Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2007

Loksins blogg!!!!

Jæja það eru víst kominn svolítill langur tími frá síðasta bloggi. 

En allavega vorum við mæðgur sem sagt á Íslandi fórum þangað sem sagt 11 febrúar og komum tilbaka síðasta föstudag.

Sunnudagurinn fór nú bara eins og hann lagði sig í ferðalag við lögðum á stað með rútu til Stokkhólms klukkan 00:50 aðfaranótt sunnudags og komum inn til Stokkhólm um hálf 7 um morgunin, við sváfum nú  nánast alla leiðinna en vöknuðum rétt um 6, þá var skipt yfir i flugvallarútunna og vorum komnar á völlinn um 8, byrjaði þá að losa mig við töskunar og fórum svo bara í gegnum tollinn og hengum svo á vellinum þangað til kom að flugi en það var um 13:20, finnst samt ótrúlega merkilegt hvað það er ótrúlega léleg aðstaða fyrir börn á vellinum, það er nákvamlega ekkert um að vera ekki einu sinni kubbaborð eða videoherbergji en þetta eru hlutir sem eru komnir inn á annanhvorn veitingastað og verslanir, en við dunduðum okkur bara þarna, svo datt Kristinu nú í hug að skjótast í gegnum hurð sem var ætluð komufarþegum sem varð til þess að við mattum storma í gegnum tollinn aftur sem er nú bara orðinn heljar vinna týna upp síma, dvd spilarn og svo setja varasalv og tilheyrandi dót i pæastpoka. Síðan var flogið til Keflavíkur og þar tóku Þorleifur og Guðný á móti okkur og við brunuðum í bæinn og beint á Reykjavíkur flugvöll, þar hittum við pabba en hann var að útskrifafast af spítala og flugum við með honum norður, það var þvílík ókyrrð í loftinu og Kristinu fannst það afar skemmtilegt að litla flugvélin skyldi sko kunna að bomsa. Svo var brunað í sveitinna og skríðið fljótlega í háttinn þegar daman var búinn að taka einn sprett á Grána (sem er leikfanga hestur) gera Snældu kisu pínu æsta og renna niður kókómjólk.

Mánudagur:

Fór nú bara mest í leti, renndum í smá verslunar leiðangur í krókinn og kíktum í heimsókn til Öllu og Þorgríms en það var nú orðin mikil spenningur að hitta Þorgrím, þau voru voða glöð að hitta hvort annað og svo var bara farið í sveitina og Ingiríður kíkti á okkur og Tobías líka, hann var reyndar með okkur á króknum.

Þriðjudagur:

Skelltum við mæðgur okkur á Akureyri ásamt mömmu og var byrjað í Bónus og svo kíktum við á Billu og co og síðan fórum við að heimsækja Deddu ömmu systir á Kristnes.  Þannig að dagurinn leið hratt á Akureyrinni.

Miðvikudagur:

Var bara í róleg heitum í sveitinni, skrubbum aðeins í kaffi til Lillu frænsku og síðan var kíkt á búskapinn, Kristín þurfti svo að kíkja í fjárhúsin til að kíkja á Kjömmu sína ásamt öllum hinum kindunum og gaf þeim smá hey að borða.

 


Skrautlegur skóli!

Já ég verð að segja að þessi blessaður skóli er stundum dálítið skrautlegur, eins og ég hef komið að áður er ég í 2 fögum og er mikið til sama fólkið með mér í hóp, þó ekki alveg, an allavega vorum við að lesa kafla í gær sem að meðal annars kom inn á einelti og var okkur svo skipt í hópa til að ræða þetta ég lendi í hóp með stelpu sem er frá Rússlandi og strák sem ég man ekki hvaðan er en allavega er hann pínu undarlegur og yrti varla á okkur þegar við vorum að byrja tala um þetta og þegar við spurðum hann hvað honum finnist þá svaraði hann bara ég er ekki mikið fyrir að vinna í svona hópavinnu, halló það er ekki eins og þetta sé eitthvað val, svo var smá próf síðasta mánudag og kennarinn dreifði okkur smá um stofuna og hann mætti of seint i timann,( mætir reyndar alltaf of seint) og missti sig hreinlega því að kennarinn benti honum á að setjast í visst sæti. En alltaf gaman að fá skemmtiatriði í tímum.  Svo er annar gaur þarna sem fer alveg á kostum bara því hann er svo fyndinn, hann er td ekki hættur að róta og róta í töskunni og svo er oft afar skondið þegar hann er að svara spurningum aðallega því að hann er ekki alveg alltaf í sambandi við það sem við erum að gera. en mér hefur alltaf þótt afar skemmtilegt að spá í fólki, þannig að þetta er bara hin besa skemmtun.  Annars gengur bara skólinn vel.

Annars er bara allt ágætt að frétta úr Svíaríki, styttist óðum í að við Kristín komum á klakan og er farið að hlakka mikið til.  Vinnu málin eru áfram á sama snigla hraðanum. En vonandi fer eitthvað að gerast þar á bæ.

læt þetta nægja i bili Lulla


Komin tími á blogg!!

Jæja það er víst best að henda hér inn smá bloggi, svo að mákona mín í Baunalandinu verði roleg.

Annars er ósköp lítiðð frétta, maður er bara buinn að sitja fastur í tölvunni og hlusta á  HM, og er oft búið að vera ansi mikil spenna en samt leiðinlegt að geta ekki hoft á leikinna en þeir eru ekki syndir i imbanum hér. (Svíar sjálfsagt bara of svekktir því þeir voru ekki með)  En leikar eru nú ekki búnir að fara alveg eins og ég hefði helst óskað en enga síður strákarnir búnir að standa sig vel.  En það er nú einn leikur eftir og það er bara vonandi að þeim takist að sigra þar og ná 7 sætinu. Það er bara búið að vera blíða hér sól og hlýtt í gær og í dag er búið að vera hlýtt en rigning.

Svo fer að styttast í Íslands heimsókn en við komum þann 15 feb og er bara farið að hlakka til, fyrst er afmælshittingurinn  fyrir liðið í bænum á fimmtudagskvöldið og svo brunum við norður og um kvöldið er svo afmæli í svetinni og svo er þorrablótið á laugardagskvöldinu. Já ekkert slakað á í djamminu. Ég verð mest á norðurlandinu og verð með gamla íslenska gemsanumerið mitt.

Kristin er orðinn talsvert spennd fyrir ferðinni og er öðruhverju að minnast á hvað hún þurfi nú að gera og hvern að hitta.  Hlakkar til að mynda mikið til að stríða Snældu sem er kisan í sveitinni (aumingja Snælda)

Helgina sem við komum tilbaka ætlar Olína svo að koma til okkar en hún er ný komin sem aupair hja Köben og verður gaman a fa hana í heimsókn, svo koma vonandi Þórunn og co líka þannig að það verður rosa gaman að fá þau öll líka, því seinasta sumar komu bara Þórunn og Emmi en nú fá Steinar og Einar að koma með líka.  Svo eru fyrstur frónarbúarnir bunir að bóka heimsókn en Alla, Óskar og Þorgrímur ætla að koma í júli og vera í 10 daga.  Hlökkum til að fá alla upptalda í heimsókn og nátturlega líka alla hina sem eiga vonani eftir að koma

 

Annars er bara skóli og atvinnuleit og virðst það ganga ansi hægt sko atvinnuleitin, skólin er alveg í plússandi gír, er reyndar búin að fara í eitt atvinnuviðtal og fæ svar líklega í þar næstu viku.

Annars bið ég bara að heilsa í bili knús og kossar Lulla

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband