Danmerkuferð!

Já við skelltum okkur líklega í heimsókn í Baunalandið!!

Ferðasaga í stuttu máli!

Fimmtudagurinn 14 september:

Við lögðum á stað um fimmleytið og ákváðum að keyra bara eins langt og við mundum nenna og var niðurstaðan sú að það var stoppað í Malmstad um níuleytið ,ægilega gaman að bruna eftir hraðbrautinni (hámarkshraði oftast 110 en á sumum stöðum 130 og jafnvel engin takmörk) með crusið á og þurfa ekkert að spá í hvort löggan sé einnhverstaðar.(já það er sko crusie og  topplúga á mözdunni okkar þá hún sé gömul)Í Malmstad fundum við hótel sem við bókuðum okkur inn á.  Kristínu fannst þetta mjög spennandi allt saman og síðasta klukkutíman í bílnum hafði hun mikla tölu um það að það væri komin nótt en hún þyrfti ekki að fara að sofa því hún væri í ferðalagi.  Hótelvistin var alveg toppurinn fannst Kristínu, við fengum okkur að drekka frammi í mótökunni og þar var sjónvarp og fiskabúr og svo inn á herbergji var líka sjónvarp og það var boðið upp á að kúra upp í hjá mömmu og pabba og glápa á imbann þar til svefninn sigraði.

föstudagurinn 15 september:

Við lögðum á stað um 11 leytið og vorum komin inn í Köben um 12:30, við keyrðum aðeins um og lögðum svo bilnum og tókum stefnuna á strikið og röltum þar,fengum okkur í gogginn og skoðuðum svo eitt safn sem skiptist i nokkur svið meðal annars belive it or not ,HC Andersen og svo guinness world records við skoðum þetta og fannst þetta mjög fínt hefði samt mátt kosta minna inn miða við gæði en well!!

Um kvöldið brunuðum við svo út á flugvöllinn en tengdó voru að koma og var Kristín Björg gjörsamlega að missa sig á vellinum á meðan á biðtímanum stóð, kallaði hátt og snjallt á ömmu og afa og lék hund fyrir gesti og gangandi svo loksins sá hún þau koma í gegnum hliðið þá ´vildi hún varla heilsa en tók svo í hendina á afa sínum og stormaði með hann á stað, við heldum svo áfram og því að leiðin lá til Þórunnar mákonu og hennar fjölskyldu en hún býr í ST Dalby í Hedenstad og vorum við komin þangað um eittleytið um nóttina þá var spjallað aðeins og svo var lagst til hvílu.

 laugardagurinn 16 september:

Borðuðum saman morgunmat sem var nú svona nær hádeginu svo var kíkt aðeins í Bilka og þar fékk nú einn kassamaðurinn  aðeins að heyra það en þegar kom að því að borga virkaði ekki kortið mitt,ég var með visakortið og svo kom Elli með debetkortið og alltaf sagði strákurinn sem var að afgreiða að við værum bara með vitlaust pin númer en halló við kunnum pin numerin okkar svo við spurðum hann hvort þau tæki ekki örugglega kort og sýndum honum að við vorum bæði með debit og kredit  svar:ju ju bæði en hvað?prófiði bara að slá inn pin numerið aftur þið hafið bara stimplað inn vitlaust en ekkert gekk, svo loksins ropaði hann því út úr sér að það væri bara hæht að nota dönsk kort halló hefði kanski getað sagt það aðeins fyrr en hann var nú reundar merktur nýr i starfi en samt.

Svo héldum við heim á leið með vörurnar þökk sé því að það fannst hraðbanki á staðnum og byrjað var að gera salinn kláran og grilla því að um kvöldið var verið að halda upp á 30 ára afmæli Þórunnar,við fengum þessa æðislegu máltíð grillað svínalundir og lamb (sem er mikið nýnæmi fyir okkur svíabúanna þar sem það er næstum ömulegt að finna það þar sem við búum) og svo varð þetta fegna mikla  party sem stóð alveg undir morgun.

Við og tengó fengum hvorki meira eða minna en heilt gistiheimili undir okkur (dugar nú ekkert minna hehe)en þau Daddy og Gisli reka það með miklum myndarskap og ég mæli eindregið með þessum stað látið mig bara vita ef ykkur vantar góða og ódýra gistinu í Dk og ég gef ykkur samband við rétta aðila.

Kristín Björg skemmti sér hið besta og sást varla inni því á í húsinu búa 3 fjölskyldur með samtals 3 hunda og 4 ketti þannig að Kristín var að mestu að leika við þá og svo Einar og Emma.  Hún limtist líka við Steinar manninn hennar Þórunnar svo að hún hafði enga þörf fyrir pabba sinn sem varð nú bara pínu abbó en enga síður Takk fyrir okkur.

Sunnudagurinn 17 september:

Var bara letidagur svona framyfir hádegi og svo var farið að huga af heimferð og við keyrðum svo til Fredrikshavn og tókum bátinn þaðan til Gautaborgar en Þórunn og co keyrði tengdó á völlinn. 

En þetta var frábær helgi en allt of stutt en don't worry Danmark we will be back.

 


Gautaborgs ferð og fleira

Gautaborgsferð!

Skruppum til Gautaborgar í gær, byrjuðum í tívolínu þar var mjög fínt nema reyndar aðeins og mikið að fólki því að það gerði ekkert nema lengri raðir í tækin og erfitt að gana um með kerruna.  En það var svosem laugardagur og sól og yfir 20 stiga hiti þannig að það var svo sem ekkert skrýtið að fleiri en við skyldum fá þessa hugmynd.

Við fórum svo aðeins inn í miðbæinn og enduðum á pizzahut og fengum rosa góðan mat, reyndar var svolitið fyndið að við vorum að spá í hvort að þjónustan væri svipuð og heima eða hraðari (finnst hún frekar hæg heima) en við biðum mjög stutt allavega þar til konan kemur með pizzuna Ella og Kristínar en býður mér frían salatbar því að þau hafi misst mína pzzu i gólfið og séu að gera nýja.

En okkur fannst þetta allavega mjög hröð og góð þjónusta að koma með þeirra pizzur strax þó svo að væri smá bið í mína sem var reyndar ekki löng veit að sumstaðar hefðu þær verið geymdar í einnhverjum hitara meðan ný pizza væri gerð og allar bornar fram síðar.

Annars er allt gott að frétta, búið að vera rjómabliða dag eftir dag, nóg að gera í skólanum og leikskólinn há Kristínu gengur vel.

Svo næstu helgi erum við á leiðinni í smá ferðalag, Þórunn mágkona er að verða 30 ára (bara að verða gömul hehe ennþá alveg 1/2 ár þangað til að ég kemst á fertugsaldurinn)

En við erum búinn að ákveða það að keyra til hennar og stoppa jafnvel eina nótt í Köben og taka svo bátinn tilbaka. Gaman af því verður gaman að hitta þau öll.

Annars er voða skrýtið að vera bara í tívolíi og afslöppun núna og kíkja í skólabækurnar og vera á leiðinni til Danmerkur næstu helgi þegar maður veit af réttum heima en svona er þetta bara, jæja maður sleppur allavega við marblettina hehe.

Læt þetta nægja i bili knús og kossar Lulla

PS Gestabókin og athugasemdir eru til að nota ekki vera femin.

 


Helst í fréttum

jæja það er best að blogga smá er búinn að fá einnhver comment að ég sé ekkert rosadugleg að blogga hehe en hvað ég setti inn fullt af myndum og vefdagbókarfærslum inn á síðunna kristínar í gær.

Svekkelsi síðustu viku var að ég tapaði einnhverstaðar á bilinu 50-100 myndum en það sem skeði er líklega það að aðrar myndir skrifuðust yfir og ég er bara svekkt og brjáluð yfir þessu og ennþá meira svekkesli er að ég er alltaf að fatta fleirri og fleirri myndir sem að töpuðust en þær sem töpuðust eru meðal annars frá því að við fórum að sækja mömmu og pabba á flugvöllinn,afmælisdeginum Kristínar frá morgni - hádegis  og margar fleiri Arrrrg.Gráta

En úr svekkelsi í eitthvað skemmtilegra: Af okkur er bara allt fínt að frétta veðurguðinn leikur við okkur sól og hiti dag eftir dag, á mánudaginn fór mælirinn upp í 45 °C  en annars er svona á bilinu 15°-25°.

Mamma og pabbi voru hér í viku og áttum við rosa fína viku, tókum skoðunarferðir hér um nágrennið og fleira.

Nú svo varð litla skottið 3 ára þann 29 ágúst svaka stuð og byrjaði á leikskólanum 28 ágúst og það er bara búið að ganga rosa vel og hún er farinn að mega vera nánast allan daginn ef við viljum.  Sem sagt aðlögun er að ljúka í þessari viku en aðlögun hér er alltaf tvær vikur stundum lengur en við skildum hana eftir á 3 degi og ekkert mál, grét reyndar tvo morgna fimmtudag og föstudag í síðustu viku en allt búið eftir smástund g allt búið að ganga rosa vel þessa viku var frá 8-15 í dag.   Fréttir af fyrstu vikunni á leikskolanum á síðunni Kristínar.

Svo er skólinn hjá mér byrjaður og hann er frá 08:30-11:30 alla daga og það gengur bara ágætlega.  /segir maður þetta ekki alltaf þangað til það koma próf.

En allavega var allt fullt í byrjendahópnum sem er hópur A þannig að kennarinn minn sem er jafnframt yfirkennari ákvað bara að skella mér inn í hennar hóp sem er hópur B en það eru þeir sem eru lengra komnir, en það hefur bara gengið ágætlega enn sem komið er og hún Anna er rosa fínn kennari þannig að ég er bara sátt.

Svo í dag þá var okkur skellt á rauðakross námskeið sem er bara gott mál alltaf gott að rifja upp fyrstu hjálp kunnáttu sem maður þarf sem betur fer að nota sjaldan en ókosturinn er að þá ryðgar maður.  En þetta námskeið var samt svolitill brandari þar sem við vorum 15 blandað saman úr 2 sænskuhópum og allavega 5 skildu varla orð að þvi sem kennarinn sagði ekki einu sinni fyrstu spurningu námskeiðsins sem var hvað heitiru og hefuru farið á svona námskeið áður, og ekki skánaði ástandið þegar það áttu 2 og 2 að fara vinna saman og prófa að finna öndun og púls hjá hvort öðru  og setja í læstar hliðarlögu, þá þorði nátturlega enginn út á teppið en svo drifum við okkur ég og stelpa hem heitir Alma sem er með mer í sænskunáminu en gamanið byrjaði samt ekki fyrir en dúkkan hún Anna var tekin upp úr töskunni þá tókst ein tælenskan konan á flug og vilti ólm hnoða og blása og tók hreinalega ástfóstri við dúkkuna og þegar kennarinn var að fara yfir röðina á þvi hvað mér gerið þegar maður kemur á slys stað gall alltaf í henni áður en greyið kennarinn lauk hverri setningu og hvað geriri svo næst.  Ég var hreinlega alveg að missa mig úr hlátri en þar sem hún sat næstum hliðin á mer varð ég að reyna að stilla mig en ansi var það erfitt. Sá hana bara fyrir mig oní einum 500 króna kassanum í Hagkaup í þessum ham.

En aðeins meira af sænsku náminu þá er eins og áður kom fram kennarinn mjög fínn og hópurinn alveg hreint ágætur samanstendur af allra þjóða kvikindum (ekki illa meint bara svona orðatiltæki) meðal annars Bosníu,Slovaníu,Irak,Tyrkland,Þyskalandiog Islandiog fleira og eru allir mjög finir nema einn sem fer alveg ferlega í minu finustu hann heldur að hann se svo fyndið sem hann er ekki og það er ekki bara mér sem finnst það, það er reyndar buið að vera sæla síðustu 3 daga hann er nefnilega buinn að vera veikur. úps ég veit eg er vond en maður á alltaf að segja það sem manni finnst er það ekki??

Ein svaka fyndin tíska eða þannig her i sviþjoð  er að  stilla máluðum klósettum (hef seð fjolublátt og gult )ut i garð og nota það sem blómapotta verð að smella mynd  fljotlega og setja inn.

En nog af bulli i bili

Knus og kossar til allra Lulla

 


skólamál!!

Jæja núna eru skólamálin hjá okkur mæðgum aðeins að byrja að skýrast og þó!!!! Kristín er búinn að fá leikskólapláss frá og með 28 ágúst, erum reyndar ennþá að bíða etir viðtali til að fá meiri upplýsingar, vitum þó að aðlögun tekur allavega 2 vikur hér, vitum ekki ennþá hvernig programmið er þessar 2 vikur, en leikskólinn er allavega í 5 mínota göngufæri frá okkur og útisvæðið lítur vel út þannig að það er mikil plús, vorum heppin að fá leikskólan svona stutt frá hefðum geta lend í því að fá leikskóla langt í burtu. 

En ég sótti svo um í skóla hér í næsta bæ (10-15 mín að keyra) og sótti þar um sænskunám og er ekki ennþá búin að fá skýr svör.  Ég setti inn umsókn þegar ég kom hingað út en svo voru allir að fara í sumarfrí og svei mér þá þá er Svíþjóð óvirk í svona pappírsmálum á sumrin en eru samt með pappira á heilanum.  En allavega var búið að segja að skólinn mundi opna aftur á mánudag í síðustuviku og ég bæði fór þangað og hringdi og aldrei var neinn við, og svo var mér sagt loksins þegar svaraði að kennarinn kæmi til starfa 14 ágúst  og þá yrði hringt en síðasta föstudag hringdi svo í mig kona og sagði að það væri allt troðið en það ætti samt að reyna að koma mér inn en hún ætti eftir að fara yfir pappiranna og það yrði haft samband á mánudag eða þriðjudag og þá kæmi þetta í ljós en þá kom upp alveg nýtt að hún sagðist þurfta að spyrja hvort ég hefði einnhverntíman lært dönsku því að þeir sem hafa lært dönsku eiga ekki að eiga rétt á að læra sænku þarna, en ég sagði að ég yrði nátturlega að læra sænsku til að fara að geta sótt um vinnu hér, ekki ætla ég að fara að keyra til Danmerkur til að vinna, og þá sagði hún að hún væri alveg sammála því að þetta væri voða vitlaust en allavega spurði ég hana á hvaða tíma skólinn væri og hún sagði að ég yrði líklega í morgun hóp 07:30-11:30 3 sinnum í viku, en þegar ég sótti um fór mákona Ella með pappírana fyrir mig og talaði við skólastjóran og hann sagði að námið væri alla virka daga vikunnar og væri hálfur dagurnn.  Þannig að þetta er nú allt hálf skrýtið ennþá og vonandi koma skýr svör eftir helgi!!!!allavega kvatti konan mig með þeim orðum að hún mundi tala við mig eftir helgi til að láta mig vita hvenar ég ætti að mætta þannig að nú er bara að bíða !!!!!


Best að prófa að vera bloggari!!

Jæja hef ákveðið að prófa að vera í tískunni og vera bloggari.  Þannig að nú verða vonandi fréttir af okkur í bland hér og á síðunni Kristínar Bjargar.Brosandi

Af okkur er annars allt gott að frétta.  Á þriðjudaginn fengum við skemmtilega heimsókn en þar mæðgur Hanna og Rakel Eir komu í heimsókn ásamt Judith og syni hennar honum Ara.  Krístin Björg var svo glöð að fá að hitta krakka til að leika sér og var dagurinn vel nýttur meðal annars á leikvellinum.  Svo eru mamma og pabba að koma þann 27 ágúst þannig að það er nóg að gera, en það er nú alltaf gaman að fá gesti.Brosandi

Læt þetta nægja í bili kveðja Lulla

 


Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband