smá blogg!

Já það er svo sem sitt lítið að hverju búið að gerast síðan við mæðgur komum úr borg óttans,

Síðustu helgi var til dæmis rall hérna og vorum við mæðgur á tímastöð um á Mælifelsdals í sól og blíðu, þetta var hið ágætasta rall og sem betur fer urðu engin slys á fólki þetta árið.  Það voru 16 bílar með og aðeins 2 sem náðu ekki að klára.  Reyndar datt undanfari 1 líka út en svona er það bara það getur sko allt skeð í rallinu.

Eins og alltaf á röllum er margt spaugilegt sem gerist á tímastöðvum meðan beðið er á milli sérleiða og má nefna ansi skrautlega talstöðvar umræðu, klæðnað hjá Birgir Þór sem var í kuldagalla með húfu í massa góðri blíðu allavega tókst mér að sólbrenna aðeins, en veðrið í Danmörku er greinilega ekki búið að vera gott.  Móahlaup eftir vatni hjá BÞB svo að prinsessa Kristín gæti málað og fl og fl.

Þið verðið bara að vera í bandi og fá að koma með að ári.

Um kvöldið var svo matur sem ég reyndar komst ekki á því ég var að vinna en mætti á rallýball með Spútnik sem var bara ansi gaman á og alveg heil hellingur að fólki.

Verð að segja að dansar kvöldsins voru annars vegar stríðs dansa Danna með Helga í fanginu og hins vegar að sviði dans hjá mér og Nonna þar sem ansi margir lendu í klemmu og voru teknir fastir.

Gróa áttu setningu kvöldsins sem var sjáðu þetta herðatré !!!!

Sem var ungur drengur sem stóð eiginlega bara eins og herðatré upp við einn vegginn  korter í þrjú og beið hreinlega eftir að einnhver hefði áhuga á að hengjast á sig, ég ákvað að drífa mig bara beint heim eftir ball þrátt fyrir mörg partyboð á tjaldsvæðið þar sem ég átti að mæta í vinnu klukkan 8 um morgunin. 

Í gær skelltum við  ég,Krístín Björg og Þorgrímur  okkur í sund í blíðunni og hittum þar meðal annars Hönnu,Rakel Eir,Tobías og Matthías og kíktum svo á Eddu líka. 

Svo er ýmislegt framundan:

Um mánaðarmótin erum við að fara flytja í næstu götu, hverjir vilja fá ókeypis líkamsrækt??

Kristín Björg er svo að fara út til Ella í viku og fer næsta  laugardag en Hanna frænka og co eru að fara út og ætla að vera svo góð að taka hana með.  Þannig að það verður brunað í borgina á föstudaginn verðum með gemsan fyrir þá sem vilja hitta á okkur.

Svo er bara nóg að öðrum ferðalögum vinnuferð í september og loðnuferð í október bara gaman er farnin að hlakka mikið til, nú svo er bara botnlaus vinna framundan líka þannig að það er nóg að gera og svo þarf víst að setja aðeins í kassa. 

En þar til næst bið ég ykkur bara að hafa það gott


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband