óvæntur gestur

Já það kom óvæntur gestur í heimsókn  eða til Kristínar því á laugardaginn síðasta fékk hún hlaupabóluna, en hún er búinn að vera ganga hér síðan fyrir jól, en Kristín er rendar búinn að vera í jólafríi frá 22 des á leikskólanum, þannig að hún hefur trúlega smitast bara rétt fyrir fríið því það getur tekið allt frá 10-21 degi að koma fram, þannig að við mæðgur erum bara heima í rólegheitum, en illu er best aflokið, hlaupabólan er þá búinn en Kristín Björg er reyndar búinn að vera rosa dugleg þessa daga sem hún er búinn að vera með hana, klæjar reyndar svolítið en fékk ekkert svakalegt magn af bólum.

Hún er reyndar orðinn svolítið pirruð á því að mega ekki fara að hitta krakkana á leikskólanum en varð aðeins rólegri þegar ég sagði henni að það væru margir aðrar krakkar heima sjá sér veikir meðal annars ein af bestu vinkonum hennar, henni satt það nú reyndar líka í hug að það væri best að skreppa bara og hitta Þorgrím því að hann fékk hlaupabóluna fyrir jól hann gæti passað hana þar sem hann kynni á þetta bóludæmi bara snilld það sem þessum krílum dettur í hug.

Annars er ég bara á fullu að sækja um fleiri vinnur en það gengur samt afar hægt, ég býst reyndar við því að lesa smá sænsku sem er framhald af því sem ég kláraði fyrir jól,einskonar grunnur fyrir annað nám sem ég er að spá í en það er allt i vinnslu,skólinn byrjaði reyndar í gær en ég boðaði hlaupabólu veikindi allavega þessa viku, þarf hvort sem að bíða eftir svari frá alfakassanum því ég má bara lesa visst mikið og fá bætur jafnt, já þetta er pinu flókið kerfi ski haha.

Veðurguðinn heldur áfram að leika við okkur allt autt og flesta daga nokkra stiga hiti en rigning svona öðru hverju og eru veðurspekingar hér farnir að tala um að ef snjórinn fari ekki að koma þá komi hann bara ekki sem  ég er bara sátt við hehe.

annars læt ég þetta nægja í bili Knús og kossar frá Svíaríki Lulla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

eruð þið ákveðin í að koma 16 - 18 feb,,  og djamma í rvk, hjá öllum félugunum,,,,   verð buin að fá mer pössun,,  og fara svo á þþoorraabbllóott.. hlakka til   kv gulla

    svona mun það kvöld vera hjá mer:)

Gulla (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 23:38

2 identicon

Bryndís (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 21:18

3 identicon

Gleðilegt ár kæra fjölskylda   endilega látið okkur vita ef þið komið heim í febrúar .....kv Bryndís (amma) ,Víðir og co

Bryndís (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 21:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband