17.8.2007 | 04:07
blogg!!!
Já það er víst eitthvað búið að gerast síðan síðast, föstudaginn 27 juli brunaði ég í bæinn því að Kristín Björg var að fara út til pabba síns þann 28 en Hanna frænka og fjölskylda voru að fara út og fékk Kristín að fara með þeim. Ég brunaði svo beint norður áfram og rétt kom við heima til að ná í útilegudótið en ferðinni var heitið í Hjaltadalinn í 30 ára afmæli Guðrúnar, þar var heilmikið stuð fram á nótt. Sunnudagurinn fór svo í að pakka niður og þrífa íbúðina, Edda og mamma komu oghjálpuðu mér en ég var sem sagt að skipta um íbúð og flutti mig alla leið í næstu götu og bý nú í litlu einbýlishúsi með alveg rosa stórum garði. Mánudagurinn fór svo í að flytja kassa milli húsa og við það hjálpaði Ingiríður mér um kvöldið komu svo hópur góðra vina til að hjálpa mér við stærri hlutina. Þúsund þakkir öll sömul :-)
Á mánudagskvöldið var íbúðin orðin frekar tóm því það var bara allt farið nema rétt dýnan en það var nú allt í góðu og var síðasta nóttin bara notaleg sem og fyrsta nóttin í nýja húsinu en ég flutti sem sagt formlega inn á þriðjudeginum. Svo var bara vinna við að koma sér fyrir svona á milli vakta í vinnunni. Sem var ágætt því þá leið tímin hraðar meðan ég var að bíða eftir múslunni minni.
Verslunarmannahelgin var fremur róleg, ætlaði suður á laugardeginum að sækja Kristínu en það breyttist svo því að Hanna og co voru aðeins lengur en til stóð úti.
Ég kíkti á Holtstock á laugardagskvöldið en fyrir þá sem ekki vita hvað það er þá er það hittingur í bústaðnum hjá Gumma og Marsý hjá systkinum pabba og þeirra fjölskyldum, það var mjög fínt.
Á sunnudeginum skelltum ég,Alla,Óskar,Ingi Svanur, Gísli, Þórey, Dabbi, Marianna og Eyþór okkur í Árgarð á ball með Geirmundi, við hittumst heima fyrir ballið, Jón Bjartur mætti þangað en ákvað að sleppa ballinu. Þetta var hið besta ball og hitti maður fjöldan allan að fólki og marga hverja sem maður hittir varla nema á þessu balli. Vinnufélagar mínir Hrafnhildur,Pétur ,Sunna og Hrönn voru þarna í feikna góðum gír og áttum við ansi fjörugar umræður og það slagaði bara um í eina vakt mætingin, en Hrafnhildur ef að það fer eitthvað að klikka í hjúkruninni sem ég efa reyndar stórlega þá mæli ég með að þú farir út í blómarækt tíhí en svona til nánari útskýringa varð blómapottur á vegi okkar Hrafnhildar á einni ferðinni út hann var sko bara fyrir en ég meina hverjum dettur líka í hug að planta blómapotti á stétt fyrir utan ball stað. En Hrafnhildur var ekki lengi að hjúkra blóminu í pottinn sinn og Pétur loforðið sem skóna stendur.
Á mánudeginum var örlítið þynnka í gangi og því var ósköp gott að kúra undir sæng með dvd í tölvunni fram eftir degi en svo var það vinnan sem kallaði.
Á þriðjudeginum brunaði ég í bæinn og ég,Elfa og Edda skelltum okkur í bæinn, á miðvikudeginum var svo farið í smá verslunarleiðangur ogsvo brunað út á völl til að sækja Kristínu, það var bara gott að fá litla skottið heim aftur.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2009
- Desember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
vinir mínir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.