24.9.2006 | 20:35
Danmerkuferð!
Já við skelltum okkur líklega í heimsókn í Baunalandið!!
Ferðasaga í stuttu máli!
Fimmtudagurinn 14 september:
Við lögðum á stað um fimmleytið og ákváðum að keyra bara eins langt og við mundum nenna og var niðurstaðan sú að það var stoppað í Malmstad um níuleytið ,ægilega gaman að bruna eftir hraðbrautinni (hámarkshraði oftast 110 en á sumum stöðum 130 og jafnvel engin takmörk) með crusið á og þurfa ekkert að spá í hvort löggan sé einnhverstaðar.(já það er sko crusie og topplúga á mözdunni okkar þá hún sé gömul)Í Malmstad fundum við hótel sem við bókuðum okkur inn á. Kristínu fannst þetta mjög spennandi allt saman og síðasta klukkutíman í bílnum hafði hun mikla tölu um það að það væri komin nótt en hún þyrfti ekki að fara að sofa því hún væri í ferðalagi. Hótelvistin var alveg toppurinn fannst Kristínu, við fengum okkur að drekka frammi í mótökunni og þar var sjónvarp og fiskabúr og svo inn á herbergji var líka sjónvarp og það var boðið upp á að kúra upp í hjá mömmu og pabba og glápa á imbann þar til svefninn sigraði.
föstudagurinn 15 september:
Við lögðum á stað um 11 leytið og vorum komin inn í Köben um 12:30, við keyrðum aðeins um og lögðum svo bilnum og tókum stefnuna á strikið og röltum þar,fengum okkur í gogginn og skoðuðum svo eitt safn sem skiptist i nokkur svið meðal annars belive it or not ,HC Andersen og svo guinness world records við skoðum þetta og fannst þetta mjög fínt hefði samt mátt kosta minna inn miða við gæði en well!!
Um kvöldið brunuðum við svo út á flugvöllinn en tengdó voru að koma og var Kristín Björg gjörsamlega að missa sig á vellinum á meðan á biðtímanum stóð, kallaði hátt og snjallt á ömmu og afa og lék hund fyrir gesti og gangandi svo loksins sá hún þau koma í gegnum hliðið þá ´vildi hún varla heilsa en tók svo í hendina á afa sínum og stormaði með hann á stað, við heldum svo áfram og því að leiðin lá til Þórunnar mákonu og hennar fjölskyldu en hún býr í ST Dalby í Hedenstad og vorum við komin þangað um eittleytið um nóttina þá var spjallað aðeins og svo var lagst til hvílu.
laugardagurinn 16 september:
Borðuðum saman morgunmat sem var nú svona nær hádeginu svo var kíkt aðeins í Bilka og þar fékk nú einn kassamaðurinn aðeins að heyra það en þegar kom að því að borga virkaði ekki kortið mitt,ég var með visakortið og svo kom Elli með debetkortið og alltaf sagði strákurinn sem var að afgreiða að við værum bara með vitlaust pin númer en halló við kunnum pin numerin okkar svo við spurðum hann hvort þau tæki ekki örugglega kort og sýndum honum að við vorum bæði með debit og kredit svar:ju ju bæði en hvað?prófiði bara að slá inn pin numerið aftur þið hafið bara stimplað inn vitlaust en ekkert gekk, svo loksins ropaði hann því út úr sér að það væri bara hæht að nota dönsk kort halló hefði kanski getað sagt það aðeins fyrr en hann var nú reundar merktur nýr i starfi en samt.
Svo héldum við heim á leið með vörurnar þökk sé því að það fannst hraðbanki á staðnum og byrjað var að gera salinn kláran og grilla því að um kvöldið var verið að halda upp á 30 ára afmæli Þórunnar,við fengum þessa æðislegu máltíð grillað svínalundir og lamb (sem er mikið nýnæmi fyir okkur svíabúanna þar sem það er næstum ömulegt að finna það þar sem við búum) og svo varð þetta fegna mikla party sem stóð alveg undir morgun.
Við og tengó fengum hvorki meira eða minna en heilt gistiheimili undir okkur (dugar nú ekkert minna hehe)en þau Daddy og Gisli reka það með miklum myndarskap og ég mæli eindregið með þessum stað látið mig bara vita ef ykkur vantar góða og ódýra gistinu í Dk og ég gef ykkur samband við rétta aðila.
Kristín Björg skemmti sér hið besta og sást varla inni því á í húsinu búa 3 fjölskyldur með samtals 3 hunda og 4 ketti þannig að Kristín var að mestu að leika við þá og svo Einar og Emma. Hún limtist líka við Steinar manninn hennar Þórunnar svo að hún hafði enga þörf fyrir pabba sinn sem varð nú bara pínu abbó en enga síður Takk fyrir okkur.
Sunnudagurinn 17 september:
Var bara letidagur svona framyfir hádegi og svo var farið að huga af heimferð og við keyrðum svo til Fredrikshavn og tókum bátinn þaðan til Gautaborgar en Þórunn og co keyrði tengdó á völlinn.
En þetta var frábær helgi en allt of stutt en don't worry Danmark we will be back.
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2009
- Desember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
vinir mínir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
He,he Danir eru svolítið skrýtnir, hefði nú geta sagt ykkur það. Dankort er eina kortið sem virkar allsstaðar..Don't ask me why.... kannski af því að stundum er þjóðarstoltið að drepa þá?? ;-)Verður allt að heita Dan...eitthvað
Gaman að fylgjast með ykkur og lífinu í Svíaveldi
Kveðja
Inga Margrét
Inga Margrét (IP-tala skráð) 25.9.2006 kl. 14:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.