13.7.2007 | 01:26
Borgarferð,snobbúllur og fl.
já við mæðgurnar skelltum okkur í borg óttans síðustu helgi, og áttum bara góða helgi þar. Gerðum reyndar óvenjulega mörg stopp á leiðinni, kíktum á Aldísi og Gumma á Skagan og kíktum svo á Þorleif og Guðný en þau voru í útileigu í Fannahlíð. Þar skemmti Kristín sér hið besta á róluvelli og tók líka púlsinn á harmónikuballi.
Á laugardeginum vorum við fyrst að slæpast og versla aðeins, hittum Elfu og skelltum okkur á Miklatúnið.
Um kvöldið fórum við vinkonurnar ég,Sóley og Ásdís á Tapas barinn og fengur ekkert smá góðan mat að borða, röltum svo yfir á Hressó og sátum þar lengi, Elfa kom svo og hitti okkur þar. Eftir dágott stopp og nokkra drykki ákvað Ásdís að hún vildi fara kíkja eitthvað þannig að úr var að við fórum á röltið. Byrjuðum á B5 og oh my god það er sko ekki málið, Elfa og Sóley fóru á barinn og það voru 4 eða 5 barþjónar samt gekk afgreiðslan ekki neitt og það var sko bara 1 barþjónn sem kunni að planta kokteila sem kom svo í ljós að hann kunni það bara alls ekkert því drykkirnir sem stelpurnar komu með voru bara hörmulega lelegaa blandaðir. Ásdís ákvað svo að drífa sig heim en við héldum áfram og komum við á hinum ýmsu stöðum, tókum danstjútt á einum stað þar sem við fengum afar lélegt pikk upp línu boð sem einkentist af því að þeir væru 3 og við þrjár. haha mistókst alveg hjá greyjunum.
Svo ákváðum við að kíkja aftur niður í Austurstræti og ákváðum að kíkja á Rex, við rákumst á kall á leiðinni sem við vorum að ræða vi' um B5 staðinn því hann sagðist hafaverið í veitingabrasanum allt sitt líf og taldi á ástæða lélegra barþjóna þar væru léleg laun haha ég sagði honum að þó svo að barþjónar væru á lelegum launum gæfi það þeim samt ekki leyfi til að blanda ódrekkandi drykki, kúnninn á ekki að vera þolandi, sagði honum að ég var nú einu sinni að vinna á bar og á lélegum launum og ekki datt mér einu sinni í hug að blanda svona vonda drykki.
En á sama tíma og ég var að ræða þetta fóru stelpurnar í röð á Rex og viti menn þvílík SNOBBBÚLLA sem þetta er , í fyrstu átti ég bara ekki orð (gerist ekki oft) en allavega komst Elfa ekki inn því það var sko dresscode, Sóley prufaði og hún komst inn, og þær voru báðar í gallabuxum,Sóley í stuttermabol og Elfa í skyrtu. Sóley var í svörtum skóm en Elfa í svona gallastrigaskóm. Ég prófaði svo og komst inn en ég var í pilsi og bol. Þegar ég kom út sá ég að Elfa og Sóley voru að tala við einnhver gaur fyrir utan svo ég spurði dyravörðurinn hvað það væri í þessu dresscodi hans sem væri til þess að vinkona mín kæmist ekki inn, hann vildi nú sem minnst um þetta tala og talaði bara um einnhverjar dresscode reglu, ég bendi honum á að það væru fullt af strakum þarna inni í gallabuxum og ljótum strigaskóm, svo blandaðist ég inn í umræðuna við þennan pilt sem sagðist eiga Rex ég sagði nú bara aumingja þú því þetta er algjör snobbbúlla, það orð fór afskaplega mikið í taugarnar á honum og særði hans hjarta og þess vegna sagði ég snobbúlla nokkuð reglulega eða bara eins mikið og ég gat. Hann sagði að við mundum alveg komast inn en Elfa sagði að hún væri bara ekki nógu sæt fyrir dyraverðina, hann kallaði í dyravörðinn sem bullaði nú bara um að hann væri bara að vinna vinnuna sína (sem er greinilega að mismuna fólki) og vildisem minnst gera. Elfa labbaði svo burtu og ég fór aðeins að rökræða ágæti eða öllu heldur ekki ágæti þessa staðs. Hann minninst á að ég hefði ekki átt að valda yfir dyraverðina haha og þá átti hann við að honum fannst ég hafa gengið fullt langt í að spyrja út í þessar dresscode reglur. Svo bendi ég þessum pilti á að það væri fullt að fólki þarna inni í gallabuxum og strigaskóm Svar: já það eru strákar, ég: nú ég sé ekkert svona jafnréttis skilti strakar klæddir eins og þeir vilja en dresscode á stelpur inn á snobbbúlluna og svona held hann áfram og ætlaði svo að fara reyna tala mig á að breyta vinkonu minni þá hló égn ú bara upp í opið geðið á þessum "eiganda Rex" ja og dyraverðinum sem var að hlusta líka við fældum vist folk eitthvað frá fannst þeim og sagði sko að mer dyttiékki hug að fara breyta vinkonu minni á einnhvern hátt sem þeir vildu til að komast inn á einnhverja snobbbúllu því að hún væri sko bara frábær eins og´hún er og hana nú og þá gafst hann alveg upp haha.
En allavega heldum við áfram að skemmta okkur og heldum pöpparöltinu áfram og komum við á fleiri stöðum,´gerðum eitt skátaverk að hjálpa manni að loka týndum síma og skemmtum okkur hið besta. Áttum mjög athyglisverðan tíma fyrir utan sirkus sem tengtist bíð eftir manni og frekar skondnu simtali sem tengist því að vera eða vera ekki lambakjöt????
En læt þetta nægja í bili
Bloggvinir
Eldri færslur
- Janúar 2009
- Desember 2008
- September 2008
- Ágúst 2008
- Júlí 2008
- Júní 2008
- Maí 2008
- Apríl 2008
- Mars 2008
- Febrúar 2008
- Janúar 2008
- Desember 2007
- Nóvember 2007
- Október 2007
- Ágúst 2007
- Júlí 2007
- Júní 2007
- Maí 2007
- Mars 2007
- Febrúar 2007
- Janúar 2007
- Desember 2006
- Nóvember 2006
- Október 2006
- September 2006
- Ágúst 2006
vinir mínir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jáh einmitt það, hún Púkaskott alveg í essinu sínu að rökræða, afhverju kemur þetta mér ekki á óvart ;)
María Sif (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 01:50
Já Lulla mín, það vantar ekki fjörið þegar þú ferð útá lífið ég get nú bara rétt ýmindað mér hvernig þú varst við aumingja dyraverðina. he he he he...
þórunn þorleifsdóttir, 13.7.2007 kl. 11:49
Sko maður fer bara ekki á Rex... það er bara regla nr.1,2 og 3. Þetta er svo viðbjóðslega leiðinlegur staður og það rignir upp í nasirnar á þessu liði. Fór þarna í vor og ojjjj, þar var til dæmis Pétur Blöndal nokkur að tjútta á gólfinu með flokksbræðrum sínum... og gamalmenni í jakkafötum með xd barmmerki framan á sér. Nei takk, við sveitastelpurnar fittum sko ekki inní þetta samfélag ;-)
Inga (IP-tala skráð) 13.7.2007 kl. 22:09
snobbbúlla snobbbúlla snobbbúlla snobbbúla ......ect;)
Hrafnhildur Ólöf Ólafsdóttir, 15.7.2007 kl. 00:13
Hehe já þetta var sko skemmtilegt kvöld. Takk fyrir skemmtunina gæskan.
Sóley (IP-tala skráð) 16.7.2007 kl. 10:41
ég var búin að heyra snobbbúllusöguna og því finnst mér síðasta línan best... ég hefði viljað heyra þetta samtal um að vera lambakjöt! var manneskja í símanum eða var það kind í leit að eilífri æsku?
Sirrý Sif Sigurlaugar (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 05:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.