5.1.2008 | 00:39
Smá pistill frá síðasta ári!!
Já ákvað að setja smá pistill inn hér fyrir árið sem er nýbúið að kveðja, ætlunin var nú reyndar að koma honum inn í jólakortaumslögin líkt og ég gerði fyrir árið 2006 en vegna smá tímaleysis varð nú ekkert úr því.
En allavega pistli fyrir árið 2006 lauk í nóvember 2006, ekki það að árið hafi klárast þá hjá mér en þar sem að ég skrifaði öll jólakortin þá og pistill fylgdi með kortunum var staðar nemið þar. En í nóvember 2006 var ég búsett í Sviþjóð en skrapp eina helgi heim á frón til að fara á jarðaför en Binni föðurbróðir minn lést þá. Blessuð sé minning hans. Ferðin var notuð til að selflytja alla jólapakka og jólakort til vina og ættingja. Ég fór svo út aftur og kláraði skólan sem ég var í en ég var í tungumálaskóla í sænsku. Í lok nóv og byrjun des veikist pabbi og var hugurinn því heima á Fróni en það eru einmitt svona aðstæður þar sem að er erfitt að vera langt í burtu og geta einungis verið í símasambandi við ættingja og starfsfólk sjúkrahúsin. Við áttum svo góð jól og áramót.
Enn þá að árinu 2007:
Janúar leið áfram fremur tíðindalítill fyrir utan það að Kristín Björg fékk hlaupabóluna en það gekk yfir og hún mætti galvösk í leikskólan og ég í skólan. Í febrúar fórum við Kristín Björg til Íslands en tilefnið var að fara á þorrablót og halda upp á 30 ára afmælið mitt, það vildi svo skemmtilega til að þorrablótið hitti akkurat á afmælisdaginn minn en hann er 18 februar. Við lendum í keflavík og brunuðum þaðan beint á Reykjavíkurvöll og hittum pabba þar en hann hafði veikst aftur og hafði verið á sjúkrahúsi í bænum og varð samferða okkur norður.
Ég bauð svo vinum og ættingjum í afmælisveislu á föstudagskvöldinu 16 febrúar og svo kvöldið eftir var svo aftur afmælisveisla í íþróttarhúsinu en öllu stærri því að þá voru aðeins um 900 manns og sá Geirmundur um stuðið á ballinu, Hver er svo að segja að maður þurfi að vera viðskiptajöfur með margar millur í kaup á mánuðu til að halda veglegt afmæli og flytja erlenda tónlista menn, nei nei bara nóg að vera svona ljón heppinn að þorrablót ársins lendi akkurat á réttum degi og þetta ár var blótið sameiginlegt fyrir seyluhrepp,lýtó, akra og staðarhrepp hina fornu vegna þess að það gengur eitthvað seint og illa að breyta central park í menningahús (miðgarði ) en þetta var hið skemmtilegasta blót og á miðnætti þegar afmælisdagurinn rann á var skálað í hópi vina og ættingja og svo var ég kölluð upp á svið og sunginn afmæissöngurinn ekki amalegt að hafa 900 manna kór og hljómsveit Geirmundar. Ég hélt svo smá veislu í borginni líka fyrir vini og ættingja þar áður en ég flaug aftur út.
Mars var mánuður breytinga því að þá breyttust fjölskylduhagir mínir ,við Elli slítum samvistum eftir tæpt 8 ára samband, ég tók þá ákvörðun að flytja heim á klakan aftur og þökk sé góðum fyrrverandi vinnuveitum að ég fékk að byrja strax og ég kom heim að vinna á deildinni sem ég var að vinna áður en ég flutti út Heilbrigðisstofnum Sauðárkróks en það kom nefnilega í ljós að ég átti engan rétt á atvinuleysum bótum hér heima þó að ég hafi alltaf borgað skatta og skyldur þar sem að ég hafði ekki verið komin með neina vinnu úti, sannarlega skrýtið kerfi. Í ég flutti heim í lok mars en Kristín Björg varð eftir hjá pabba sínum og það var sko sannarlega erfitt.
Apríl fór svo í að koma sér fyrir og vinna, var í sveittinni fyrst og flutti svo í litla íbúð á Króknum um páskana og þá komst ég að því hvað ég á góða ættingja og vini sem hjálpuðu mér að flytja og útvega mér dót sem mér vantaði. Bestu þakkir til ykkar allra.
Í byrjun maí kom svo litla skottan mín og það var svo sannarlega góður dagur, ég var svo að vinna allan mai og hjálpa til í sveitnni í sauðburðum þar sem Kristín Björg naut sín sannarlega og varð sérstaklega glöð þegar Kjamma kindin hennar eignaðist 2 lömb. En ættingar,vinir og góðar barnapíur hjálpuðu sannarlega til þar sem að Kristín Björg var ekki komin með leikskóla pláss, og enn og aftur sá ég og fann hvað ég er rík að eiga svona góða að.
Í april og maí bar einnig á veikindum og á tímabili lágu mamma og pabbi bæði inni, en pabbi lá einnig inn á FSA
Kristín Björg byrjaði svo á leikskólanum 1 júni og áttum við mæðgur gott og skemmtilegt sumar, með skemmtilegum ferðalögum og góðri afþreyingu eins og sund og hjólaferðum og fl og fl. Í júni skruppuð við svo á Eskifjörð eina helgi en þá lest föður afi minn, blessuð sé minning hans.
Kristín fór svo út í til pabba síns í enda júli og var fram í byrjun ágúst, í lok ágúst varð svo prinsessan 4 ára og var haldið upp á það með pompi og prakt. Ótrúlegt hvað tíminn líður hratt, finnst svo stutt síðan að ég fékk hana fyrst í fangið.
Í september var svo mikil spenna hjá prinsessunni að fá Kjömmu sína til byggða og varð Krisstín mjög glöð að hitta Kjömmu sína aftur, við mæðgur fórum svo til Köben þar sem ég var í vinnuferð en Kristín Björg var hjá pabba sínum á meðan, en við mægður áttum samt 1 dag saman í kóngsins köben og skelltum okkur í tívoli. Í september byrjaði ég einnig í fjarnámi frá VMA í sjúkraliðanum þannig að haustið er búið að fara ansi mikið í vinnu hjá mér, meðan Kristín er á leikskólanum og síðan fara kvöldin í lærdóm.
Í okóber skellti ég mér svo í stelpuferð með loðnuklúbbnum mínum og áttum við mjög skemmtilegan tíma en við sem fórum vorum ég,Sóley, Adda,Ásdís og María. Í okt var Kristín einnig á sundnámskeiði og skemmti sér hið besta.
Nóvember fór mikið til í lærdóm,vinnu og aðeins undirbúning fyrir jólin, mánaðarmótin nóv/des skelltum við okkur ég,Kristín Björg og mamma í borginna og hittum vini og ættingja og fórum í auglæknaferð. Þegar heim var komið tóku svo próf við, reyndar var ég búin að taka 1 áður en ég fór og tók svo eitt 6 des og annað 8 des og gengu þau öll vel og skiluðu sér tvær 8 í hús og ein 9.
Desember fór svo í afslöppun,vinnu og undirbuing jólanna til að mynda jólakortaskrif og fl. Við áttum svo góð jól, borðuðum góðan mat, hittum vini og ættingja og fenguð góðar gjafir, takk fyrir okkur. Við skelltum okkur svo á jólaball Lions og daginn eftir það þá fór Kristín Björg suður til pabba síns en hann kom til landsins milli jóla og nýars og hún kemur svo aftur núna eftir helgina. Ég átti svo smá jólafrí 28 til og með 31 des og þá var bara notið þess að gera allt sem verður minni tími til að gera á nýju ári til að mynda las ég bækur sem ekki eru skólabækur og glápti heilling á imban og horfði einnig á alla þættina af næturvaktinni sem er bara tær snilld, já fínt, já sæll eigum við að ræða það eitthvað???
En ég hlakka bara til að njóta ársins sem er að renna á stað, gera fullt af skemmtilegum hlutum með litla skottinu mínu, það verður eflaust nóg að gera allavega í vinnu og skóla og svo í því að njóta lífsins og hlaða góðum og skemmtilegum minningum í bunkan og þar eiga nú vinir og ættingar eftir að fá að vera með í.
Bestu nýárs kveðjur Lulla
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2009
- Desember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
vinir mínir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er óhætt að segja að margt hafi á daga þína drifið síðastliðið ár Lulla mín!!
Sjáumst hressar
Edda (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 20:12
Aldrei lognmolla í kringum þig
Gleðilegt ár og takk fyrir þau gömlu.
Kær kveðja úr Sæmundarhlíðinni
Gunna Stína (IP-tala skráð) 7.1.2008 kl. 22:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.