21.6.2007 | 13:03
helst í fréttum...
Vildi bara láta vita að það eru komnar fullt af myndum inn á síðuna hennar Kristínar Bjargar inn á barnaland.
Annars er bara allt gott að frétta, Kristin Björg er bara mjög ánægð á leikskólanum og svo þegar hún er ekki á leikskólanum hefur verið nóg að gera í að njóta veðurblíðurnar sem er búin að vera og fara í sund og út að hjóla, hún er farin að hjóla eins og herforingi en verið svolitið mikið að hanga í mér í sundinu en það er allt að koma. Svo er alltaf gott að komast í sveitina og hlaupa frjáls þar.
Við fórum á 17 júni skrúðgöngu og tókum þátt í dagskránni sem var mjög fínt.
Af mér er bara allt gott að frétta, alltaf nóg að gera í vinnunni, kellurnar farnar að týnast í sumarfrí en ég ætla ekki að taka mér neitt frí þetta árið bara vera í vinnunni. Læt mér nægja að taka bara smá haustfrí því í september er ég að fara í vinnuferð til Köben og það verður sko fjör komin mikil tilhlökkun í okkur en við erum held ég 17 sem förum fjörugar kellur að deild 2.
Nú svo er líka á dagskránni loðnuferð og þar verður sko ekki minna stuð skal ég segja ykkur en su ferð er ekki komin eins langt í plönun. Svo er nú mega afmæli hjá einni loðnunni um helgina en hann klói minn er alveg að ná því að skríða yfir 30 ára múrin, ogþar verða nú 4 af 5 loðnunum saman komnar þannig að kanski koma einnhver plön um helgina.
Annars vorum við að ræða það í vinnunni af hverju í óskopunum ódýrasta verðið +a utanlandsferðum er alltaf miðað við visitölufjölskylduna þar að segja 2 fullornir og 2 börn á aldrinum 2 til 11 ára. En ef það eru bara 2 fullornir eða 1 fullornir með 1 barn er það alltaf dyrara, þannig að við saum það eg og ein önnur sem á einmitt stelpu á aldur við Kristinu að það væri liklegast hagkvæmt fyrir okkur að finna okkur mann sem á 1 barn á þessum aldri þvi þá passaði maður inn i visitölufamiluna en þetta voru nú bara svona pælingar.
Svo eru líka smá breytingar í deiglunni í húsnæðismálum, þannig að það er nóg að gera framundan. En nánar um það seinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
13.6.2007 | 09:16
Austfirðir!!
Já síðustu helgi skelltum við Kristín Björg okkur í smá ferðalag á austfirðina, ástaða ferðalagsins var reyndar ekki alveg sú skemmtlegasta en ég var að fara á jarðaför afa. Við urðum samferða Gróu sem ég er að vinna með þar sem hún var einnig að fara á jarðaför austur. Við brunuðum á stað og keyrðum í einum rykk til Egilstaða, tókum stopp þar til að teygja úr okkur og ákváðum að kaupa ís sem gekk reyndar pínu brösulega sökum frekar tregs starfsfólkið sem fól í sér punkta eins og þessa
- þegar viðskiptavinur kemur að afgreiðsluborði óskar hann eftir afgreiðslu.
- það er stærðar munur á barnaís og ungbarnaís
- stærð ísar á líka að fara eftir verði.
- Feikilegt mál og þurfti alveg 3 starfsmenn til að redda kúlu ís því Kristin vildi frekar svoleiðis en vélar ís. Því þau kunnu ekki á svoleiðis ís sem var samt þarna til sölu.
- Ef viðskiptavinur spyr um eitthvað í þessu tilfelli hvort það sé blómabúð á staðnum þá er skemmtilegra að afgreiðslumaður geti svarað en samtali var á þessa leið
- Ég: Veistu hvar blómabúðin er hér á Egilsstöðum
- Starfsmaður: ég veit það ekki
- Ég : Helduru að það sé einnhver að vinna hér sem veit það
- Starfsmaður ; Já 0rugglega
- Ég: Gæturu athugað það
- Starfsmaður : já já
Sami starfsmaður fór svo beint til annars starfsmann en fór líka beint í það að tala um hvað ætti að gera eftir vinnu. En þetta bjargaðist samt þar sem að einn viðskiptavinur kom til okkar og sagði okkur hvar blómabúð væri að finna.
Leiðin lá svo áfram á Eskifjörð og fór ég þá beint til ömmuog svo á kistulagninguna, Kristín skemmti sér hið besta heima hjá ömmu á meðan en tendaforeldrar Njólu frænku pössuðu hana og 2 frænkur til viðbótar á meðan. Við hittumst svo öll heima hjá Andresi og Svönu i pizzuveislu en svo fórum við systkinabörnin til Guðlaugar frænku og co en partur af okkur gisti hja henni og partur í húsinu hliðin á henni, á laugardeginum fórum ég,Sindri,Alla og Guðlaug í smá göngu með börnin og svo var farið að gera sig klárt fyrir jarðaförina, Aftur tóktengdamamma Njólu að sér barnabarnabörnin en þau komu svo í kaffið. Athöfnin var mjög falleg og fór fram í blíðskapaveðri. Það var mikið stuð hjá krökkunum að geta hlaupið úti og svona rétt að það væri tími til að koma inn að drekka, þegar við vorum rétt að koma að borðinu stoppaði mig einnhver til að spjalla en Kristin hafði sko ekki tíma í að bíða heldur pikkaði bara í konu við borðið og sagði ég vil bara svona og svona köku og bendi á ákveðnar tegundir, konan svaraði já á eg að hjálpa þér, já takk svaraði Kristin, hvar er diskurinn þinn sagði konan, Kristín; hann er sko bara þarna og bendi á staflan við enda borðsins.Já hún bjargar sér sko þessi elska.
Eftir kaffið fórum við svo heim til ömmu og svo fórum eg,Kristin Björg, Alla,Egill,Teitur,Sólrún,Kristin,Eiki og Andres í smá siglingu á nýja hraðbátnum Andrésar og fórum yfir á Reyðarfjörð en þar var mikið alvershátið, settumst á kaffi hús þarna og manni hrinlega brá bara ef maður heyrði íslensku. Svo um kvöldið vorum við bara í roleg heitum heima hjá Guðlaugu og co.
Sunnudagurinn fór svo í að koma sér heim. Við Gróa fengum mýsjokk hjá Reykjahlíð, við erum að tala um að það eru heilu skýstrokarnir af þessu ógeð, við höfðum allavega ekki lýst á að borða nestið okkar þarna sökum hættu á að fá of marga aukabita.
Svo er bara vinna og aftur vinna framundan en vonandi heldur góða veðrið áfram að vera hérna.
Það var rjómablíða hér í gær sem við misstum hreinlega af þar sem Kristin tók upp á því að fá gubbupest en það er sem betur fer búið og hún fór spræk á leikskólan í morgun.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.6.2007 | 01:02
Sjómannadagstjútt!!!
Já á laugardagskvöldið var sjómannahófið og þar var sko aldeilis fjör, bara sorglegt fyrir ykkur sem fóruð ekki að hafa misst af þessu.
Við fórum 10 saman ég,Elfa, Óskar,Alla, Þórey,Gísli, Sigurlaug,Kjartan,Tobbi og Adda. Hittumst heima hjá Þórey og Gísla í smá upphitun og var von kvöldsins að veislustjórinn þessa hófs myndi standa sig betur en hófsins í fyrra og það klikkaði svo ekki því að Björgvin Frans var sko bara snillingur jafn góður og sá í fyrra var ekki að standa sig. Borð haldið var mjög fjörugt, góður matur og góð skemmtiatriði bæði á sviðinu og innan borðs.
Punktar frá skemmtiatriði á sviði:
Björgvin Frans fór á kostum og skemmti þrælvel, var með góða stjórn á salnum, var bara mjög fyndin og fór hreinlega á kostum í lokaatriði þar sem hann sýndi miki tilþrif í eftirhermum á Jónsa,Birgittu,Geir Ólafs, Eivör og fleirum.
X faktor keppni þar sem voru hvað 4 lið eða 5, úrslitin gleymtust reyndar en það er sko alveg klárt að ship og hoj hópurinn vann eða hvað????já ekki spurningin.
Raggi Bjarna og Óskar Páll voru góðir og í stuði og ég og Alla tókum nú líklegast lagið með Ragga Bjarna. Það var nú bara fínasta fjör að tjútta með kallinum enda er Raggi bara töffari og þetta var nú bara fyndið erum meiri segja búnar að fá comment frá gestum bæði á ballinu og eftir það.
Meðal annars að þetta hefði nú bara verið svo flott hjá okkur að það hefði bara verið eins og við værum vanar hahaha, flott atriði, flott skemmtun, hvort við værum systur og fl þetta var sko ekki æft og það er sko eiginlega Gísla Konn að kenna að mér datt þetta í hug, Alla vissi nú ekkert hvað var um að vera fyrr en á leiðinni upp á svið en ég átti nú von á að restin af stelpunum myndu koma okkur hmmmm Elfa,Þórey,Sigurlaug,Adda hvar voruð þið??? veit reyndar hvar þið voruð en hvað átti það að þýða að koma ekki með???
En svona smá nánari útskýring var innanborðs humor i gangi með að ég var að reyna vinna í því að koma Gísla Konn á svið því honum fannst það svo gaman þegar hann fékk kaðal verlaunin i fyrra, sérstaklega þar sem við Alla stóðum okkur fegna vel i salnum sem stuðningslið, hann sagði að Kjartan ætti að fara því hann ætlaði ekki að fara upp á svið að syngja, svo var þetta komið út í það að Kjartan myndi syngja gætum við fengið að heyra eitthvað íslenkst og Gísli að dansa með og ég kallaði meðal annars á Björgvin veislustjóra og sagði honum frá að þessum 2 langaði svolítið að koma með atriði já ég veit ég er smá púki ekki mikill, en þeir þorðu ekki.
Svo bað Raggi 3 stelpur um að koma og Gisli kom með einnhver comment á að ég ætti að drífa mig þannig að ég sá að það borgaði sig frekar að lata sig vaða heldur en að klikka þannig að staðan er 1-0 fyrir okkur Öllu.
Svo var frábært ball með Von á eftir og verð ég að segja að Ingiríður þú ert nú bara apaköttur haha.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
5.6.2007 | 00:16
Sjómannadagur!!
Já á Sauðárkróki var haldið upp á sjómannadaginn með pompi og prakt. Ég og Kristín Björg skelltum okkur í skemmtisiglingu klukkan 11 á laugardaginn í alves massa blíðu oghittum þar Öllu,Óskar,Þorgrím,Svövu,Elfu,Þórey,Gísla,Konna Kalla og Ástu Lilju ásamt fleira fólki. Eftir siglingu far svo farið beint í grillaðar pylsur og svo voru skemmti atriði sem voru mjög fín.
Helstu punktar í þeim :
Stelpur sigruðu stráka í barnareipi togi (Kristín Björg tók þátt og var mj0g mondin á að hafa sigrað strákanna því hún er sko stór og sterk.)
Alla og co á Glaðheimum stóðu sig frábærlega í kappróðri og voru sko langflottastar.
Kristín Björg og Þorgrímur hvöttu Öllu og Óskar til dáða (Óskar keppti með Örvari)
Sem sagt bara fín skemmtun í bongóblíðu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.6.2007 | 00:06
Og það fannst tími til að blogga!!!
Já það fannst tími til að blogga en ástæða fyrir bloggleysi er fyrst og fremst tíma leysi því nóg hefur verið að gera.
Það sem nátturlega stóð upp úr í maí mánuði var að múslan mín Kristín Björg kom heim, ég var sko búin að vera þokkalega vængbrotin að hafa hana ekki hjá mér.
Svo hitti ég Þórunni og co en þau voru í heimsókn á klakanum en þau búa í Baunalandinu.
Maí mánuður fór fyrst og fremst í vinnu, er búinn að vera í 100 % vinnu á sjúkrahúsinu að hugsa um dollanna mína þar og svo var ég bóndi og ljósmóðir í hluta starfi. Þannig að það er búið að vera nóg að gera. Kristín Björg er búin að vera feikna dugleg í fjárhúsunum og finnst bara alveg frábært að fá að vera þar. Gullkornin hafa runnið upp úr henni þar meðal annars þegar ein kindin var að fara að bera, rétt farið að sjást í snoppu kom hún á fullri ferð og bað mig um að koma strax að bjarga því að lambið væri bara fast í rassinum. Nú svo var hún komin með alveg sérstakt kerfi á því hvernig hún kæmist framhjá þeim rollunum sem stanga.
Svo erum við búin að skella okkur í nokkrar sundferðir, fórum meðal annars í dag með Öllu,Þorgrími og Fríðu Björgu.
Kristín Björg er svo byrjuð á leikskóla, var að klára aðlögun í dag sem er búin að ganga rosa vel, en leikskólinn hennar heitir Furukot. Hún er alveg himinsæl að vera komin á leikskóla aftur og sérstaklega með að vera bæði á sama leikskóla og Þorgrímur og sömu deild líka sem heitir Undraland.
Nú svo voru kosningar og eurovison á maí en ég verð nú að segja að úrslitin þar fóru nú ekki alveg nógu vel, hefði viljað sjá bæði annað lag vinna í eurovision og sjá Eirik komast lengra, því að mér fannst þetta bara hið fínasta lag og flott hjá kauða, finnst lagið reyndar skemmtilegra á íslensku en ensku en svona er þetta bara en það var líka bara fúlt hvað var mikið austurlanda .....lykt af þessu.
Ragna Rós var með smá vinnu djamm partý því að hún er að hætta og flytja í mosó, þannig að við fórum nokkrar í sveitina til hennar á kosningar eurovison kvöldið, við Linda kiktum svo á djammið aðeins fórum í framsóknarhúsið,kaffi krók,jarlstofu og barinn og þar sem ég var búin að gefa loforð um segja engum frá einu bara blogga um það verð ég bara að láta flagga hér:
Að sjálfur Björninn ( betur þekktur sem B..s.. T... lét sjá sig í Framóknarhúsinu en hann tengir sig víst ekki við þann flokk haha.
Til að vita meira verðið þig bara að spyrjast fyrir hjá mér haha.
Nú kosningar fóru bara svona eins og þær fóru, hefði viljað sjá margt annað þar, hefði fyrst og fremst viljað sjá fleira af norðurlandsvestra fólki fara inn, því að mér finnst þetta svæði alveg fáranlega stórt, eigum voða lítið sameiginlegt með vestfjörðum og Akranesi. En það verður gaman að sjá hvort og hvað verður staðið við af öllum kosningalofunum.
Smá könnun!!!!!
HELDUR ÞÚ AÐ RÍKISSTJÓRNI HALDI NÆSTU 4 ÁR EÐA PUMM SPRINGI??
Endilega svarið í athugasemd.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.5.2007 | 17:42
Smá blogg!!
Jæja það er víst komin tími til að blogga smá en ekki nema rétt 2 mánuðir síðan síðast.
En allavega ætla ég svo sem ekkert að fara rekja það í löngu máli allt sem hefur skeð frá síðasta bloggi sem var frábært afmæli og þorrablót.
En síðan þá hefur margt gerst það helsta er flutningur til Íslands og að ég er farin að vinna aftur á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki.
Ég er svona nánast búinn að vera vinna síðan ég kom heim, fékk reyndar páskafrí og á föstudaginn langa hittist vinarhópurinn og við borðuðum saman og fórum svo á djammið á barinn þar sem Herramenn og Spútnik spiluðu og var þetta vel heppnað kvöld í alla staði.
Svo er nátturlega mikið búið að vera gerast í sæluviku en maður komstnú ekki yfir að gera allt í henni frekar en fyrri daginn en skellti mér að sjálfsögðu á leiksýninguna sex i sveit hjá Leikfélagi Sauðárkróks sem er snilldin ener reyndar buinn að vera vinna í miðasölunni líka.
Svo fór ég á dægurlagahátiðina sem var líka snilldin ein og ball á eftir með Von og Geira.
Laugardaginn 5 maí var svo biðin loks á enda en þá brunaði ég í bæinn til að sækja músluna mína Kristínu Björgu en ég flaug heim 23 mars þannig að þetta var orðin ansi langur tími.
En allavega læt ég þetta nægja i bili alla skella mér í sveitina í að gefa og kíkja á sauðburðinn.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2007 | 23:33
900 manna afmæli, Geirmundur spilaði og Inibjörg Solrún m´tti!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.3.2007 | 22:38
framhald ferðasögu
jæja það er víst komin tími á að halda áfram með ferðasöguna, var reyndar að fatta að gleymdi á sunnudeginum að Ingiríður kom mú brunandi strax til að kíkja á okkur, en sam sagt að miðvikudeginum fórum við meðal annars í kaffi til Lillu frænku og það var frekar skondið að við vorum varla komnar inn um dyrnar þegar litla dýrið segir ég er voða svöng og mig langar í pönnukökur, (hmm veit ekki hvaðan hún hefur þetta sterka pönnukökulyktarskyn) en viti menn það reyndust nú líklega til ný steiktar pönnsur.
Fimmtudagur
var bara leti til að byrja með svo var faríð á Krókinn þar sem við mæðgur skelltum okkur í klippingu og svo fórum við með Öllu,Óskari og Þorgrími í sund og hittum þar Þóreyju,Ástu Lilju og Konna Kalla og Önnu og Söru Líf. Það var heiljar mikið stuð að vanda í lauginni og svo var pizzu hittingur hjá Þórey og Gísla eftir sundið og þá bættust Gísli,Elli Hjartar og Eggert í hópinn þó svo að þeir hafi skrópað í sundið. Svo um kvöldið var skipt yfir í saumó og þá bætist Sigurlaug í hópinn hja mer,Þórey,Öllu og Önnu en Bryndhildur komst ekki, en strákarnir voru allir sendir burtu, hehe enda ömurlegt að hafa þá í saumó ea hvað????
Föstudagur
Föstudagurinn fór að mestu í undirbúning fyrir afmælið og fórum við Kristin og hittum Guðmann frænda og hann hjálpði okkur að gera salin klárann og svo kom Alla og Lilla líka og svo strtaði afmælið um 18 og stóð fram á kvöld, það var rosa gaman að hitta alla og spjalla alla, kosturinn er að maður hittir margar en gallinn kanski sá að maður hefur ekkert rosa mikin tíma að spjalla þegar maður er svona á þeytingi milli fólks en allavega var ég ánægð með kvöldið og takk innilega fyrir komuna allir og takk fyrir gjafirnar.
Humór kvöldsins verður klárlega að skrifast á Sóleyju skvís, hún kom þegar líða tók á kvöldið en tók smá mannafel og kom aftan að Ingiríði og ætlaði að fara faðma hana þegar hún fattaði að þetta var ekki ég, þetta var bara snilld á sjá svipin á þeim báðum haha, Sóley sá sem sagt bara baksvip á rauðhærði stelpu með sítt hár, ég hef nú ekki breyst svona mikið á þessum mánuðum eða hvað?? eða erum við kanski bara meira líkar en við heldum Ingiríður ???
Jói,Eva,Kristinn, pabbi og mamma og Kristín Björg hjálpuðu mér svo að ganga frá salnum, ja litla party ljónið hafðu sko haft vit á því að sofa fram á hadegi og leggja sig svo aftur um 3:30 til að hafa orku í partyið.
Laugardagur
Sofið út svona eins og alla hina dagana, á maður ekki að gera það í frí annars???
Svo komu Lilla og Hjördís og við frænkurnar ásamt pabba gerðum þorramatinn kláran og skelltum í trogin og svo var bara farið að vinna í að gera sig klár fyrir blótið.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.2.2007 | 19:09
Loksins blogg!!!!
Jæja það eru víst kominn svolítill langur tími frá síðasta bloggi.
En allavega vorum við mæðgur sem sagt á Íslandi fórum þangað sem sagt 11 febrúar og komum tilbaka síðasta föstudag.
Sunnudagurinn fór nú bara eins og hann lagði sig í ferðalag við lögðum á stað með rútu til Stokkhólms klukkan 00:50 aðfaranótt sunnudags og komum inn til Stokkhólm um hálf 7 um morgunin, við sváfum nú nánast alla leiðinna en vöknuðum rétt um 6, þá var skipt yfir i flugvallarútunna og vorum komnar á völlinn um 8, byrjaði þá að losa mig við töskunar og fórum svo bara í gegnum tollinn og hengum svo á vellinum þangað til kom að flugi en það var um 13:20, finnst samt ótrúlega merkilegt hvað það er ótrúlega léleg aðstaða fyrir börn á vellinum, það er nákvamlega ekkert um að vera ekki einu sinni kubbaborð eða videoherbergji en þetta eru hlutir sem eru komnir inn á annanhvorn veitingastað og verslanir, en við dunduðum okkur bara þarna, svo datt Kristinu nú í hug að skjótast í gegnum hurð sem var ætluð komufarþegum sem varð til þess að við mattum storma í gegnum tollinn aftur sem er nú bara orðinn heljar vinna týna upp síma, dvd spilarn og svo setja varasalv og tilheyrandi dót i pæastpoka. Síðan var flogið til Keflavíkur og þar tóku Þorleifur og Guðný á móti okkur og við brunuðum í bæinn og beint á Reykjavíkur flugvöll, þar hittum við pabba en hann var að útskrifafast af spítala og flugum við með honum norður, það var þvílík ókyrrð í loftinu og Kristinu fannst það afar skemmtilegt að litla flugvélin skyldi sko kunna að bomsa. Svo var brunað í sveitinna og skríðið fljótlega í háttinn þegar daman var búinn að taka einn sprett á Grána (sem er leikfanga hestur) gera Snældu kisu pínu æsta og renna niður kókómjólk.
Mánudagur:
Fór nú bara mest í leti, renndum í smá verslunar leiðangur í krókinn og kíktum í heimsókn til Öllu og Þorgríms en það var nú orðin mikil spenningur að hitta Þorgrím, þau voru voða glöð að hitta hvort annað og svo var bara farið í sveitina og Ingiríður kíkti á okkur og Tobías líka, hann var reyndar með okkur á króknum.
Þriðjudagur:
Skelltum við mæðgur okkur á Akureyri ásamt mömmu og var byrjað í Bónus og svo kíktum við á Billu og co og síðan fórum við að heimsækja Deddu ömmu systir á Kristnes. Þannig að dagurinn leið hratt á Akureyrinni.
Miðvikudagur:
Var bara í róleg heitum í sveitinni, skrubbum aðeins í kaffi til Lillu frænsku og síðan var kíkt á búskapinn, Kristín þurfti svo að kíkja í fjárhúsin til að kíkja á Kjömmu sína ásamt öllum hinum kindunum og gaf þeim smá hey að borða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.2.2007 | 20:49
Skrautlegur skóli!
Já ég verð að segja að þessi blessaður skóli er stundum dálítið skrautlegur, eins og ég hef komið að áður er ég í 2 fögum og er mikið til sama fólkið með mér í hóp, þó ekki alveg, an allavega vorum við að lesa kafla í gær sem að meðal annars kom inn á einelti og var okkur svo skipt í hópa til að ræða þetta ég lendi í hóp með stelpu sem er frá Rússlandi og strák sem ég man ekki hvaðan er en allavega er hann pínu undarlegur og yrti varla á okkur þegar við vorum að byrja tala um þetta og þegar við spurðum hann hvað honum finnist þá svaraði hann bara ég er ekki mikið fyrir að vinna í svona hópavinnu, halló það er ekki eins og þetta sé eitthvað val, svo var smá próf síðasta mánudag og kennarinn dreifði okkur smá um stofuna og hann mætti of seint i timann,( mætir reyndar alltaf of seint) og missti sig hreinlega því að kennarinn benti honum á að setjast í visst sæti. En alltaf gaman að fá skemmtiatriði í tímum. Svo er annar gaur þarna sem fer alveg á kostum bara því hann er svo fyndinn, hann er td ekki hættur að róta og róta í töskunni og svo er oft afar skondið þegar hann er að svara spurningum aðallega því að hann er ekki alveg alltaf í sambandi við það sem við erum að gera. en mér hefur alltaf þótt afar skemmtilegt að spá í fólki, þannig að þetta er bara hin besa skemmtun. Annars gengur bara skólinn vel.
Annars er bara allt ágætt að frétta úr Svíaríki, styttist óðum í að við Kristín komum á klakan og er farið að hlakka mikið til. Vinnu málin eru áfram á sama snigla hraðanum. En vonandi fer eitthvað að gerast þar á bæ.
læt þetta nægja i bili Lulla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2009
- Desember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
vinir mínir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar