Færsluflokkur: Bloggar
5.12.2006 | 22:22
það sem er helst að frétta!
Já það er víst komin tími til að koma með smá fréttir héðan úr Svíaríki, eins og kom fram í síðustu færslu átti Elli afmæli á sunnudaginn og áttum við bara fínan dag, við mæðgur bökuðum köku fyrir hann meðan hann var að blaðra í síman, svo fékk hann pakka en Kristín var nú alveg jafn spennt að hjálpa mér að pakka inn eins og að hjálpa pabba sínum að rífa upp, haha gaman af því. Svo fórum við út að borða um kvöldið.
Svo kom loksins að því að svar kom frá Alfa kassanum (atvinnuleysisbæturnar hér úti) virkaði greinilega að blóta þeim þarna um daginn en allavega er ég komin inn og er skrifuð inn mánaðmótin oktober/november sem er reyndar mánuði eftir að ég hætti að fá borgað frá Íslandi en það er víst ekkert hægt að breyta eða gera í því, og eins það að ég er bara á einnhverju grunnbótum, miklu lærri en ég fékk þessa 3 mánuði frá Íslandi en er samt sem áður í raun og veru bara fenginn að vera komin inn þó svo að ég sé engan veginn sátt við allt þetta rugl sem búið er að vera en well well, en held að þessi nýja ríkisstjórn spili eitthvað inni, því hennar fyrsta verk var að taka allt verulega á atvinnulausum og sjúkraskrifuðum, þeir þurfa sko að bæta sig mikið til að fá mitt atkvæði, en vonandi fæ ég bara vinnu sem allra fyrst svo ég losni við þetta rugl en það er svo sem ekki mikið að frétta er búinn að vera sækja um fullt en mikið að gerast en sem komið er en kem til með að setja allt á fullt strax eftir próf sem eru einmitt að bresta á núna.
Svo þurftum við að láta svæfa kisuna okkar í dag, tókum þá ákvörðun því það er búið að vera basl á henni var farin að pissa hér út um allt, hún sem alltaf hefur notað kassan sinn og svo var hún alltaf vælandi þannig að við ákváðum að gera þetta þó svo að það hafi alls ekki verið skemmtilegt að þurfa þess.
Annars er allt ágætt að frétta, hlakka bara óskaplega til að ljúka þessum prófum og fara að bíða eftir jólunum og baka og svoleiðis, já er búinn að kaupa alla jólapakka nema 2, en eins og margir vita fyrst mer jolin og desember alveg einstaklega skemmtilegur tími. Erum ekki búinn að fá neinn nasaþef af vetri hér er bara nokkra stiga hitu (5-10 gráður) en reyndar pinu oft rigning Reykjavik hvað?
Já og svo svona eitt í lokin sem ekki er svo skemmtilegt, en eins og eflaust einnhverjir sem lesa þetta vita eru veikindi í gangi í fjölskyldunni,finnst reyndar búið að vera alveg nóg að undanförnu en það er víst ekkert sem maður ræður við því miður, en pabbi minn er á sjúkrahúsi núna og bið ég þess bara að það fari að lagast, en það sem slæmt er að kjaftasögurnar eru fljótar að breiðast út og vill ég bara senda þau skilaboð út að biðja fólk ekki að vera bulla eitthvað sem það veit ekkert um það gerir engum gott heldur bara í hina áttina, það er hægt að fara réttu leiðina og fá upplýsingar hjá þeim sem kemur málið eitthvað við. Það er alveg hægt að hafa samband ekki gripa bara eitthvað á lofti og bruna með það allt, takið til ykkar sem eigið þó ég efist nú um að þeir sem lesa þetta eigi hluta að máli og hagi ser svona en endilega hjálpið til og kennið folki sem gerir svona mannasiði.
En bið annars að heilsa öllum i bili Bestur kveðjur Lulla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
2.12.2006 | 23:32
Hann á afmæli í dag!!!
Já innilega til hamingju með daginn elsku Elli minn!!!
Við mæðgur urðum nátturlega að vera fyrstar á netinu líka á síðunum okkar þar sem þú átt enga. Það var kanski auðvelt þar sem tímamunurinn er að vinna með okkur því það er jú ennþá 2 des á 'islandi en afmælisdaguirnn er byrjaður hér.
Hlökkum til að gera eitthvað skemmtilegt með þér á morgun
Afmæliskveðjur Lulla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2006 | 00:45
Helst í fréttum!!!
Það er svo sem ekkert mikið i fréttum!!
Nema hvað að ég er ennþá að bíða eftir að(með fullri virðingu) h....... Alfa Kassinn svari mér. Skólinn gengur sinn vanagang, bara ágætlega, tek lokapróf 14 des er samt að spá í að lesa kanski meiri sænsku ef ég útskrifast úr þessum áfanga, sem ég geri vonandi, aftur á móti er ég orðinn meira stressuð fyrir hin 2 prófin úr fjárnáminu, það sem það er mikið efni og lítill tími auk 2 verkefna sem á að skila á síðasta kennsludegi sem mer finnst alveg glatað, hefði viljað vera búnn að fá þau miklu fyrr.Svo nátturlega alveg min heppni lendi annað prófið frá Íslandi á sama degi og stóra sænsku prófið þannig að 7 tímar af þeim sólarhringi fara í að taka prúf ÚFF ÚFF. En það gerist þá ekkert verra en eitthvað af þessu klúðrist það verða svo sem engir heimsendir.
Svo er ég búinn að vera sækja um fullt að vinnum en ekki mikið að frétta af þeim málum ennþá, bara bíða og vona að ég fái einnhverstaðar jákvætt svar sem fyrst.
Meira er ekki að frétta í bili.
Over and out i bili Lulls
Veriði nú duglega að kommenta,nota gestabókina og svara spurningalistunum i siðustu færslum.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.11.2006 | 00:01
Besta að halda bara áfram, veriði svo dugleg að svara!!!
Tok þetta af Elfu bloggi!!!!
1. Hvað kallarðu mig?
2. Hefurðu heyrt mig syngja, ef svo er hvernig hljómaði ég?
3. Hvað á ég eftir að gera á týpísku laugardagskvöldi eftir tvö ár?
4. Þegar þú hugsar um mig, hvaða tvö lög detta þér fyrst í hug?
5. Ef þú þekktir mig ekki, og mættir mér einhversstaðar, myndirðu halda að ég væri á lausu eða föstu?
6. Þegar þú hugsar til mín hvaða fimm hlutir detta þér fyrst í hug?
7. Hvernig sérðu mig fyrir þér í hljómsveit?
8. Hvernig stelpa er ég, og í hvaða týpu flokkarðu mig?
9. Hver er uppáhalds söngkonan/söngvarinn minn?
10. Hvaða lag minnir þig mikið á mig?
11. Hvað giskarðu á að ég verði gömul þegar ég trúlofa mig?
12. Hversu vel telurðu þig þekkja mig?
13. Hvernig stráka fíla ég?
14. Hvað geri ég oftast þegar ég á frítíma?
15. Hvað er mest einkennandi við mig?
16. Hvaða búðir elska ég að fara í?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.11.2006 | 22:55
Ertu fullorðinn ellar hur?
Ég hef oft verið að pæla í því hvenær maður verður fullorðin. Mér finnst ég ekki hafa náð þeim þroska að vera "fullorðin"...kannski er það frekar spurningin um að vilja það...hver veit... En hérna eru 25 atriði sem "styðjast" við það að maður sé orðin fullorðin...hmmm
1. Pottaplönturnar þínar eru á lífi og þú getur ekki reykt eina einustu.
2. Þú gefur þér tíma til þess að taka af þér úrið áður en þú ferð að stunda kynlíf.
3. Þú geymir meiri mat en bjór í ísskápnum.
4. Klukkan 6 að morgni er fótaferðatími en ekki háttatími.
5. Þú heyrir uppáhaldslagið þitt í matvörudeildinni í Hagkaupum.
6. Þú fylgist með veðurfregnum.
7. Vinir þínir giftast og skilja í staðinn fyrir að byrja og hætta saman.
8. Sumarfríið þitt styttist úr þrem mánuðum í þrjár vikur.
9. Bolur og gallabuxur eru ekki lengur spariklæðnaður.
10. Það ert þú sem hringir á lögregluna og kvartar yfir hávaða í nágrönnunum.
11. Eldri ættingjar hætta að segja kynlífsbrandara nálægt þér.
12. Þú hefur ekki hugmynd um hvenær pizzustaðir loka á nóttunni.
13. Bílatryggingarnar lækka en afborganir af bílaláni hækka.
14. Þú ert farin að borða salöt sem aðalrétt.
15. Þú færð bakverk ef þú sefur í sófanum.
16. Þú vaknar kl 9 á sunnudögum af því að "það er svo hressandi"
17. Út að borða og bíó er að fara út að skemmta sér en ekki bara byrjun á góðu kvöldi.
18. Þú verður slæmur í maganum, ekki saddur/södd ef þú færð þér heila pizzu kl 3 að nóttu.
19. Þú ferð í apótekið til þess að fá þér íbúfen,ekki til þess að kaupa smokka eða þungunarpróf.
20. Vín undir níuhundruð kalli eru ekki lengur ágætiskaup.
21. Þú borðar morgunverð á morgunverðartíma.
22. Ég get ekki drukkið eins og ég er vanur kemur í staðinn fyrir "Ég ætla aldrei að drekka aftur svona mikið"
23. 90% af tíma þínum framan við tölvuna fer í raunverulega vinnu.
24. Þú drekkur ekki lengur heima fyrir til þess að spara pening áður en þú ferð á bari.
25. Þú lest allan þennan lista og leitar í örvæntingu að einhverju sem á ekki við þig
Þetta er nu bara svolítið sniðugt en miðað við þetta er ég ennþá bara svona hálf fullorðinn hahaha
Veit ekki hvort það er gott eða slæmt!!! Hvað segið þið um það lesendur góðir???
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
23.11.2006 | 12:50
Gjörið svo vel að svara!!! takk takk
Mer finnst svo gaman ad svona.
1. miðnafnið þitt:
2. Aldur:
3. Single or Taken:
4. Uppáhalds bíómynd:
5. Uppáhalds lag:
6. Uppáhaldshljómsveit:
7. Dirty or Clean:
8. Tattoo eða göt:
9. Þekkjumst við persónulega?
10. Hver er tilgangurinn með lífinu?
11. Myndiru bakka mig upp í slagsmálum?
12. Myndiru þaga yfir leyndarmáli ef það skipti mig máli?
13. Besta minningin þín um okkur?
14. Myndir þú gefa mér nýra?
15. Segðu eitthvað skrýtið um þig:
16. Myndir þú hugsa um mig ef ég væri veik?
17. Getum við hist og bakað köku?
18. Hefuru heyrt kjaftasögu um mig nýlega?
19. Talaru eða hefuru talað illa um mig?
20. Finnst þér ég góð manneskja?
21. Myndir þú keyra með mér hringinn í kringum landið?
22. Finnst þér ég aðlaðandi?
23. Hverju myndiru vilja breyta í mínu fari?
24. Í hverju sefuru?
25. Kæmiru í heimsókn af tilefnislausu, bara til að chilla?
26. Myndir þú koma á stefnumót ef ég myndi bjóða þér?
27. Ef ég ætti einn dag ólifaðann, hvað myndum við gera?
28. Ætlaru að setja þetta á þína síðu svo ég geti fyllt þetta út?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
21.11.2006 | 22:23
bara fyndið
Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir nýtt verk sem gerist á Suðurlandi og nefnist GLÆPAGENGIÐ eftir Davíð Oddsson.
Leikarar eru :
Árni Johnsen
Gunnar Örlygsson
Guðjón Hjörleifsson
Gestaleikari er enginn annar en hinn ástsæli Eggert Haukdal.
Góða skemmtun.
P.s. Sætaferðir verða frá Tuborg-verksmiðjunni og bílstjóri verður
Eyþór Arnalds.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.11.2006 | 12:57
millilandaflug
gleymdi alveg að millilandaflug er alltaf að verða flóknara og flóknara, er svo sem ekkert að mótmæla að öryggi se haft i fyrirrumi en þegar maður þarf nú að fara troða öllu í plastpoka svo sem eins og snyrtivörum, þegar ég kom á Kastrup voru svona pokar út um allt og starfsfólk að útskýra þetta fyrir fólki, þannig að ég fékk svona poka og setti gloss og varasalvan minn samviskusamlega í pokan og svo var röðin til að inrita sig ekkert smá löng en svo ´sá ég á tölvuskjá að fyrir mitt flug mátti maður fara að innritunarborði 2 3 5 og 7 og svo 29 og ég sá að við 29 var engin röð þannig að ég stormaði þangað nei nei stóð ekki saga klass á skjanum en þessi yndislega kona var nú samt svo góð að innrita mig svo var röðin í tollnum svaka lengja þar sem ferðalangar voru ekki alveg að fata þetta nýja kerfi, ég reyndar fattaði nú bara í röðinni að það voru skæri í bakpokanum og sem betur fer fattaði ég það áður en ég fór í gegn og gat skutlað þeim i ruslið hehe danirnir hefðu nú ekki orðið kátir.
Þegar ég fór svo tilbaka þá prófaði ég þetta nýja innritunar sjálfsafgreiðslu kerfi og þetta er bara að svinvirka frábært að fá bara brottfaraspjald á nokkruð sekondum i staðinn fyrir að standa lengi i röð og svo hendir maður bara töskunum á fyrsta færibandið allgjör snilld en svo sá eg enga nestispoka(finu glæru pokana) þannig að um leið og ég hendi töskunum af mer spurði ég hvort þeir væru ekki einnhverstaðar ju ju bara við tollshliðið en þar voru bara bakkar og þar að leiðandi allt sett inn i gegnun tekkmyndavelina og allir stoppaðir, ég var nú búinn að taka þetta allt saman i hvitan poka en nei nei var stoppuð og þurfti að færa allt yfir i glæran veit ekki alveg af hverju þeir eru ekki með poka fyrir framan svo maður geti verið buinn að þessu og ju svo tók kallinn 2 kókómjólk af mér og tilkynnti mer að ég mætti ekki fara með þær inn á svæðið haha voru ekki gjaldgengar i glærupokan, svo keypti ég mér 1/2 gos i frihöfninni og þar sagði konan mer að eg mætti ekki opna hana fyrr en inn i velinni ef ég vilti taka hana inn i vel, svo ef maður er ekki að fara í beint flug þá þurfa kassamenirnir i frihöfninni að pakka öllum vökva serstaklega inn.
Já það er orðið heljarinnarfyriæki að komast út i vel.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
18.11.2006 | 12:33
Íslandsferðin!
Já eins og ég skrifaði síðast skrabb ég aðeins til Íslands, það var stutt stopp en mjög gott að hitta alla. Ég lagði sem sagt á stað héðan klukkan 11 á fimmtdagsmorgni og tók lest til Gautaborgar og rútu þaðan til Kastrup flugvallar en því miður er ekki beint flug frá Gautaborg eins og er en Iceland express er með það en bara á sumrin, skil ekkert í þeim að vera ekki með þetta allt árið en kanski verður það einnhverntíman.Svo var flug klukkan 20 um kvöldið sem var reyndar í lenga lagi þar sem að Keflavík tók á móti okkur ofsa roki og rigningu en við lendum nú samt og á vellinum biðu tengdó eftir mér, ég hitti líka Smára í fluginu frekar skondið að rekast á hann en hann var að koma úr vinnuferð frá Kína og Japan. Á föstudagsmorgunin fór ég svo með Steina norður og vorum við komin norður um 3 leytið, ég fór fyrst í Úthlíðina og fór svo í sveitina, veðrið var nú ekki sem berst þannig að við lögðum tímalega á stað í Krókinn og það bara snjóaði og skóf og á kafla var bara ansi blint. En svo var kistulagning í kirkjunni klukkan sex en þar kvöddu við fjölskyldan hann Binna föðurbróður minn sem lést þann 2 nóvember síðastliðinn eftir mikil en stutt veikindi og á svona stundu finnur maður einn og aftur að maður er aldrei tilbúinn að missa einnhvern sem manni er kær þó svo að innsti inni viti maður að fyrst svona var komið mundi hvíldin ein vera honum fyrir bestu. En allar minningarnar sem ég á munu eflaust koma að einnhverju gagni til að fylla upp í skarðið, en það er bara svo ótrulegt að ekki sé hægt að finna einnhverja lækningu við þessum hræðilega sjúkdóm sem krabbamein er. Við fórum svo í kaffi heima hjá Lillu frænku. Á laugardeginum var svo jarðaförin og svo var ég bara í afslöppun i sveitinni um kvöldið, á sunnudagurinn fór svo í að koma sér í bæinn og um kvöldið náði ég svo að sjá framan í smá af fólki og koma út jólabögglum. Ég gisti svo hjá Eddu og Steina og Edda skutlaði mér svo á völlinn á mánudagsmorgunin og var ég svo komin heim um 8 um kvöldið. Það var voða gott þegar lestin stoppaði loksins og þau feðgin komu að sækja mig enda búinn að vera á ferðinni síðan 5 um morgunin. Kristín var voða glöð á fá múddu sina heim og ætlaði aldrei að ná að sofna þurfti svo mikið að spjalla og knúsa mig, hún er svo mikil krúsimús hún dóttir mín svo var voða notalegt að leggjast með tærnar upp í loft upp í sófa og kúra hjá kallinum yfir spólu og með íslenskt nammi. Það er jú alltaf gott að koma heim eftir ferðalög, en það var líka ósköp gott að komast aðeins heim og hitta alla þó svo að maður hefði nú viljað hafa tilefnið annað.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2006 | 19:03
Á leiðinni í smá skrepp heim á frónið!!
Það sem er helst í fréttum að ég er á leiðinni heim til Íslands í stutt stopp, kem til landsins á fimmtudagskvöldið og flýg út aftur á mánudagsmorgunin. Verð mest allan tíman í sveitinni en mun renna í gegnum borginna þar sem ég flýg í Keflavík. Er að koma til að fara á jarðaför því að hann Binni föðurbróðir minn var að deyja og er hugur okkar þessa daganna hjá þeim Jónu,Eddu,Steina og Tobiasi. En ég mun koma til með að vera með íslenska gemsanúmerið mitt sem er 8625771 og einnig líka sænska sem er (0046)738305099. Þannig að þið náið í mig í öðru hvoru þessa númera og svo i simanum í sveitinni sem er 4538197.
Ég mun nota ferðin og koma með jólabögglana með þannig að það væri fínt að hitta á þá sem eiga slíkt hjá mér.
En annars er stoppið stutt og verður ekki mikil tími notaður í heimsóknir en endilega veriði i sambandi.
Bestu kveðjur Lulla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2009
- Desember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
vinir mínir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar