Færsluflokkur: Bloggar
14.1.2007 | 19:11
Við erum ekki fokin um koll!!
Hæ hæ!
Vildi bara rétta svona kvitta og láta ykkur vita að við erum ekki fokin um koll, erum búinn að fá símhringingar og msn en hér hjá okkur er bara fínasta veður 5 stiga hiti og allt autt en reyndar búið að vera svolítið hvass í nótt og dag en ekkert brjálað. Það er reyndar búinn að vera einnhver læti í kringum okkur en vonandi kemur það ekkert hingað.
Annars er bara allt ágætt að frétta, Kristín er orðin góð af hlaupabólunni og fer á leikskólan í fyrramálið eftir langt jóalfrí eða 3 vikur. Henni er bara farið að hlakka til að hitta alla krakana aftur. Svo byrja ég í skólanum á morgun (hann byrjaði reyndar fyrir viku en ég boðaði hlaupabólu aföll ) og svo fer mestur hluti af vikunni svo líklega í atvinnuleit. En ég ætla allavega að lesa sænsku í skólanum og það skeður þá aldrei neitt nema ég verði að hætta ef ég fæ þannig vinnu sem passar ekki með og já svo á nú elsku legur alfakassin eftir að samþykkja að ég lesi án þess að missa atvinnuleysisbæturnar en hann er svo lengi að vinna úr umsókninni sem ég sendi fyrir jól að þau sögðu að ég ætti bara að byrja í skólanum og yrði þá bara að hætta ef þeir samþykkja þetta ekki, frekar faranlegt en svona er þetta bara.
Annars læt ég þetta nægja í bili knus og kossar ur svíaríki Lulla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.1.2007 | 11:32
Íslands heimsókn!!!
Halló!!!
Já það er komið á hreint að við erum að koma á klakan, reyndar erum bara ég og Kristín Björg búnar að panta far en við komum til landsins 15 febrúar og förum tilbaka 23 febrúar. Það er ekki orðið alveg ljóst ennþá hvort Elli kemur líka.
Planið er allavega að við förum norður á föstudeginum 16 febrúar og verðum þar enda er þorrablót á laugardagskvöldinu akkurat á afmælinu mínu eða það skellur nú reyndar ekki á fyrr en um miðnætti því afmælisdagurinn er sunnudagurinn 18 februar. En ekki amalegt að fá þorrablótið akkurat á 30 ára afmælinu, svo verður smá veisla á föstudgskvöldinu í sveitinni, svo hlökkum við bara til að hitta alla, við förum svo suður aftur líklega seinnipartinn í vikunni og út á föstudeginum 23 febrúar.
Annars er bara gott að frétta, það snjóaði pínu hér á miðvikudaginn en í dag er svo bara sól og fínt veður þannig að hann hverfur örugglega strax.
Svo er Kristín að verða góð af hlaupabólunni og fer örugglega á leikskólan á manudag og þá byrja ég í skólanum aftur og þá fer lífið að komast í skorðum, enginn leti á morgnanna lengur hehe en við mæðgur erum búnar að vera mjög duglegar að sofa út í vikunni haha.
Læt þetta nægja i bili Lulla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
9.1.2007 | 18:54
óvæntur gestur
Já það kom óvæntur gestur í heimsókn eða til Kristínar því á laugardaginn síðasta fékk hún hlaupabóluna, en hún er búinn að vera ganga hér síðan fyrir jól, en Kristín er rendar búinn að vera í jólafríi frá 22 des á leikskólanum, þannig að hún hefur trúlega smitast bara rétt fyrir fríið því það getur tekið allt frá 10-21 degi að koma fram, þannig að við mæðgur erum bara heima í rólegheitum, en illu er best aflokið, hlaupabólan er þá búinn en Kristín Björg er reyndar búinn að vera rosa dugleg þessa daga sem hún er búinn að vera með hana, klæjar reyndar svolítið en fékk ekkert svakalegt magn af bólum.
Hún er reyndar orðinn svolítið pirruð á því að mega ekki fara að hitta krakkana á leikskólanum en varð aðeins rólegri þegar ég sagði henni að það væru margir aðrar krakkar heima sjá sér veikir meðal annars ein af bestu vinkonum hennar, henni satt það nú reyndar líka í hug að það væri best að skreppa bara og hitta Þorgrím því að hann fékk hlaupabóluna fyrir jól hann gæti passað hana þar sem hann kynni á þetta bóludæmi bara snilld það sem þessum krílum dettur í hug.
Annars er ég bara á fullu að sækja um fleiri vinnur en það gengur samt afar hægt, ég býst reyndar við því að lesa smá sænsku sem er framhald af því sem ég kláraði fyrir jól,einskonar grunnur fyrir annað nám sem ég er að spá í en það er allt i vinnslu,skólinn byrjaði reyndar í gær en ég boðaði hlaupabólu veikindi allavega þessa viku, þarf hvort sem að bíða eftir svari frá alfakassanum því ég má bara lesa visst mikið og fá bætur jafnt, já þetta er pinu flókið kerfi ski haha.
Veðurguðinn heldur áfram að leika við okkur allt autt og flesta daga nokkra stiga hiti en rigning svona öðru hverju og eru veðurspekingar hér farnir að tala um að ef snjórinn fari ekki að koma þá komi hann bara ekki sem ég er bara sátt við hehe.
annars læt ég þetta nægja í bili Knús og kossar frá Svíaríki Lulla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
3.1.2007 | 19:52
Gleðilegt ár!!
Gleðilegt árið og takk fyrir það liðna kæru ættingar,vinir og blogglesendur!!!
Já árið 2006 hefur bara runnið sitt skeið og 2007 er brunað á stað, um áramót er oft athyglisvert að líta tilbaka og verð ég að segja að síðastliðið árið var bara alveg ágætt. Reyndar ansi viðburðaríkt já eins og þið lásuð í árspistlinum mínum sem fylgdi með jólakortinu þetta árið. En svona í stuttu máli var það helst að ég kláraði verslunarprófið af viðskiptabraut FNV síðasta vor, hætti svo að vinna á sjúkrahúsinu á Sauðárkróki og við fjölskyldan fluttum til Svíaríkis, Elli fór reyndar dálítið á undan þannig að það var nóg að gera að vinna,klára prófin og pakka en með góðri aðstoð tókst þetta nú allt saman og vil ég enn og aftur þakka vinum og ættingjum alla hjálpina , já og barnapíunum Snæbjörtu og Silju OG Ingiríði og Margréti en eitthvað tæknilegt klúður varð til þess að þær komu ekki inn í pistilinn en þær áttu sko pláss þar sorry sorry stelpur. hér er Elli að vinna, Kristín á leikskóla og ég fór í skóla að læra sænsku sem ég kláraði svo um jólin og er nú á fullu að leita mér að vinnu, en við erum sem sagt búinn að koma okkur ágætlega fyrir hér og það sem kanski stendur upp úr hér af þeim tíma sem við erum búinn að vera er auðvitað heimsóknirnar sem við erum buinn að fá en Hanna og Rakel komu í sumar, svo komu mamma og pabbi í lok ágúst og svo í okt komu Alla,Óskar og Þorgrímur og þökkum við ykkur öllum fyrir skemmtilegan tíma og hlökkum til að fá ykkur aftur og já alla hina líka.
Stefan er svo sett á að reyna skreppa heim á klakan i februar og er stefnan sett á miðjan febrúar en nánar tiltekið helgina 16-18 feb því þá er bara stórafmæli hjá mér já já maður er nú líklegast að ná þrítugs aldrinum (og já Edda þá ert þú að verða 33 hehe ) fyrir þá sem ekki fatta humorinn þá fer Edda frænka alltaf að pæla í því hvað hún sé að verða gömul þegar afmælið mitt skellur á, og það sem meira er að þessa helgi er líka þorrablót sem er mjög svo slæmt af missa af þannig að nú er alldelis hægt að slá margar flugur í einu höggi haha, og núna í fyrsta skipti í mörg ár verða allir fornu hrepparnir saman, þannig að það verður alveg fjöldinn allur af vinum og ættingjum veiii og sveiflukóngurinn sjálfur spilar fyrir dansi samkvæmt öruggustu heimildum sem er þorrablótsnefndin sko. En núna erum við semsagt að vafra um netið og reyna að finna sem ódýrast far nátturlega og vonast nú til þess að flugfélögin sjá sér nú sóma í því að skella einnhverju góðu tilboði inn handa okkur. En partyljónið ég stefni nátturlega á það að halda líka sér upp á afmælið, og hugsanlega í borginni líka, þetta er allt svona í skoðun sko þannig að gerið ykkur reddið fyrir mikla skemmtun haha.en þetta er allt á frumstigi og ekkert búið að negla neitt niður.
Annars áttum við fjölskyldan bara voðalega notaleg jól og áramót, vorum bara 3 hér heima á aðfangadag, svo á jóladag komu Hemmi,Hafdís,Fanndís,Hjördís,Mattias og Emil í mat til okkar í íslenskt hangikjöt og lambalæri og það var sko nammi gott, svo fórum við til Hemma og Hafdísar í mat á gamlársdag og þar voru einnig Hjördís,Mattias,Emil,Alli og Elín. Svo eftir matinn horfðum við á svona grínþátt sem er alltaf syndur í imbanum hér og þetta var bara fyndið, fjallaði um mann sem var að þjóna til borðs einni konu en var lagt á borð fyrir fleri og svo var alltaf að smakka vín og skenka i glös þar sem engin sat og fljúga næstum á hausinn, þetta var bara snilld. Svo var nátturlega skotið upp smá og svo skálað á miðnætti og tekið á móti nýju ári og svo sátum við og spjölluðum og fengum okkur nokkra eðaldrykki, við gistum svo þar og vorum kom heim um hádegi á nýarsdag og þá var sko bara legið í leti og glápt á imbann. En nú er víst þessir letidagar á enda; Kristín er búinn að vera í jólafríi og byrjar á leikskólanum næsta mánudag aftur og þá fer´ég á fullt að leita að vinnu. En látum þetta nægja í bili
Bestu kveðjur frá Svíaríki Lulla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
24.12.2006 | 14:40
Gleðileg jól
Halló halló!!
Já nú eru jólin bara að skella á eftir nokkra tíma, jólasteikin byrjuð að malla og bara verið að bíða eftir að herleg heitin skelli á. Netið tilbúið til að hlusta á íslensku jólaklukkurnar hringja, því ég er ekki viss um að það sé svoleiðis hér og allavega verð ég hvort sem er að heyra þær íslensku hringja, já það er bara svona eitt af því sem má ekki klikka, jólin eru endanlega komin þegar ég heyri í þeim. Annars er bara allt fínt að frétta, litla skottið situr fyrir framan sjónvarpið og er spenningurinn orðinn ansi mikill, ég ákvað að fara aðeins á rúntinn áðan til að gá hvort hún næði smá kríu til að hafa meiri orku fyrir kvöldið en það var nú bara smá kría og það er búið að spyrja ansi oft jólin komin núna, við opna pakkana núna en svona er þetta nú bara og ég veit nákvamlega hvað þetta er erfiður timi höfum við ekki öllum þótt það???
Svo verðum við með matarboð á morgun, bróðir Ella og hans fjölskylda ætla að koma og verðum þeim boðið í íslenskt hangikjöt og íslenskt lambalæri. Hlökkum bara til að gæða okkur á því.
Annars látum við þetta nægja í bili og óskum ykkur öllum gleðilegra jóla og hafiði það nú rosa gott yfir hátíðarnar.
Jólaknús úr Svíaríki Lulla,Elli og Kristín Björg
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2006 | 15:27
Er að missa mig í jólaskapi!!!
Já ég er hreinlega að missa mig í jólafíling, í fyrradag var frost eða ca -4 gráður í fyrsta sinn í vetur og það kom svona smá frost föl yfir allt og þá er svo jólalegt.
Svo eftir að ég kláraði prófin er ég bara búinn að vera í blússandi jólafíling, ekki það að ég var löngu komin í hann en reyndi svona að halda honum niðri sökum prófa en á fimmtudaginn síðasta var sko öllu jólaskapinu hleypt út.
Í gær vorum við mægður svo að baka piparkökur og súkkulaði bita kökur og var heldur betur fjór skal ég segja ykkur, það getur oft verið ansi skrautlegt að vera með 3 ára aðstóðarmann en bara gaman af því, en kökurnar smakkast annars afbragðs vel ef þið viljið renna í kaffi.
Bestu jóla kveðjur frá Svíaríki Lulla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.12.2006 | 15:05
Sænskuprófið!!!
Já og hvað þýðir það jú það skal ég segja ykkur, því þetta er aðeins öðruvisi en heima, hérna er það þannig að maður byrjar í A hóp sem er fyrir byrjendur, ég fór reyndar beint í B hóp sem er fyrir þá sem eru búnir að læra í smá tíma en það var út af því að ég sótti seint um og A hópurinn var fullur og kennarinn ákvað til að koma mér inn að setja mig bara í sinn hóp þar að segja B hóp því að hún heyrði þegar ég talaði við hana í september að ég kunni nú svona pínu pons í sænsku.
Svo virkar það þannig að þegar fer að nálgast annarlok þá talar kennarinn við hvern og einn og fer yfir stöðuna hjá manni og þetta var gert í lok oktober og þá sagði hún mér að ég væri komin með einkunn C og hún gæfi grænt ljós á að ég tæki lokaprófið en kennarinn getur neitað nemanda eða allavega sagt að viðkomandi hafi ekkert að gera í lokapróf.
Svo verður maður að ná vissum stiga fjölda í prófinu til að ná því og fá munnlegt og skriflegt próf samþykkt. Prófið var þannig uppbyggt að það er A B C OG D hluti, allt í allt er þetta 4 klukkutímar.
A hluti var lesskilningur, B hluti var hlustun, C var lesskilningur og ritun og fyrir þessa 3 hluta var hægt að fá mest 60 stig og ég fékk 50 stig sem er bara mjög fínt en ef þú færð 0-37 stig felluru.
Fyrir D hlutan sem er bara ritun er bara gefin IG(ekki samþykkt) eða G (samþykkt) og ég fékk G
Svo vorum við búinn að taka E hluta sem er munnlegt próf og þar er sama kerfi og í D hluta og ég fékk G þar.
En þó svo að maður nái prófinu er ekki þar með sagt að maður nái áfanganum því að vetrareinkunn kemur sterk inn og öll vinna,próf og mæting á önninni er tekin til skoðunar og ræður í raun og veru mestu um hvaða einkunn þú færð, ef þú færð C þá þarftu að halda áfram að læra en ef þú færð D þýðir það að þú hefur klárað og færð einkunna blað með það og það blað gefur grænt ljós á að komast inn í frekara nám hér hvort heldur sem er í þessum skóla eða öðrum framhaldsskóla eða háskóla. Svo hjálpar það líka í sambandi við að fá vinnu því að margir kíkja ekki á umsókn frá manni nema maður geti sýnt pappir upp á D einkunn frá SFI (sænska fyrir innflytjendur)
En ég fékk D þannig að nú er bara að skoða framhaldið.
Jólakveðjur Lulla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2006 | 13:13
Dramadrottningar próf!!!

Þú ert vel steikt dramadrottning.
Ef dramadrottningar væru hamborgarar sem fengjust "rare", "medium rare", "medium" og "well done" værir þú "well done". Jafnvel svo vel steikt að erfitt væri að sjá muninn á þér og skósóla. En velsteikta dramadrottningin kærir sig ekki um óvæntar uppákomur eins og matareitrun. Hún vill að hlutirnir séu fyrirsjáanlegir og skipulagðir. Hún bleytir því einfaldlega upp í þurrum borgaranum með fullt af kokteilsósu.
Miklir leiðtogahæfileikar búa í vel steiktu dramadrottningunni. Hún er mjög yfirveguð og rökföst en einnig þrjósk.
Í raun verður nánast aldrei dramatískra eiginleika vart í fari vel steiktu dramadrottningarinnar. Ætli þeir hafi ekki drepist við steikingu. Það er þó tvennt sem getur komið hinni vel steiktu úr jafnvægi. Annars vegar hrár fiskur. Hins vegar þátturinn Frægir í form. Hún er enn að leita að fræga fólkinu í þættinum.
Hversu mikil dramadrottning ert þú?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.12.2006 | 11:40
Jólin eru að koma
Ho ho ho!!
Já já jólin eru bara alveg að koma og ég er komin í jólafrí og er sko þokkalega að njóta þess skal ég segja ykkur, prófin búin en niðurstöðu enn beðið en læt það sko ekkert trufla jólafíling minn. Get nú ekki sagt að mér hafi gengið vel í öllum prófunum en þetta kemur allt í ljós hvort að lukkan var með manni eða ekki.
Fyrst á dagskrá er að fara til klipparans og láta lita og klippa og gera sig fína fyrir jólin, svo ætla ég bara að klára skreyta og baka.
Annars er bara fínt að frétta, veðurguðinn fékk sér bala eða tók sig allavega saman í andlitinu og hætti að gráta þannig að það er bara búið að vera þurrt. Í morgun var reyndar ansi kallt eða -4gráður og það þurfti bara að skafa uss uss. En já við keyptum okkur bara nýjan gamlan bíll, rákumst á gamlan volvo á netinu sem var hérna í bænum og skelltum okkur á hann fyrir 8500 SEK. (85000 íslenskar) Þetta virðist bara vera hið fínasta eintak og erum við bara ánægð með nýja kaggan. Á meðan hann fer í gang og virkar er hann vinur minn.
Svo var Lucciu hátíð á leikskólanum Kristinar í siðustu viku og það var bara rosa flott hjá þeim, litla skottið var jólasveinn og stóð sig með prýði, söng og dansaði með og kallaði svo hátt og snjallt ´hæ mamma ég er her að syngja þegar hún sá mig í hópnum, bara sætt en það eru myndir og video af þvi inn á barnalandi.
Svo er ég bara á fullu í að leita mér að vinnu, setti það aðeins í pásu í próflestrinum en nú verður skundað á stað aftur, fer reyndar líklega í eitt viðtal núna í lok vikunar kemur betur í ljós líklega á fimmtudaginn en svo er vikan svo sem ágætlega planeruð þarf að hitta kennaran minn á morgun, svo er kaffi í skólanum á miðvikudag og fer þá að hitta sjúkraþjálfaran aftur en er buin að fara 1 sinni eftir að ég tognaði í hálsinum þarna í nóvember en þetta er allt að koma.
Svo er bara að baka meira og skreyta meira og biða eftir jólunum og eigum svo eftir að far í innkaupaleiðangur til að versla aðfangadagsmatinn en hangikjötið fyrir jóladag er klárt í frystinum og svo er okkur boðið í áramotamat til bróðir Ella.
En nú verð ég að bruna í klippingu
Jólaknús Lulla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.12.2006 | 14:34
Jólin alveg að koma!!!
Halló halló!
Já það er best að kíkja aðeins upp frá skólabókunum og blogga svo Ingiríður fái eitthvað nýtt að lesa (ertu vissum að þú viljir ekki lesa síðasta blogg einu sinni til viðbótar? Þú hefur allavega gaman að bullinu í mér fyrst þú ert búin að lesa það 3 eða hvað?) og svo auðvitað allir hinir sem eru að fylgjast með bullinu í mér en muna bara að kvitta í gestabókina sem er uppáhaldsbókin mín eða skrifa athugasemd mér finnst líka gaman að lesa frá ykkur.
En lífið hér gengur bara sinn vanagang, maður reynir að vera duglegur að læra í dag og á morgun og svo eru bara 2 síðustu prófin á fimmtudaginn og þá er maður bara komin í jólafrí sem er bara frábært. En sökum jólafíling er svolítið erfitt að sitja kyrr yfir bókunum en maður reynir sitt besta.
Þannig að um helgina verður sko bakað, Elli er farin að hafa miklar áhyggjur af því hvort ég ætli ekki að fara baka haha en ósk hans rætist þá sennilega um helgina, ekki er nú hægt að láta hann bíða mikið lengur og fá magasár.
Haldiði ekki svo að litla kagginn okkar hafi ekki tekið upp á því að deyja á laugardaginn og er ennþá í endurlífgun sem er sérstaklega sorglegt af því að: (nú verða margir hneykslaðir en svona er þetta nú bara ) þá þarf ég að taka strætó í skólan, þarf reyndar að byrja á því að labba með Kristinu á leikskólan sem er reyndar ekki langt en samt alveg í hina átttina miðað við skólan minn en allt í lagi með það en þetta strætodæmi er sko ekki eins gaman það er td bara 1 stræto sem gengur beint inn í bæinn sem skólinn minn er í og hann gengur bara á hálfa og heila tímanum en má nú eiga það að hann stoppar beint fyrir utan skólan,þannig að nuna 2 siðustu daga hef eg rétt misst af átta vagninum og verð þvi að bíða í 30 MÍN og þá er ég komin akkurat þegar tíminn er að byrja sem er bara pirrandi því mér finnst betra að vera í fyrra fallinu, get reyndar tekið annan vagn sem kemur 08:15 en hann er ekki komin neitt fyrr því að hann fer alskonar úturkróga og stoppar heldur ekki fyrir fram skólan mig heldur lengra í burtu sem og þegar ég fer heim verð ég að labbaínn i miðbæinn sem er í öfuga átt heim til að ná strætó sem að fer svo alskonar krókaleiðir þvi að strætoin sem keyrir beint á milli er í pásu á milli 11 og 14 og svo til að toppa þetta allt er búið að vera grenjandi rigning og vindur og t.d á mánudaginn var bara of hvasst fyrir regnhlíf, við mæðgur stormuðum nú á stað í morgun með regnhlíf en það var nú alveg á mörkunum að það væri hægt en sagði Kristín líka alla leiðina þú amma mús því það lá við að maður feyktist bara upp. En rigning og rok hefur reyndar alltaf verið mjög neðarlaga á uppáhaldveðralistanum vil frekar hafa þurran kulda og hef aldrei verið hrifin að þurfa leyfa öðrum að stjórna ferðum mínum (strætó) og vonandi læknast bílinn eða við kaupum nýjan sem fyrst svo geðheilsan mín haldist og þú herra veðurguð fáðu þer bara bala eða eitthvað til að gráta í.
En að öðru skemmtilegra þá er pabbi komin heim og er allur að ná sér og svo eru jólin að koma og ég bara tel niður þar til ég er búinn með seinna prófið á fimmtudag til að geta farið að jólafílingast.
Svo eru pakkar og kort farin að streyma til okkar bara gaman af því og dóttir mín er greinilega sama jólabarnið og mamma sín því það kemur alltaf í hvert sinn sem hún sér pakka koma jú hú pakki ahnda mér bara skemmtilegt.
Svo á morgun er svona Luciu hátið og þá er okkur boðið á söngskemmtun i leikskólan þar sem börnin syngja og klæðast sem luciur,stjörnugosar, jólasveinar og piparkökukarlar, .þau mega velja við fórum um daginn til að versla inn og vorum vissum að Kristín vildi vera Luccia en nei nei ekki nú aldeilis bara jólasveinn sem er bara sjálfsagt.
Já og svona í lokin óskum við Vikingi Atla og hans fjöslskyldu til hamingju með skírnina og eins fá afmælisbörn síðustu daga afmæliskveðjur en Sigurjón frændi átti afmæli 08 des, Guðný tengdamamma 9 des og svo varð átti Hjördís frænka stóræfmæli þann 10 og varð 50 ára. Til hamingju öll saman
En læt þetta nægja í bili
Bestu kveðjur úr Svíaríki Lulla í jólaskapi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2009
- Desember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
vinir mínir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar