6.2.2007 | 20:49
Skrautlegur skóli!
Já ég verð að segja að þessi blessaður skóli er stundum dálítið skrautlegur, eins og ég hef komið að áður er ég í 2 fögum og er mikið til sama fólkið með mér í hóp, þó ekki alveg, an allavega vorum við að lesa kafla í gær sem að meðal annars kom inn á einelti og var okkur svo skipt í hópa til að ræða þetta ég lendi í hóp með stelpu sem er frá Rússlandi og strák sem ég man ekki hvaðan er en allavega er hann pínu undarlegur og yrti varla á okkur þegar við vorum að byrja tala um þetta og þegar við spurðum hann hvað honum finnist þá svaraði hann bara ég er ekki mikið fyrir að vinna í svona hópavinnu, halló það er ekki eins og þetta sé eitthvað val, svo var smá próf síðasta mánudag og kennarinn dreifði okkur smá um stofuna og hann mætti of seint i timann,( mætir reyndar alltaf of seint) og missti sig hreinlega því að kennarinn benti honum á að setjast í visst sæti. En alltaf gaman að fá skemmtiatriði í tímum. Svo er annar gaur þarna sem fer alveg á kostum bara því hann er svo fyndinn, hann er td ekki hættur að róta og róta í töskunni og svo er oft afar skondið þegar hann er að svara spurningum aðallega því að hann er ekki alveg alltaf í sambandi við það sem við erum að gera. en mér hefur alltaf þótt afar skemmtilegt að spá í fólki, þannig að þetta er bara hin besa skemmtun. Annars gengur bara skólinn vel.
Annars er bara allt ágætt að frétta úr Svíaríki, styttist óðum í að við Kristín komum á klakan og er farið að hlakka mikið til. Vinnu málin eru áfram á sama snigla hraðanum. En vonandi fer eitthvað að gerast þar á bæ.
læt þetta nægja i bili Lulla
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2009
- Desember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
vinir mínir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Greinilega skemmtilegar týpur í þessum skóla, get ímyndað mér að þú skemmtir þér hehe
Sóley (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 22:44
Jájá það er greynilegt að það er gaman í skólanum hjá þér... Það er ágætt að hafa svona skemmtiatriði í tíma til að láta tíman líða ;)
Ólína Adda (IP-tala skráð) 7.2.2007 kl. 10:12
Jæja litla hermikrákan mín! hí hí hí. Þetta minnir nú pínu á einn gaur í mínum bekk hérna í danaveldi, hann kemur frá Sri lanka og er oft ægirlegt vesen á honum blessuðum og er ekkert í sambandi í tímum og það er ekkert nema fyndið he he he.
þórunn þorleifsdóttir, 7.2.2007 kl. 14:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.