Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Dularfulli pakkinn!!!

Já í síðustu viku þegar við komum heim einn daginn eftir vinnu þá beið pósturinn sem er svo sem ekkert óvanalegt nema hvað að í honum var meðal annars pakki sem var vafinn inn í hvítt plast með límmiða frá póstinum (samt enginn stimpill) merktur á mínu nafni en með Jöklatúns heimilisfanginu.

Í pakkanum var svo bleikur nike bolur í Kristínar stærð og einn strumpur  en ekkert kort eða neitt með þannig að við höfum ekki hugmynd um hver sendi þetta en viljum gjarnan komast að því.

Veit einnhver???????????

En annars takk fyrir kveðjurnar, sms,simtöl ,pakka og kvittið  þegar daman átti afmæli


Versló er víst liðinn!

Fékk ábendingu um að versló væri liðinn sem er jú satt ogég held svei mér að september sé að detta í þann sama hóp, allavega er töluverður sprettur á honum.

En það er margt og mikið búið að gerast síðan um versló.  Ber þar helst að nefna vikuna 18-23 ágúst.  Byrjaði vikan eins og vanalega á vinnu, þriðjudaginn 19 ágúst mætti ég einnig á vinnustaðinn en þó án þess að stimpla mig inn þar sem erindið var að kynnast einum hluta hússins sem ég hef  ekki sinu sinni skoðað þar að segja skurð stofunni.  Erindið var magaspeglun.    Lilla frænka var svo væn að taka að sér driver hlutverkið og keyrði mér á staðinn, Byrjaði á þvi að hitta Óskar 10:30,  Ég laggðist á bekkinn og fékk útskýringar  á hvernig þetta færi nú fram, það yrði sprayað deyfinga lyfi í hálsinn og sagði Óskar bara að í sannleika sagt væri það ÓGEÐSLA vont á bragðið en ég yrði samt að kynja því.  Það var alveg rétt hjá honum en ég náði nú samt að kyngja án þess að kúgast mjög mikið en ótrulega skrýtin tilfinning að finna tungu og kokið deyfast á stuttum tíma.  Svo yrði sett nál í æð sem er gefið slakandi kæruleysis sprauta sem ég yrði syfjuð af.  Verst væri svo þegar hann væri að koma slöngunni í gegnum kokið þá mundi hann biðja mig að kyngja.  Ég ætlaði nú aldeilis að reyna fylgjast með og aðstoða með því að hlýða fyrirskipunum. Ég leit á klukkuna þegar hann var að setja nálina og og spraya 10:45, ég man ekki eftir að hafa orðið neitt syfjuð, mann eftir vondu bragði og að hafa kúgast aðeins við að fá sprayið í hálsinn en svo man ég ekki neitt fyrr en ég hrökk upp og heyrði Gústu segja jæja ertu vöknuð og þá var klukkan 11:45, ég sem sagt steinrotaðist af þessari litlu sprautu sem á að láta mann vera milli svefns og vöku.  Óskar kom svo með niðurstöður sem ég er nú á að það eigi bara að hringja í mann daginn eftir því að ég man voða litið það sem hann sagði nema að það voru bólgur í vélinda, hann væri búinn að skrifa upp á lyfseðill,sá myndir úr speglunni og að ég mæti ekki keyra heima.  Ég ákvað að fara og fá mér vatn inn á deild áður en ég færi heim og ég held bara að ég hafi slegið tíma met í að vera lengi að koma mér yfir ganginn enda hálf vönguð ennþá eftir sprautuna.  Lilla náði svo í mig og skutlaði mér í apótekið og svo heim þar sem ég fékk mér að borða enda orðið ógó svöng eftir að hafa verið fastandi frá miðnætti kvöldið áður.  Kúrði svo yfir dvd fram eftir degi.

Daginn eftir brunaði ég svo í borg óttans því að litla snúllan mín var að koma heim.  Það var yndisleg stund  að þegar hún birtist út úr tollhliðininu og tók á rás og stökk upp um hálsinn á mér og knúsaði mig og kyssti.  Búin að vera 2 langa mánuði úti í Svíþjóð hja pabba sínum.

Ég var svo í bænum fram á föstudagskvöld, ég og Kata vorum á tímastöð í Rallý Reykjavík á fimmtudagskvöldinu og föstudeginum.  Gylfi sonur vinkonu Elfu bjargaði okkur með að skella sér með á föstudeginum og áttum við bara fínan dag á suðurlandinu.  Elfavar svo með okkur á fimmtudags og föstudags kvöldinu.  Þórey og Ásta Lilja fengu svo far með okkur norður.

26 ágúst byrjaði svo litla skottið í  skólahóp og það var stolt móðurhjartað sem fylgti henni fyrsta daginn og var daman skiljanlega mjög spennt þegar hún trítlaði á stað með bakpokan á bakinu.

29 ágúst varð svo daman 5 ára, ótrulegt að það séu liðin 5 ár síðan hún skaust í heiminn.  Hún kom hratt í heiminn og þessi tími hefur sannarlega liðið hratt.

6 og 7 sept var svo réttarhelgi.  Fórum fram í rétt þegar hópurinn kom niður.  Kristin Björg vakti sannarlega athygli þar sem hún hafði valið sér síðan kjól til að fara í sveitina og skellti sér svo úr spariskónum (að ósk móður) í gummístigvél til að mega hlaupa úr bílnum til afa ( en pabbi og Jói voru á dráttarvélinni með vagninn í göngunum).  Við héldum svo áfram í sveitina en Kristín Björg var nu reyndar ekki mjög sátt við það að mega ekki fara og ná í Kjömmu sína strax en það er réttað daginn eftir

Daginn eftir mættum við svo snemma framm í  rétt og vildi svo heppilega til að Kjamma skilaði sér í þessum göngum og kom inn í réttina frekar snemma.  Ég rak svo áugun í hana og við mæðgur drógum hana saman inn í dilk þegar Kristín var búin að faðma hann aftur og aftur.  Eins gott að nota tækifærið þar sem að Kjamma er nefnilega ekkert gæf svona dags daglega.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband