6.11.2007 | 23:26
Hvað er hægt að vera heppinn??
Já ég spyr, lendi í því um daginn að ég var að koma heim og komst að því að ég var sem sagt læst úti, málið var ekki að ég væri lyklalaus nei nei auk þess að inni voru Snæbjörg og Kristín en ég var sem sagt læst úti og þær inni. Eitthvað hafði klikkað í læsingunni og hvorgi var hægt að opna að innan né utan, sem sagt frekar mikið klúður en eftir ca klukkutíma tókst okkur með aðstoð Kötu nú að komast inn og þegar ég var svo búin að kaupa nýjan lás kom Kiddi frændi og skipti og kom þá í ljós á gamli lásinn var vægast sagt í klessu. Kristínu var nú alveg hætt að lýtast á þetta og kallaði alltaf út til mín reglulega mamma mín ég elska þig svo mikið þessi litla rófa.
Annars er bara allt gott að frétta, nóg að gera í vinnu og skóla og styttist allt of hratt í próf, en svo er maður þá líka komin í jólafrí frá skólanum og desember er alltaf skemmtilegur fyrir jólabarnið mig.
Fórum að sjá Alínu á laugardaginn sem var rosa skemmtilegt stykki, var að vinna í miðasölunni en hef því miður ekki haft tíma til að vera mikið með í þessu stykki en það er víst bara svoleiðis.
Læt þetta nægja í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
6.11.2007 | 23:17
Ferðalag loðnanna
Já hinni miklu loðnuferð er lokið og heppnaðist hún í alla staði vel, fyrir utan það að ein loðnan komst ekki með. En svona til útskýringar fyrir þá sem ekki skilja loðnumál er þetta sem sagt ferðalag sem við vinkonurnar ég,Adda,Sóley,Ásdís og María fórum í til Stokkhólms. (vantaði Guðrúnu) en við höfum verið vinkonur síðan í grunnskóla og tilefnið ferðarinnar var að við klifruðum allar yfir þrítugs múrin á árinu.
En ferðalagið hófst þriðjudaginn 16 okt og ég tók Ásdísi með mér til Keflavíkur þar sem við ætluðum að gista hjá Maríu sem býr á vellinum á Keilissvæðinu og strax byrjaði loðnu skapurinn, Ásdís var búin að fá götu heiti og númer og við vorum komnar á staðinn og Ásdís bankaði og bankaði en enginn svaraði þá hringdi hún í Maríu og spurðu af hverju hún svaraði ekki en þá kom í ljós að við vorum nú bara fyrir utan geymsluna sem er hliðin á íbúinni og sem sagt með merki íbúðarinnar.
Við 3 lögðum svo í hann á miðvikudagsmorgunin og vorum lendar um 13 að staðartíma og tókum þá rútu inn í miðbæinn og þá strax var Ásdís farin að leita að HM og sá það reyndar mjög fljótlega, við komum dótinu svo fyrir á hótelinu og ætluðum að rölta í bæinn meðan við vorum að bíða eftir að Sóley og Adda kæmu en þær voru að koma frá Köben og London, þetta rölt fór reyndar í hálfgert maraþonstruns í leit að HM fyrir Ásdísi sem var farin að örvænta hvort hún gæti komist tilbaka þangað sem hún sá HM á leiðinni en svo fannst HM og Ásdís tók gleði sína og róaðist. Setning augnabliksins var Lulla viltu spyrja þessa/þennan hvar HM er ???
Um kvöldið borðuðum við svo saman eftir að allar voru búnar að skila sér, næsta dag var ákveðið að hafa frjalsan verslunardag og héldu María og Ásdís í mollið með stóra myndalega ferðatösku og hún var sko fyllt og betur til þær voru sko aðlveg að missa sig. Við borðuðum á ítölskum stað og fengum við Sóley geggjað stóra og geggjað góða pizzu. Setning dagsins var Sóley passaðu þig á banananum!!! (við vorum að labba í mollinu og allt í einu tók ég eftir að það var risa banana biti ekki í híði á gólfinu beint fyrir framan Sóley sem hún tók ekki eftir fyrr en ég greip í hana, hún hélt að ég væri bara eitthvað að grínast en nei nei bara að forða frá slysi)
Á föstudeginum var túrista dagur, keyptum okkur Stokkhólmskort og byrjuðum á að fara í siglingu, fórum svo á Skansen safnið,Vasa safnið og Astrid Lingrid safnið, öll þessi söfn voru mjög skemmtileg og við hefðum alveg vilja hafa miklu meiri tíma, en á Skansen safninu tókst mér loksins að hitta elg í eigin persónu en ég reyndi mikið að leita þá uppi þessa 9 mánuði sem ég bjó úti en tókst ekki.
Við byrjuðum svo laugardaginn á að fara á 1 safn til viðbótar og eyddum deginum svo í Gamla Stan sem er ótrulega flott og skemmtilegt svæði, um kvöldið fórum við svo á belgískan stað og fengum rosa góðan mat já og drykki. Ætluðum svo að kíkja á lífið en það var nú frekar skrautleg allt saman, byrjuðum á að kíkja inn á stað sem var fullt að fólki inn á og virtist séð af götunni voða mikið stuð en reyndist svo vera hin furðulegasti staður sem lýsti sér í því að okkur fannst við fara svona cirka 15 ár aftur í tíma, músikin sem var spiluð var af þeim diskum sem ég var að kaupa mér þegar ég var 15 ára, flest allir inni voru einnhverjir rokktöffarar með sitt hár og hljómsveitabolum fyrir utan svo einn og einn sem hafði greinilega álpast þarna óvart inn eins og við. Adda og Ásdís ákváðu svo að rölta heim á hótel, María ákvað að vera áfram með Sigfúsi frænda sínum en við Sóley ákváðum að rölta og kíkja´a írskan bar, þegar við vorum á röltinu fyrsta dagin sá ég nefnilega írska bari út um allt en eitthvað gekk nú illa að hafa upp á þeim, svo hittum við voða virðulegan kall öruglega frá Kúbu eða eitthvað sem vildi endilega sýna okkur írskan bar sem átti að vera rétt hjá þetta rétt hjá var mjög teygjanlegt hugtak en svo þegar við komum þangað var nákvamlega ekki sú stemming sem maður er vanur á írskum börum heldur bara voða voða rólegt og örfáar mannverur, 2 drengir sem´ætluðu bara að éta okkur lifandi en við ákváðum nú að fá okkur einn drykk en forðuðum okkur svo bara eftir hann. Sunnudagurinn fór svo bara í heimferð sem gekk bara vel.
En ferðin var í alla staði vel heppnuð og áttum við gærurnar skemmtilega helgi þar sem margt og mikið var rifjað upp sem ekki verður farið nánar út í hér enda allt alls ekki prenthæft haha.
En ef einnhver veit hvernig maður setur heilt albúm inn hér á bloggið má sá hin sami endilega hafa smaband við mig, svo ég geti sett allar myndirnar inn, nenni ekki að setja allar inn bara eina í einu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.10.2007 | 07:15
Myndir
Já ég er búin að vera setja inn myndir bæði frá Köben og Laufskálaréttarhelginni en svo eru líka myndir inn á síðunni Krístinar Bjargar.
En nú fer næturvaktin að klárast og þá fer maður bara út í snjóinn, já er ekki alveg að skilja hvað er málið hjá þessum veðurguði er ekki alveg að nenna að fá þetta hvíta strax þó það sé nú ekki mikið sem kom.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
7.10.2007 | 06:00
Nýtt blogg!
Já það er víst þónokkuð síðan eitthvað hefur komið hingað inn en það hefur nátturlega alveg heillingur gerst síðan þá sem verður svo sem ekki rakið hérna nema að einnhverjum hluta en bara næstum heilir 2 mánuðir síðan.
En "litla" barnið mitt er orðið 4 ára varð það 29 ágúst síðast liðin og var haldið upp á herleg heitin með pomp og prakt á sunnudeginum fyrirafmælisdaginn og svo á afmælisdaginn komu nokkrir krakkar af leikskólanum í heimsókn þannig að það var mikið að gerast.
Um miðjan september lögðum við mæðgur svo land undir fót og héldum til Köben en ég var að fara í vinnuferð og Kristín Björg fór til pabba síns á meðan. Ferðin var í alla staði mjög vel heppnuð og gaman að fá að sjá hvernig elliheimili eru rekin í öðru landi en það er margt líkt en líka margt sem er mjög ólíkt. Svo var nóg brallað á milli heimsókna, fórum í skoðunarferð um Íslendingaslóðir sem var mjög skemmtileg og sá þar mér til mikilla gleði að ég hef bara þónokkuð mikið tekið eftir í tímum í skóla því að það var bara ótrúlega mikið sem rifjaðist upp úr kennslunni þegar við vorum í þessari ferð. Svo var auðvitað kíkt á strikið, í mollin og tívoli og fleira skemmtilegt, hittum ljónin alltaf öðru hverju en það er alltaf flókið að fara útskýra þann humor hér. En mikið gleði og grín var í ferðinni enda kom það á daginn að ég fékk bara strengi í magan af hlátri.
Svo kíktum við mæðgur í Laufskálarétt í þvílikri blíðu og hittum alveg heilling að fólki og marga sem maður hefur ekki hitt lengi og svo var ball um kvöldið með Geira, Von og Bo Hall, það er samt ótrulega fyndið að það er alltaf svo mikið að fólki bæði í réttinni og á ballinu að það er alltaf heillingur sem maður missir af, við hittumst fyrir ball heima hjá Þórey og Gísla en Gísli hafði boðið í partý þetta kvöld í rútunni á leiðinni heim eftir Árgarðs verslunarmannahelgarballið, hann ætlaði nú eitthvað að beila á þessu en vegna þrýsting þá ákvað hann að standa við gefin loforð. Ballið var hin besta skemmtun, reyndar fannst mér nú að Bo hefði alveg mátt vera heima hjá sér en hann slapp svo sem og ég komst að því að hann áttu dyggan stuðningsmann sem missti sig aðeins þegar hún var sem sagt að hlusta á mig segja mína skoðun á honum og sagði mér alveg hreint í óspurðum fréttum að hann var bara frábær og bla bla og kramdi á mér hendina þar til ég bendi henni nú á að ég mundi nú bara láta grýta henni út ef hún sleppti mér ekki undireins, en gott að vita að einnhverjum fannst hann skemmtilegur.
Annars er bara fínt að frétta, nóg að gera í vinnu og skóla og svo eru bara nokkrir dagar í loðnuferðina miklu og þar verður sko pottþétt mikið stuð.
En læt þetta nægja í bili, vonandi verður aðeins styttra í næsta blogg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.8.2007 | 04:23
vinnudjamm og Dalvík!!
Já við skelltum okkur nokkur úr vinnunni út borða svona til að hittast aðeins utan vinnu þar sem að sumarafleysingin er óðum að hverfa burtu þessa daganna. Niðurstaða skemmtilegs kvöld er að hvítvín gerir mann kolruglaðan en við sem voru þarna vorum ég,Hrafnhildur,IngaRósa,Gróa,Sunna,Sirrý og Pétur. Við fengum alveg super góðan humar að borða og drukkum hvítvín með, umræðurnar voru ansi skrautlegar og verður ekki farið nánar út í það, en þið sem ekki komuð misstuð sko af miklu. Við fórum svo heim til Ingu Rósu á eftir.
Síðustu helgi fórum við Kristín Björg á fiskidaginn mikla, fórum á föstudagskvöldi og komum tilbaka á sunnudeginum, á föstudeginum röltum við aðeins í bænum með Inga,Öllu og Fríðu Björg, á laugardeginum vorum við mest á höfninni, Kristín skemmti ser hið besta fór á hestbak og í svala kastalan og kiktum svo á róluvöll með Fríðu Björgu svona til að hvíla okkur aðeins á allri mannþrönginni, fórum svo aftur niður á höfn fengum okkur meira að borða og fórum svo í útileikhús á Dýrunum í Hálsaskógi, fórum svo upp í húsbíl til mömmu og pabba og svo aftur á röltið kíktum á tjaldstæðið þar sem Gummi og Marsy og dætur og þeiira fjölskyldur voru og fórum svo á bryggjusönginn og flugeldasýninguna. Á sunnudeginum fórum við snemma á stað heim, fórum með Óskar,Öllu og Þorgrími í sund í Varmahlíð.
Svo styttist i 4 ára afmælið hjá skvísunni og það er komin talsverður spenningur.
Annars stefnir bara í rólega helgi enda næturvinnu helgi framundan.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
17.8.2007 | 04:07
blogg!!!
Já það er víst eitthvað búið að gerast síðan síðast, föstudaginn 27 juli brunaði ég í bæinn því að Kristín Björg var að fara út til pabba síns þann 28 en Hanna frænka og fjölskylda voru að fara út og fékk Kristín að fara með þeim. Ég brunaði svo beint norður áfram og rétt kom við heima til að ná í útilegudótið en ferðinni var heitið í Hjaltadalinn í 30 ára afmæli Guðrúnar, þar var heilmikið stuð fram á nótt. Sunnudagurinn fór svo í að pakka niður og þrífa íbúðina, Edda og mamma komu oghjálpuðu mér en ég var sem sagt að skipta um íbúð og flutti mig alla leið í næstu götu og bý nú í litlu einbýlishúsi með alveg rosa stórum garði. Mánudagurinn fór svo í að flytja kassa milli húsa og við það hjálpaði Ingiríður mér um kvöldið komu svo hópur góðra vina til að hjálpa mér við stærri hlutina. Þúsund þakkir öll sömul :-)
Á mánudagskvöldið var íbúðin orðin frekar tóm því það var bara allt farið nema rétt dýnan en það var nú allt í góðu og var síðasta nóttin bara notaleg sem og fyrsta nóttin í nýja húsinu en ég flutti sem sagt formlega inn á þriðjudeginum. Svo var bara vinna við að koma sér fyrir svona á milli vakta í vinnunni. Sem var ágætt því þá leið tímin hraðar meðan ég var að bíða eftir múslunni minni.
Verslunarmannahelgin var fremur róleg, ætlaði suður á laugardeginum að sækja Kristínu en það breyttist svo því að Hanna og co voru aðeins lengur en til stóð úti.
Ég kíkti á Holtstock á laugardagskvöldið en fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá er það hittingur í bústaðnum hjá Gumma og Marsý hjá systkinum pabba og þeirra fjölskyldum, það var mjög fínt.
Á sunnudeginum skelltum ég,Alla,Óskar,Ingi Svanur, Gísli, Þórey, Dabbi, Marianna og Eyþór okkur í Árgarð á ball með Geirmundi, við hittumst heima fyrir ballið, Jón Bjartur mætti þangað en ákvað að sleppa ballinu. Þetta var hið besta ball og hitti maður fjöldan allan að fólki og marga hverja sem maður hittir varla nema á þessu balli. Vinnufélagar mínir Hrafnhildur,Pétur ,Sunna og Hrönn voru þarna í feikna góðum gír og áttum við ansi fjörugar umræður og það slagaði bara um í eina vakt mætingin, en Hrafnhildur ef að það fer eitthvað að klikka í hjúkruninni sem ég efa reyndar stórlega þá mæli ég með að þú farir út í blómarækt tíhí en svona til nánari útskýringa varð blómapottur á vegi okkar Hrafnhildar á einni ferðinni út hann var sko bara fyrir en ég meina hverjum dettur líka í hug að planta blómapotti á stétt fyrir utan ball stað. En Hrafnhildur var ekki lengi að hjúkra blóminu í pottinn sinn og Pétur loforðið sem skóna stendur.
Á mánudeginum var örlítið þynnka í gangi og því var ósköp gott að kúra undir sæng með dvd í tölvunni fram eftir degi en svo var það vinnan sem kallaði.
Á þriðjudeginum brunaði ég í bæinn og ég,Elfa og Edda skelltum okkur í bæinn, á miðvikudeginum var svo farið í smá verslunarleiðangur ogsvo brunað út á völl til að sækja Kristínu, það var bara gott að fá litla skottið heim aftur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.7.2007 | 00:36
smá blogg!
Já það er svo sem sitt lítið að hverju búið að gerast síðan við mæðgur komum úr borg óttans,
Síðustu helgi var til dæmis rall hérna og vorum við mæðgur á tímastöð um á Mælifelsdals í sól og blíðu, þetta var hið ágætasta rall og sem betur fer urðu engin slys á fólki þetta árið. Það voru 16 bílar með og aðeins 2 sem náðu ekki að klára. Reyndar datt undanfari 1 líka út en svona er það bara það getur sko allt skeð í rallinu.
Eins og alltaf á röllum er margt spaugilegt sem gerist á tímastöðvum meðan beðið er á milli sérleiða og má nefna ansi skrautlega talstöðvar umræðu, klæðnað hjá Birgir Þór sem var í kuldagalla með húfu í massa góðri blíðu allavega tókst mér að sólbrenna aðeins, en veðrið í Danmörku er greinilega ekki búið að vera gott. Móahlaup eftir vatni hjá BÞB svo að prinsessa Kristín gæti málað og fl og fl.
Þið verðið bara að vera í bandi og fá að koma með að ári.
Um kvöldið var svo matur sem ég reyndar komst ekki á því ég var að vinna en mætti á rallýball með Spútnik sem var bara ansi gaman á og alveg heil hellingur að fólki.
Verð að segja að dansar kvöldsins voru annars vegar stríðs dansa Danna með Helga í fanginu og hins vegar að sviði dans hjá mér og Nonna þar sem ansi margir lendu í klemmu og voru teknir fastir.
Gróa áttu setningu kvöldsins sem var sjáðu þetta herðatré !!!!
Sem var ungur drengur sem stóð eiginlega bara eins og herðatré upp við einn vegginn korter í þrjú og beið hreinlega eftir að einnhver hefði áhuga á að hengjast á sig, ég ákvað að drífa mig bara beint heim eftir ball þrátt fyrir mörg partyboð á tjaldsvæðið þar sem ég átti að mæta í vinnu klukkan 8 um morgunin.
Í gær skelltum við ég,Krístín Björg og Þorgrímur okkur í sund í blíðunni og hittum þar meðal annars Hönnu,Rakel Eir,Tobías og Matthías og kíktum svo á Eddu líka.
Svo er ýmislegt framundan:
Um mánaðarmótin erum við að fara flytja í næstu götu, hverjir vilja fá ókeypis líkamsrækt??
Kristín Björg er svo að fara út til Ella í viku og fer næsta laugardag en Hanna frænka og co eru að fara út og ætla að vera svo góð að taka hana með. Þannig að það verður brunað í borgina á föstudaginn verðum með gemsan fyrir þá sem vilja hitta á okkur.
Svo er bara nóg að öðrum ferðalögum vinnuferð í september og loðnuferð í október bara gaman er farnin að hlakka mikið til, nú svo er bara botnlaus vinna framundan líka þannig að það er nóg að gera og svo þarf víst að setja aðeins í kassa.
En þar til næst bið ég ykkur bara að hafa það gott
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.7.2007 | 01:26
Borgarferð,snobbúllur og fl.
já við mæðgurnar skelltum okkur í borg óttans síðustu helgi, og áttum bara góða helgi þar. Gerðum reyndar óvenjulega mörg stopp á leiðinni, kíktum á Aldísi og Gumma á Skagan og kíktum svo á Þorleif og Guðný en þau voru í útileigu í Fannahlíð. Þar skemmti Kristín sér hið besta á róluvelli og tók líka púlsinn á harmónikuballi.
Á laugardeginum vorum við fyrst að slæpast og versla aðeins, hittum Elfu og skelltum okkur á Miklatúnið.
Um kvöldið fórum við vinkonurnar ég,Sóley og Ásdís á Tapas barinn og fengur ekkert smá góðan mat að borða, röltum svo yfir á Hressó og sátum þar lengi, Elfa kom svo og hitti okkur þar. Eftir dágott stopp og nokkra drykki ákvað Ásdís að hún vildi fara kíkja eitthvað þannig að úr var að við fórum á röltið. Byrjuðum á B5 og oh my god það er sko ekki málið, Elfa og Sóley fóru á barinn og það voru 4 eða 5 barþjónar samt gekk afgreiðslan ekki neitt og það var sko bara 1 barþjónn sem kunni að planta kokteila sem kom svo í ljós að hann kunni það bara alls ekkert því drykkirnir sem stelpurnar komu með voru bara hörmulega lelegaa blandaðir. Ásdís ákvað svo að drífa sig heim en við héldum áfram og komum við á hinum ýmsu stöðum, tókum danstjútt á einum stað þar sem við fengum afar lélegt pikk upp línu boð sem einkentist af því að þeir væru 3 og við þrjár. haha mistókst alveg hjá greyjunum.
Svo ákváðum við að kíkja aftur niður í Austurstræti og ákváðum að kíkja á Rex, við rákumst á kall á leiðinni sem við vorum að ræða vi' um B5 staðinn því hann sagðist hafaverið í veitingabrasanum allt sitt líf og taldi á ástæða lélegra barþjóna þar væru léleg laun haha ég sagði honum að þó svo að barþjónar væru á lelegum launum gæfi það þeim samt ekki leyfi til að blanda ódrekkandi drykki, kúnninn á ekki að vera þolandi, sagði honum að ég var nú einu sinni að vinna á bar og á lélegum launum og ekki datt mér einu sinni í hug að blanda svona vonda drykki.
En á sama tíma og ég var að ræða þetta fóru stelpurnar í röð á Rex og viti menn þvílík SNOBBBÚLLA sem þetta er , í fyrstu átti ég bara ekki orð (gerist ekki oft) en allavega komst Elfa ekki inn því það var sko dresscode, Sóley prufaði og hún komst inn, og þær voru báðar í gallabuxum,Sóley í stuttermabol og Elfa í skyrtu. Sóley var í svörtum skóm en Elfa í svona gallastrigaskóm. Ég prófaði svo og komst inn en ég var í pilsi og bol. Þegar ég kom út sá ég að Elfa og Sóley voru að tala við einnhver gaur fyrir utan svo ég spurði dyravörðurinn hvað það væri í þessu dresscodi hans sem væri til þess að vinkona mín kæmist ekki inn, hann vildi nú sem minnst um þetta tala og talaði bara um einnhverjar dresscode reglu, ég bendi honum á að það væru fullt af strakum þarna inni í gallabuxum og ljótum strigaskóm, svo blandaðist ég inn í umræðuna við þennan pilt sem sagðist eiga Rex ég sagði nú bara aumingja þú því þetta er algjör snobbbúlla, það orð fór afskaplega mikið í taugarnar á honum og særði hans hjarta og þess vegna sagði ég snobbúlla nokkuð reglulega eða bara eins mikið og ég gat. Hann sagði að við mundum alveg komast inn en Elfa sagði að hún væri bara ekki nógu sæt fyrir dyraverðina, hann kallaði í dyravörðinn sem bullaði nú bara um að hann væri bara að vinna vinnuna sína (sem er greinilega að mismuna fólki) og vildisem minnst gera. Elfa labbaði svo burtu og ég fór aðeins að rökræða ágæti eða öllu heldur ekki ágæti þessa staðs. Hann minninst á að ég hefði ekki átt að valda yfir dyraverðina haha og þá átti hann við að honum fannst ég hafa gengið fullt langt í að spyrja út í þessar dresscode reglur. Svo bendi ég þessum pilti á að það væri fullt að fólki þarna inni í gallabuxum og strigaskóm Svar: já það eru strákar, ég: nú ég sé ekkert svona jafnréttis skilti strakar klæddir eins og þeir vilja en dresscode á stelpur inn á snobbbúlluna og svona held hann áfram og ætlaði svo að fara reyna tala mig á að breyta vinkonu minni þá hló égn ú bara upp í opið geðið á þessum "eiganda Rex" ja og dyraverðinum sem var að hlusta líka við fældum vist folk eitthvað frá fannst þeim og sagði sko að mer dyttiékki hug að fara breyta vinkonu minni á einnhvern hátt sem þeir vildu til að komast inn á einnhverja snobbbúllu því að hún væri sko bara frábær eins og´hún er og hana nú og þá gafst hann alveg upp haha.
En allavega heldum við áfram að skemmta okkur og heldum pöpparöltinu áfram og komum við á fleiri stöðum,´gerðum eitt skátaverk að hjálpa manni að loka týndum síma og skemmtum okkur hið besta. Áttum mjög athyglisverðan tíma fyrir utan sirkus sem tengtist bíð eftir manni og frekar skondnu simtali sem tengist því að vera eða vera ekki lambakjöt????
En læt þetta nægja í bili
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
2.7.2007 | 06:55
Á næturvakt!
Já ég er á næturvaktasyrpu núna, sú 1 af 3 núna og það verður alveg ótrúlega gott að komast heim að sofa eftir ca 1 1/2 tíma. Þetta er reyndar búin að vera ótrúlega róleg vakt.
Ég var á sunnudags morgunvakt og dreif mig svo í sveitina, því að þá stóð til að fara á hestbak, ég byrjaði á því að leyfa Kristínu Björgu að fara og svo fórum ég,Kristín og Tobías hringinn á Holtinu og þá fattaði ég hvað er ógeðsla langt síðan ég hef farið á hestbak, en þetta gekk allt prýðilega og enginn rúllaði af. Svo þegar við komum tilbaka þá leyfði ég Kristínu Björgu að fara aftur og þetta fannst henni algjört æði. Svo drifum við okkur í Krókinn því ég ætlaði að ná mér í smá kríu fyrir vaktina en það fór ekki betur en það að Kristín Björg stein sofnaði strax en ég bara náði ekki að sofna þannig að ég verð örugglega alveg rotuð á koddanum á eftir.
Annars er bara vinna framundan er reyndar að fara í helgarfrí næstu helgi og þá er planið að gera eitthvað sniðugt. Einnhverjar hugmyndir frá ykkur lesendur????
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.7.2007 | 02:49
Klóa Afmæli
Sit hérna á afar rólegri næturvakt, allir dollarnir mínir súper stilltir og sofa bara á sínu græna.
Þannig að ég ákvað að best væri bara að skella sér í bloggið.
Já síðast var alveg að skella á afmæli hjá Klóa (Sóley)og því er nú lokið hehe og Klói minn er komin á fertugsaldurinn, en allavega var þar mikil gleði, ég mætti um 19 en við Siva urðum samferða fram í Melsgil þar sem afmælið var haldið, Þegar við komum var slatti að fólki komið og voru loðnurnar Ásdís og Guðrún mættar ásamt mökum og fékk Klói því afmælispakkan afhendan. Síðan var borðað og drukkið því á boðstólnum voru þessir fínu pottréttir og rauðvín og hvítvín. Síðan mætti skagfirski sveiflu kóngurinn sem er auðvitað enginn annar en Geirmundur og hélt uppi fjöldasöng, svo voru smá ræðuhöld sem Geirmundur stjórnaði, um klukkan 23 fór að færast ókyrrð í loðnurnar þar sem vitað var af jónsmessu balli í menningarstaðnum Hofsós og þar spilaði Geirmundur fyrir dansi. (já ég veit við loðnurnar eru smá grúpp píur) 23:30 lá ákvörðun fyrir að ég,Ásdís, Maggi, Guðrún og Ingólfur ætluðum á ball. Við ákváðum svo að það væri ómögurlegt annað en að hafa afmælisbarnið með sem var mjög óviss hvort væri viðeigandi að skilja gestina eftir í reiðuleysi en eins og góðum vinum sæmir ákváðum við loðnurnar að taka bara þessa ákvörðun fyrir hana og fór ég í það að fá formlegt leyfi frá foreldrum og fleirum um að taka Sóley með, það tóks og bættist Elfa svo við í ballhópinn þar sem hún hafði ákveðið að verða þar sem Sóley yrði.
Við brunuðum svo á ball, og þetta var bara hið besta ball, ég hitti alveg heilling að fólki meðal annars sem ég hef bara ekki hitt langa lengi. Ég hitti líka fullt að fólki sem ég er líka alltaf að hitta þannig að þetta varð bara hið fínasta blanda.
Ég gerðist líka dyravörður smá stund sem var mjög gaman þannig var nefnilega að Alla vinkona missti bjór á dansgólfið og það var klístur út um allt, þannig að ég fór að leita af dyraverði til að koma og skrúbba, fann fyrst einn upp á sviði sem gat ekki reddað þessu því hann var að passa sviðið en svo var annar sem var í dyrunum sem reddaði þessu og ég sagði að ég skyldi bara vera i dyrunum fyrir hann á meðan og það var hin mesta skemmtun kanski maður fari bara að sækja um starf!!!!! Það urðu til skrýtlur þarna í dyrunum td ertu nokkuð lambakjöt?? nánanari útskýring fæst hjá höfundi greinar.
Þegar balli lauk voru Guðrún og Ingólfur farin heim til sín þannig að það fengu 2 piltar að fljóta með í krókinn og aldrei þessu vant tók hún Ásdís eitt að sínu bestu gæruloðnu köstum sem felast í því að hún ákveður eitthvað sem að í þessu tilfelli var að þessir gaurar væru leiðinlegir sem þeir voru alls ekki og þegar hún fær sko þessi köst getur hún ruglað og bullað og gert allt öfug snúið og það stoppar hana ekkert en allavega held ég að allir hafi komist heilir út úr þessu, við gistum svo í Melsgili þvi að það nennti sko enginn okkar að tjalda þegar við komum tilbaka.
Bloggar | Breytt 3.7.2007 kl. 04:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2009
- Desember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
vinir mínir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar