Gleðilegt ár!

 Gleðilegt ár allir saman og takk fyrir þau liðnu, árið 2008 er flogið á stað og tíminn er eitthvað búin að líða svo hratt, bara strax komin miður janúar, Kristín Björg er búin að vera hjá pabba sínum frá 28 des og kom aftur 8 janúar og við erum núna að njóta þess að vera í helgarfríi.  Annars er lífið að komast í fastar skorður aftur, vinna hjá mér og leikskóli hjá Kristínu Björgu og svo er skólinn hjá mér að fara á stað aftur þannig að það verður nóg að gera framundan, verð í aðeins meiri skóla á þessari önn en síðustu.  En annars leggst nýtt ár bara vel í mig verður nóg um að vera í vinnu, skóla og félagsstarfi en starfið hjá Leikfélaginu fer að fara á stað aftur fyrir sæluvikustykkið, ég kem þó því miður ekki til að hafa mikin tíma fyrir það en er samt í stjórn leikfélagsins og er gjaldkeri þannig að ég mun allavega sinna því starfi og sjálfsagt get  ég ekki látið þetta alveg fara fram hjá mér ef ég þekki mig rétt en þetta er bara svo gaman.  Nú svo styttist í þorrablót og sakvamt óstaðfestum fréttum á að vera sama snið á því og í fyrra að allir hrepparnir 4 sameinist þar að segja seyluhreppur,staðarhreppur,akrahreppur og lýtingstaðarhreppur hinu fornu og verði svaka skrall í íþróttarhúsinu þann 9  febrúar þar sem að central park (miðgarður) er ennþá í klessu.

en læt þetta nægja í bili Lulla


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband