Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

Stjörnuspá dagsins!

 

Vatnsberi: Þú ert tilbúinn til að hressa upp á ástarlífið. Ef þú greinir sambandið mun það auka tilfinningar sem þú hélst þig ekki hafa. Og þú prófar nýja og spennandi hluti!

 Jamm svona hljómar stjörnuspeki moggans í dag og ekki lýgur mogginn eða hvað???

En hlakka allavega til helgarinnar ætla að skreppa á Akureyri á morgun með dorranum mínum honum Eysteini (Guðrúnu skv þjóðskrá) en við ætlum að versla inn fyrir hin mikla gæru og dorra hitting sem mun fara fram á sunnudaginn í Lýtngsstaðarhrepp hinum forna.

Við verðum allstaðar upp á hnúk,í sundlauginni, tjaldstæðinu og á balli ársins.

 

Já Árgarður 2008 (3 ágúst) er málið um versló.

En aðalmálið er samt að allir gærudorrarnir mínír eru að koma MIG  HLAKKAR SVO TIL  og það verður SVO GAMAN HJÁ OKKUR.


Leikfélagsskrall og ættarskrall!

Já helgina eftir Húnavöku þá vorum við í stjórn Leikfélagssins búin að plana það að hittast og flýta fyrir haustvinnunni með því að mála sviðið í Bifröst og fórum við í það föstudaginn 18 júli.  Það gekk bara mjög vel og vorum við ótrúlega stolt af okkur sjálfum þegar verkinu var lokið.  Við fengum okkur svo pizzu enda búin að brenna miklu og orðin svöng og svo var farið heim í sturtu og ákveðið að hittast heima hjá Vigni þar fórum við í teiknispilið  og að sjálfsögðu var leikið en ekki teiknað(við erum samt góðir teiknarar líka).  Þetta var hin besta skemmtun og mikið drukkið að allavega drykkjum  og svo var haldið á barinn og var þetta hin besta skemmtun hjá okkur í stjórninni enda er þetta góður hópur.  Svo er bara smá sumarfrí hjá okkur núna þar til að við förum á fullt í haustverkefnið.  Sjáumst hress og kát í leikhæusi í OKT.

Kvöldið eftir hittumst ég,Elfa,Kata,Edda,Steini,Kristinn og Tobías heima hjá Kötu og fengum þennan fína grillmat og með var drukkið rauðvín og hvítvín.  Þetta kvöld var tær snilld enda mjög langt síðan þessi hópur hefur náð að hittast öll saman en þetta var hópurnn sem rak kýrnar saman í sveitinni í gamla daga eins og Kata orðaði það.  Þurfum endilega að gera þetta oftar og hafa þá líka með þá sem komust ekki með núna.  Það var mikið hlegið og margt sem rifjaðist upp alltaf gott að rifja upp hvað maður átti góð ár sem krakkagormur.  Edda og Steini brunuðu svo á Blönduós, ég,Kiddi og Tobías kíktum á barinn en þar var sveiflukóngurinn að spila og það ver mikið stuð.  Veðrið var geggjað og við vorum lengi fyrir utan barinn eftir lokun.

Þrátt fyrir að hér sé búið að stikla á stóru í samkvæmistlífinu er einnig búið að vera nóg að gera í vinnunni líka.  Tók nokkrar vaktir á deild 1 sem er sjúkradeildin sem var mjög skemmtilegt að breyta til og svo er búið að vea nóg að gera í því að njóta veðurblíðunnar og fara í sund og út að labba og hitta vini og kunningja og bara njóta þess að vera til.

Kristín Björg er búin að vera úti hjá pabba sínum núna í mánuð  og verður mánuð í viðbót.  Hlakka mikið til að fá músluna mína heim er búin að heyra reglulega í henni í símanum og hún er hress og kát að vanda og er búin að vea í miklum tónsmíðum að semja lög til að syngja fyrir mig ótrúlega krúttlegt. 

 


Já sæll!

Eigum við að ræða þetta bloggleysi eitthvað??? Já endilega hef allavega ekki þá afsökun að ég hafi ekkert skemmtilegt að blogga um því það er búið að vera meira en nóg að skemmtilegum hlutum að gerast.

En ef við stiklum á stóru (segir maður ekki annars svoleiðis) frá síðasta bloggi þar sem ég var á leiðinna á Húnavöku.

Húnavaka 2008

Ég renndi yfir fjallið um 2 á laugardeginum og ótrúlegt en satt var engin ísbjarnarumferð á leiðinni hvorki á leið á Húnavöku eða í fjörðinn fagra.  Ég brunaði svo beint til Eddu og við ásamt Jónu skelltum okkur í miðbæinn og komum mátulega til að sjá vöðvabúntinn dilla sér við heyhey hóhó.  Einnig kíktum við á markaðinn.  Ég´keyrði Eddu og Steina svo á bekkjarmótskvöldverð hjá Steina og kíkti svo til Kýddyar frænku og co og sá litlu frænku Emilíu Kístínu í fyrsta skipti einnig voru Marsý og Gummi og Gugga og co líka á staðnum.  Edda og Steini komu svo þangað og við brunuðum upp á brekkuna í hvítvínsdrykkju mikla fyrir ball svo misstum við okkur svo í spjalli að við misstum af kvöldvökunni en það gerði nú ekkert til en svo var lagt á stað á ballið en þar voru Sálin og Mercedes club að spila.  Óli sem er maðurinn hennar Auðar systir Steina var svo góður að skutla okkur enda rigning og við frænkurnar erum nú ekkert að missa okkur í gleðinni yfir að láta rigningu rugla hárinu.

En ballið var mjög skemmtilegt verð nú að viðurkenna að mér finnst nú gömlu Sálarlögin mun  skemmtilegri en þau nýju allavega svona á balli þegar maður er í tjútt gírnum þannig að þegar voru búin að koma nokkur ný lög í röð þá ákvað ég að skella mér fremst að sviðinu kippti í buxna skálmina á Stebba og bað hann hvort að hann gæti ekki farið nokkur ár aftur í lagavali og sett svolitla Central Park stemmingu í húsið (Miðgarðsböll fyrir þá sem ekki skildu) og ég fékk bros og eftir smá stund var talið í sódóma, hey kanína og fleiri eðalsmelli.  Hitti fullt að fólki sem ég hef ekki hitt mjög lengi á þessu balli sem var mjög gaman.  Svo i hléi mættu vöðvabuntinn á svið og það var nú frekar fyndið.  Edda sagði við mig að við yrðum að fara fremt þegar þeir spiluðu hey hey hóhó sem við gerðum og ég fór í það að ryðja leiðina að sviðinu og fékk mér svo bara sæti þar og fylgtist með liðinu og það var frekar eða bara mjög áhugavert en sumir voru nú ekki alveg að höndla þessa stemmingu sem myndaðist þótt að áhuginn hefði verið mikil í upphafi. En heimferðin var afar skondin í gleði sinni yfir að fá far á ballið gleymdi Edda alveg að taka annan skófatnað með og fljótlega var ún komin úr skónum trítlandi á milli gæsaskítsklessna, ekki leist Steina vel á þetta og lét hana hafa sína skó og tók að valhoppa yfir gæsaskítin en við komumst þó heil heim þó svo að við værum ansi blaut því ekki virkaði nú  " leigubílaþjónustan" sem ég ´sló á þráðinn til.  Hann var reyndar veiðimörgæs en ekki leigubílstjóri.  Við snæddum svo eðalsamloku þegar heim til Eddu og Steina var komið og sunnudagurinn fór í eðal slökunar dag hjá okkur frænkum.  (Það var samt engin þynnka)

 


Blogg

Þar kom að því að ég kom því í verk að blogga.   Það hefur margt og mikið á daga mína drifið síðan síðasta blogg var enda var það í byrjun júni.

Skellti mér m.a í borgina eina helgi og fór á Grímuna í Þjóðleikhúsinu með Elfu.  Þar var byrjað í veislu með hvítvíni og alskonar snittum og pinnamat.  Svo hófst dagskráin sem var mjög fín.  Við vorum með sæti upp á svölum. Já við vorum í svala liðinu sem fékk 2 merkingar þetta kvöld þar að segja vera upp á svölum og svo með svala liðinu (þotuliðinu). Komumst líka að því að það er HRÆÐILEGT  fyrir fólk að vera lofthrædd og fá sæti á svölunum.  Það kom líka snilldar gullmoli um ljóta liðið en það komu 2 stelpur og voru að hvíslast á um að þær væru bara með sæti hjá ljóta liðinu og Elfa snýr sér við til þeirra og segir takk og það varð smá brandari um það.  En þetta var hin bersta skemmtun og kynnar kvöldsins þeir Gói og Jói voru algjörir snillingar. Fórum svo á pöbbarölt í bænum og það var bara fínt.  'A laugardagskvöldið fórum við svo í útskriftarpartý hjá Þuríði og Gjen og það var mjög fínt. 

Síðustu vikuna í júni byrjuðum við Kristín Björg í sumarfríi og mikið var það nú yndislegt, nutum þess að sofa út, hjóla og fara í sund og hafa það náðugt.  Síðustu helgina í júni fórum við svo á ættarmót sem var að þessu sinni haldið á Dæli í Húnavatnssýslu.  Það var bara ljómandi gaman hefði reyndar mátt vera betra veður en maður ræður víst því ekki.  Á laugardeginum fór svo Kristin Björg til pabba síns og verður þar til mánaðarmóta águst/sept.  Sakna litlu múslunar minnar.

Ég byrjaði svo að vinna í síðustu viku, tók þá 3 vaktir á sjúkradeildinni sem var fín tilbreyting og fór svo í helgarfrí og stefnan er tekin á Húnavöku á morgun. 

Ég,Kristín Hanna og Tobías skelltum okkur á hestbak svo á hestbak í kvöld en það er svona ca ár síðan ég gerði það síðast og það var mjög fínt já fyrir utan svona smá atriði eins og að það er ÓGEÐSLA vond þegar herra Ljúfur (hesturinn ) steig fantalega ofan á fótinn á mér, táslurnar ennþá aumar.  Byrjun reiðtúrsins var reyndar frekar kostulegur þar sem að herra´Ljúfur hafði þann miskilng að ég hefði komið til að æfa kúreka atriði en það var alls ekki ætlunin en ég datt samt ekki af baki.  En hann átti svo góðan sprett eftir að hann ákvað að láta alla 4 fæturnar nema bara við jörðina en kúrekaleikurinn hans sem sagt fólst í alskonar hoppum ýmist með fram eða afturendan upp í loft.  Fórum svo í ís í KS varmó.  Ég og Eva tókum líka góðan göngutúr í morgun og ég gerði og skilaði fullt að verkefnum fyrir skólan en það er nóg að gera í honum næstu daga.

Er komin á facebook og fann þar meðal annars Will og Dylan sem eru strákarnir sem ég var að passa í USA og ég fékk pínu kjánahroll að komast að því að Will er komin með aðdáenda klúbb og ég er sko búin að skrá mig en hann er bara orðinn ansi þekktur leikari í USA.  Gaman að því og ég er geggjað stolt af USA grísunum mínum.

En næst er Húnavaka sjaumst þar á Sálarballi.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband