: ég veit það ekki
  • Ég : Helduru að það sé einnhver að vinna hér sem veit það
  • Starfsmaður ; Já 0rugglega
  • Ég: Gæturu athugað það
  • Starfsmaður : já já

Sami starfsmaður fór svo beint til annars starfsmann en fór líka beint í það að tala um hvað ætti að gera eftir vinnu.  En þetta bjargaðist samt þar sem að einn viðskiptavinur kom til okkar og sagði okkur hvar blómabúð væri að finna.

Leiðin lá svo áfram á Eskifjörð og fór ég þá beint til ömmuog svo á kistulagninguna, Kristín skemmti sér hið besta heima hjá ömmu á meðan en tendaforeldrar Njólu frænku pössuðu hana og 2 frænkur til viðbótar á meðan.  Við hittumst svo öll heima hjá Andresi og  Svönu i pizzuveislu en svo fórum við systkinabörnin til Guðlaugar frænku og co en  partur af okkur gisti hja henni og partur í húsinu hliðin á henni, á laugardeginum fórum ég,Sindri,Alla og Guðlaug í smá göngu með börnin og svo var farið að gera sig klárt fyrir jarðaförina, Aftur tóktengdamamma Njólu að sér barnabarnabörnin en þau komu svo í kaffið. Athöfnin var mjög falleg og fór fram í blíðskapaveðri.  Það var mikið stuð hjá krökkunum að geta hlaupið úti og svona rétt að það væri tími til að koma inn að drekka, þegar við vorum rétt að koma að borðinu stoppaði mig einnhver til að spjalla en Kristin hafði sko ekki tíma í að bíða heldur pikkaði bara í konu við borðið og sagði ég vil bara svona og svona köku og bendi á ákveðnar tegundir, konan svaraði já á eg að hjálpa þér, já takk svaraði Kristin, hvar er diskurinn þinn sagði konan, Kristín; hann er sko bara þarna og bendi á staflan við enda borðsins.Já hún bjargar sér sko þessi elska.

Eftir kaffið fórum við svo heim til ömmu og svo fórum eg,Kristin Björg, Alla,Egill,Teitur,Sólrún,Kristin,Eiki og Andres í smá siglingu á nýja hraðbátnum Andrésar og fórum yfir á Reyðarfjörð en þar var mikið alvershátið, settumst á kaffi hús þarna og manni hrinlega brá bara ef maður heyrði íslensku.  Svo um kvöldið vorum við bara í roleg heitum heima hjá Guðlaugu og co.

Sunnudagurinn fór svo í að koma sér heim.  Við Gróa fengum mýsjokk hjá Reykjahlíð, við erum að tala um að það eru heilu skýstrokarnir af þessu ógeð, við höfðum allavega ekki lýst á að borða nestið okkar þarna sökum hættu á að fá of marga aukabita.

Svo er bara vinna og aftur vinna framundan en vonandi heldur góða veðrið áfram að vera hérna.

Það var rjómablíða hér í gær sem við misstum hreinlega af þar sem Kristin tók upp á því að fá gubbupest en það er sem betur fer búið og hún fór spræk á leikskólan í morgun.


Sjómannadagstjútt!!!

Já á laugardagskvöldið var sjómannahófið og þar var sko aldeilis fjör, bara sorglegt fyrir ykkur sem fóruð ekki að hafa misst af þessu.

Við fórum 10 saman ég,Elfa, Óskar,Alla, Þórey,Gísli, Sigurlaug,Kjartan,Tobbi og Adda.  Hittumst heima hjá Þórey og Gísla í smá upphitun og var von kvöldsins  að veislustjórinn þessa hófs  myndi standa sig betur en hófsins í fyrra og það klikkaði svo ekki því að Björgvin Frans var sko bara snillingur jafn góður og sá í fyrra var ekki að standa sig.  Borð haldið var mjög fjörugt, góður matur og góð skemmtiatriði bæði á sviðinu og innan borðs.

Punktar frá skemmtiatriði á sviði:

Björgvin Frans fór á kostum og skemmti  þrælvel, var með góða stjórn á salnum, var bara mjög fyndin og fór hreinlega á kostum í lokaatriði þar sem hann sýndi miki tilþrif í eftirhermum á Jónsa,Birgittu,Geir Ólafs, Eivör og fleirum.

 X faktor keppni þar sem voru hvað 4 lið eða 5, úrslitin gleymtust reyndar en það er sko alveg klárt að ship og hoj hópurinn vann eða hvað????já ekki spurningin.

Raggi Bjarna og Óskar Páll voru góðir og í stuði og ég og Alla tókum nú líklegast lagið með Ragga Bjarna.  Það var nú bara fínasta fjör að tjútta með kallinum enda er Raggi bara töffari og þetta var nú bara fyndið erum meiri segja búnar að fá comment frá gestum bæði á ballinu og eftir það.

Meðal annars að þetta hefði nú bara verið svo flott hjá okkur að það hefði bara verið eins og við værum vanar hahaha, flott atriði, flott skemmtun, hvort við værum systur og fl þetta var sko ekki æft og það er sko eiginlega Gísla Konn að kenna að mér datt þetta í hug, Alla vissi nú ekkert hvað var um að vera fyrr en á leiðinni upp á svið en ég átti nú von á að restin af stelpunum myndu koma okkur hmmmm Elfa,Þórey,Sigurlaug,Adda hvar voruð þið??? veit reyndar hvar þið voruð en hvað átti það að þýða að koma ekki með???

En svona smá nánari útskýring var innanborðs humor i gangi með að ég var að reyna vinna í því að koma Gísla Konn á svið því honum fannst það svo gaman þegar hann fékk kaðal verlaunin i fyrra, sérstaklega þar sem við Alla stóðum okkur fegna vel i salnum sem stuðningslið,  hann sagði að Kjartan ætti að fara því hann ætlaði ekki að fara upp á svið að syngja, svo var þetta komið út í það að Kjartan myndi syngja gætum við fengið að heyra eitthvað íslenkst og Gísli að dansa með og ég kallaði meðal annars á Björgvin veislustjóra og sagði honum frá  að þessum 2 langaði svolítið að koma með atriði já ég veit ég er smá púki ekki mikill, en þeir þorðu ekki.

Svo bað Raggi 3 stelpur um að koma og Gisli kom með einnhver comment á að ég ætti að drífa mig þannig að ég sá að það borgaði sig frekar að lata sig vaða heldur en að klikka þannig að staðan er 1-0 fyrir okkur Öllu.

Svo var frábært ball með Von á eftir og verð ég að segja að Ingiríður þú ert nú bara apaköttur haha.

 

 

 

 

 


Sjómannadagur!!

Já á Sauðárkróki var haldið upp á sjómannadaginn með pompi og prakt.  Ég og Kristín Björg skelltum okkur í skemmtisiglingu klukkan 11 á laugardaginn í alves massa blíðu oghittum þar Öllu,Óskar,Þorgrím,Svövu,Elfu,Þórey,Gísla,Konna Kalla og Ástu Lilju ásamt fleira fólki.  Eftir siglingu far svo farið beint í grillaðar pylsur og svo voru skemmti atriði sem voru mjög fín.

Helstu punktar í þeim :

Stelpur sigruðu stráka í barnareipi togi (Kristín Björg tók þátt og var mj0g mondin á að hafa sigrað strákanna því hún er sko stór og sterk.)

Alla og co á Glaðheimum stóðu sig frábærlega  í kappróðri  og voru sko langflottastar.

Kristín Björg  og Þorgrímur hvöttu Öllu og Óskar til dáða (Óskar keppti með Örvari)

Sem sagt bara fín skemmtun í bongóblíðu.

 

 


Og það fannst tími til að blogga!!!

Já það fannst tími til að blogga en ástæða fyrir bloggleysi er fyrst og fremst tíma leysi því nóg hefur verið að gera.

Það sem nátturlega stóð upp úr í maí mánuði var að múslan mín Kristín Björg kom heim, ég var sko búin að vera þokkalega vængbrotin að hafa hana ekki hjá mér.

Svo hitti ég Þórunni og co en þau voru í heimsókn á klakanum en þau búa í Baunalandinu.

Maí mánuður fór fyrst og fremst í vinnu, er búinn að vera í 100 % vinnu á sjúkrahúsinu  að hugsa um dollanna mína  þar og svo var ég bóndi og ljósmóðir í hluta starfi.   Þannig að það er búið að vera nóg að gera.  Kristín Björg er búin að vera feikna dugleg í fjárhúsunum og finnst bara alveg frábært að fá að vera þar.  Gullkornin hafa runnið upp úr henni þar meðal annars þegar ein kindin var að fara að bera, rétt farið að sjást í snoppu kom hún á fullri ferð og bað mig um að koma strax að bjarga því að lambið væri bara fast í rassinum.  Nú svo var hún komin með alveg sérstakt kerfi á því hvernig hún kæmist framhjá þeim rollunum sem stanga.

Svo erum við búin að skella okkur í nokkrar sundferðir, fórum meðal annars í dag með Öllu,Þorgrími og Fríðu Björgu.

Kristín Björg er svo byrjuð á leikskóla, var að klára aðlögun í dag sem er búin að ganga rosa vel, en leikskólinn hennar heitir Furukot.  Hún er alveg himinsæl að vera komin á leikskóla aftur og sérstaklega með að vera bæði á sama leikskóla og Þorgrímur og sömu deild líka sem heitir Undraland.

Nú svo voru kosningar og eurovison á maí  en ég verð nú að segja að úrslitin þar fóru nú ekki alveg nógu vel, hefði viljað sjá bæði annað lag vinna í eurovision og sjá Eirik komast lengra, því að mér fannst þetta bara hið fínasta lag og flott hjá kauða, finnst lagið reyndar skemmtilegra á íslensku en ensku en svona er þetta bara en það var líka bara fúlt hvað var mikið austurlanda .....lykt af þessu.

Ragna Rós var með smá vinnu djamm partý því að hún er að hætta og flytja í mosó, þannig að við fórum nokkrar í sveitina til hennar á kosningar eurovison kvöldið, við Linda kiktum svo á djammið aðeins fórum í framsóknarhúsið,kaffi krók,jarlstofu og barinn og þar sem ég var búin að gefa loforð um segja engum frá einu bara blogga um það verð ég bara að láta flagga hér:

Að sjálfur  Björninn ( betur þekktur sem B..s.. T... lét sjá sig í Framóknarhúsinu en hann tengir sig víst ekki við þann flokk haha.

Til að vita meira verðið þig bara að spyrjast fyrir hjá mér haha.

Nú kosningar fóru bara svona eins og þær fóru, hefði viljað sjá margt annað þar, hefði fyrst og fremst viljað sjá fleira af norðurlandsvestra fólki fara inn,  því að mér finnst þetta svæði alveg fáranlega stórt, eigum voða lítið sameiginlegt með vestfjörðum og Akranesi.  En það verður gaman að sjá hvort og hvað verður staðið við af öllum kosningalofunum.

Smá könnun!!!!!

HELDUR ÞÚ AÐ RÍKISSTJÓRNI HALDI NÆSTU 4 ÁR EÐA PUMM SPRINGI??

Endilega svarið í athugasemd.

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband